Föstudagur 24.02.2012 - 11:26 - Lokað fyrir ummæli

Passíusálmar og gyðingahatur!!

Eg sé hjá Agli Helga og Vilhjálmi Erni Vilhjálmsyni að Wiesenthal stofnunin hefur ritað Páli Magnússyni bréf og krafist þess að Passíusálmarnir væru ekki lesnir í útvarp því að þeir væru uppfullir af gyðingahatri. Sem er alveg rétt.  Hallgrímur leggr það upp þannig að Gyðingar hafi drepið Jesú  og komandi kynslóðum muni hefnast fyrir. Og auðvitað skilar þetta  sér í fordómum.  Þeir sem efast um það minna mig á þöngulhausa sem halda því fram að auglýsingar  hafi ekki  áhrif.

Það er svo aftur annð mál að bôkmenntir 17. 18. og 19.  Aldar eru sneisafular af kynþáttafordómum enda var akurinn fyrir Hitler rækilega plægður á þessum árum.  Við getum ekki afneitað þessum bókmenntarfi sem er snar hluti af okkur sjálfum en eigum alltaf eins og alltaf þegar við sjáum eitthvað ljótt að vara börn við.  Og sem betur fer  sakar það börn ekki mikið sem sagt er á Rás 1 eftir 10.  Hlustendur flestir á hinum endanum og stimpl a sig óðum út.

Atugasemdir Wiesental stofnunrinnar eru samt þess virði að á þær sé hlutað. Allt í kringum okkur hoppa nýnasistar  úr örmum sögulausra mæðra og plægja akurinn fyrir framtíð mannhaturs.

 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (47)

  • Ég er ekkert að ræða Lúther hér – og hvaða skoðun ég hef á honum kemur málinu ekkert við – ég held því hinsvegar fram með fullum rökum að ekkert „gyðingahatur“ sé að finna í Passíusálmunum. „Andúð“, má vera, en það er vandmeðfarið túlkunaratriði, en alls ekkert hatur. Og alls ekki í þessu dæmi sem tilfært var hér að ofan.
    Þar fyrir utan er það dæmalaust hrokafullt að þykjast þess umkomin að ganga inn í hugarheim sálmaskálds á tíð séra Hallgríms og þykjast geta fundið stað í ljóðmáli hans, útsetningu á ritningunni, heimsmynd þeirri sem hann bjó við og listrænum tökum eitthvað það sem útleggja megi sem „gyðingahatur“ undir þeim formerkjum sem við leggjum í það orð í dag. Með alla þá svífyrðu á bakinu sem hefur gert það orð að því orði sem það svo sannarlega er í okkar hugarheimi.
    Trúarlöggukjaftæði vísa ég til föðurhúsana – enda trúi ég ekki á Hallgrím Pétursson en mér finnst hann mega njóta sannmælis.

  • Baldur Kristjánsson

    það er enginn að ætla Hallgrími gyðingahatur GB. En útlegging á kristsatburðum sem rekja má aftue til Jóhannesarguðspjalls hefur því míður alið á gyðingaandúð. þetta er nokkuð viðtekin skoðun og hefur Vatikanið m.a. viðurkennt það. kv.

  • Elín, (það er nú varla að ég nenni að svara þessu samhengislausa þrasi, en ein tilraun enn til að fá einhvern botn í þessar athugasemdir þínar) hvað kemur það þessu máli við að ég sé að berjast fyrir málfrelsi?

  • Þú ert ekki einn að þeim, Baldur?

Höfundur