Þar sem of fáir sjá hið sögufræga og vel skrifaða blað Morgunblaðið set ég grein sem ég fékk birta þar einnig hér.
,,Innan Evrópuráðsins er nefnd ECRI (European Commision against Racism and Intolerance) sem aðildarrríki Evrópuráðsins settu á laggirnar fyrir miðjan tíunda áratug síðustu aldar í þeim tilgangi að halda vakandi baráttunni gegn kynþáttafordómum Nefndin byggir stefnumótun sína á Mannréttindasáttmála Evrópu, öðrum mannréttindasáttmálum og dómum Mannréttindadómstóls Evrópu sem aftur vitna stöðugt oftar í skýrslur ECRI. Allar álitsgerðir ECRI fara um ráðherranefnd Evrópuráðsins, hennar æðstu stofnu. Þar sitja utanríkisráðherrar landa eða staðgenglar þeirra. Í okkar tilfelli Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra í París.
Starf ECRI hefur einkum farið í þann farveg að gera úttekt stöðu mála í einstökum ríkjum. Þessar úttektir eru sambland af gagnaúrvinnslu, yfirferð á lögum og reglum og viðtölum við stjórnvöld og ekki síður viðtölum við mannréttindafólk þ.e. fólk sem sinnir mannréttindum óháð ríkisvaldi. Þannig komast stjórnvöld síður upp með fagurgala um ástand mála, löggjöf og framkvæmd laga.
Að sjálfsögðu hefur byggst upp innan nefndarinnar þekking á því hvað hefurf reynst vel. Reynt er að kynna fyrir ríkisstjórnum úrræði sem reynst hafa vel í öðrum ríkjum. Fjórða skýrslan um Ísland kom út í vikunni. Í henni má lesa hvað stjórnvöld sögðu um ástand mála og einnegin hvað mannréttindafólk hafði að segja. Thomas Hammerberg mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins var hér á ferð nýlega og hvatti Íslendinga að setja í lög bann við mismunun. Í skýrslu ECRI lesum við að slík löggjöf sé í undirbúningi hjá íslenskum stjórnvöldum. Þá kemur fram í skýrslunni að lagafrumvarp um aðlögun innflytjenda sé í smíðum. Einnig að unnið sé að því að bæta reglur um hælisleitendur. Viss atriði valda ECRI þó áhyggjum: Ísland hefur enn ekki komið á fót sérhæfðu embætti sem hefur það hlutverk að sporna gegn kynþáttafordómum og áhyggjur eru af staðsetningu Fjölmenningarseturs en það er á Ísafirði Áhyggjur eru af því að fjölmiðlar tilgreini iðulega ríkisfang einstaklinga sem grunaðir eru um afbrot enda þótt það hafi enga þýðingu varðandi málið. Gagnrýnt er að á einni sjónvarpsstöð og á nokkrum vefsíðum tíðkist að hafa fjandsamleg ummæli um múslima. Vakin er athygli á því að múslimar hafi ekki fengið leyfi til að byggja mosku þó að umsókn um það hafi verið til meðferðar í yfir tólf ár.
Þrjú megin tilmæli ECRI eru: ECRI hvetur stjórnvöld eindregið til að ljúka gerð frumvarps til laga um bann við mismunun. Þá hvetur ECRI stjórnvöld eindregið til þess að veita samfélagi múslima leyfi til að byggja moskur svo þeir geti iðkað trú sína eins og þeir hafi rétt til samkvæmt 9. grein mannréttindasáttmála Evrópu og ECRI ítrekar fyrri tilmæli sín um að ákvæði verði tekið upp í hegningarlög sem mæli sérstaklega fyrir um að meta beri það til refsihækkunar ef kynþáttafordómar liggja að baki broti. Og skilgreiningin á Kynþáttafordómum: ,,kynþátta” fordómar eru það viððhorf að ,,kynþáttur”, hörundslitur, tungumál, trú, þjóðerni, ríkisfang eða uppruni réttlæti fyrirlitningu á manneskju eða hópum.” Og að gæsalappirnar eru vegna þess að óglöggt er hvort rétt sé að greina menn upp í kynþætti en félagslega og sálfræðilega og menningarlega eru þeir til staðar.“
Vil við þetta bæta að ég meinti auðvitað aðildarferli að ESB ekki aðlögunarferli að ESB, enda tvennt ólíkt – annað á sér stað í raunveruleikanum, hitt aðeins í huga sumra manna með vafasama hagsmuni sér að leiðarljósi, en játast verður að nær óstöðvandi áróðursmaskína þeirra virðist hafa náð að hafa áhrif á mitt eigið málfar. En ekki skoðanir (sem er reyndar vert að hafa í huga í sambandi við ECRI umræðuna)
Einnig biðst ég velvirðingar á innsláttarvillum og þess háttar og vona að textinn sé þó læsilegur þrátt fyrir það)
Uni. Góður pistill hjá þér. Nema, ég er ósammála þér með ESB. Ég held að það sé mesta lobbýið. Eitt vil ég minna á. Við megum ekki gleyma því að allt sem við látum frá okkur fara , munnlega eða á prenti, dæmist af innihaldinu. Og þá væntanlega af vitibornum manneskjum. Ég vil gagnrýna allt sem mér finnst gagnrýnivert, en ef ég lýg upp á einhvern skal ég taka út minn dóm.
Andstaða við og fyrirlitning á fyrirbærinu íslam eru ekki fordómar.
Fordómarnir gegn íslam eru fyrst og fremst þeir að líta á það sem góðan og gildan hlut sem ekki þarf að sýna andóf.