Þar sem of fáir sjá hið sögufræga og vel skrifaða blað Morgunblaðið set ég grein sem ég fékk birta þar einnig hér.
,,Innan Evrópuráðsins er nefnd ECRI (European Commision against Racism and Intolerance) sem aðildarrríki Evrópuráðsins settu á laggirnar fyrir miðjan tíunda áratug síðustu aldar í þeim tilgangi að halda vakandi baráttunni gegn kynþáttafordómum Nefndin byggir stefnumótun sína á Mannréttindasáttmála Evrópu, öðrum mannréttindasáttmálum og dómum Mannréttindadómstóls Evrópu sem aftur vitna stöðugt oftar í skýrslur ECRI. Allar álitsgerðir ECRI fara um ráðherranefnd Evrópuráðsins, hennar æðstu stofnu. Þar sitja utanríkisráðherrar landa eða staðgenglar þeirra. Í okkar tilfelli Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra í París.
Starf ECRI hefur einkum farið í þann farveg að gera úttekt stöðu mála í einstökum ríkjum. Þessar úttektir eru sambland af gagnaúrvinnslu, yfirferð á lögum og reglum og viðtölum við stjórnvöld og ekki síður viðtölum við mannréttindafólk þ.e. fólk sem sinnir mannréttindum óháð ríkisvaldi. Þannig komast stjórnvöld síður upp með fagurgala um ástand mála, löggjöf og framkvæmd laga.
Að sjálfsögðu hefur byggst upp innan nefndarinnar þekking á því hvað hefurf reynst vel. Reynt er að kynna fyrir ríkisstjórnum úrræði sem reynst hafa vel í öðrum ríkjum. Fjórða skýrslan um Ísland kom út í vikunni. Í henni má lesa hvað stjórnvöld sögðu um ástand mála og einnegin hvað mannréttindafólk hafði að segja. Thomas Hammerberg mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins var hér á ferð nýlega og hvatti Íslendinga að setja í lög bann við mismunun. Í skýrslu ECRI lesum við að slík löggjöf sé í undirbúningi hjá íslenskum stjórnvöldum. Þá kemur fram í skýrslunni að lagafrumvarp um aðlögun innflytjenda sé í smíðum. Einnig að unnið sé að því að bæta reglur um hælisleitendur. Viss atriði valda ECRI þó áhyggjum: Ísland hefur enn ekki komið á fót sérhæfðu embætti sem hefur það hlutverk að sporna gegn kynþáttafordómum og áhyggjur eru af staðsetningu Fjölmenningarseturs en það er á Ísafirði Áhyggjur eru af því að fjölmiðlar tilgreini iðulega ríkisfang einstaklinga sem grunaðir eru um afbrot enda þótt það hafi enga þýðingu varðandi málið. Gagnrýnt er að á einni sjónvarpsstöð og á nokkrum vefsíðum tíðkist að hafa fjandsamleg ummæli um múslima. Vakin er athygli á því að múslimar hafi ekki fengið leyfi til að byggja mosku þó að umsókn um það hafi verið til meðferðar í yfir tólf ár.
Þrjú megin tilmæli ECRI eru: ECRI hvetur stjórnvöld eindregið til að ljúka gerð frumvarps til laga um bann við mismunun. Þá hvetur ECRI stjórnvöld eindregið til þess að veita samfélagi múslima leyfi til að byggja moskur svo þeir geti iðkað trú sína eins og þeir hafi rétt til samkvæmt 9. grein mannréttindasáttmála Evrópu og ECRI ítrekar fyrri tilmæli sín um að ákvæði verði tekið upp í hegningarlög sem mæli sérstaklega fyrir um að meta beri það til refsihækkunar ef kynþáttafordómar liggja að baki broti. Og skilgreiningin á Kynþáttafordómum: ,,kynþátta” fordómar eru það viððhorf að ,,kynþáttur”, hörundslitur, tungumál, trú, þjóðerni, ríkisfang eða uppruni réttlæti fyrirlitningu á manneskju eða hópum.” Og að gæsalappirnar eru vegna þess að óglöggt er hvort rétt sé að greina menn upp í kynþætti en félagslega og sálfræðilega og menningarlega eru þeir til staðar.“
Þetta ákvæði þess efnis að það teljist til kynþáttafordóma að gagnrýna trúarbrögð er sett inn einungis til að vernda múslímum.
Þannig er það nefnilega í Evrópu að ekki má gagnrýna trúabrögð múslíma og brot þeirra gegn siðum og venjum þess lands sem þeir eru innflytjendur í.
T.d. má ekki gagnrýna viðhorf þeirra til kvenna, lýðræðis eða meðhöndlun þeirra á konum öðruvísi en að þeir beri fyrir sér að þetta sé samkvæmt þeirra trúarskoðunum og því megi þeir koma svona fram.
Aftur á móti eru kristnir sá hópur fólks sem sætir hvað mestum ofsóknum í heiminum.
Þessi ákvæði ná því ekki til ofsókna gegn kristnum annars staðar í heiminum t.d. í arabalöndum, víða í Afríka og Asíu.
Vísa enn og aftur til innleggs míns á bloggsíðu þína hér hinn 22. feb. sl. varðandi ofsóknir sem kristnar sæta og sem þú hefur ekki tekið efnislega afstöðu til:
taðreyndin er sú að kristnin er sú trú sem er hvað mest ofsótt hér í heiminum.
Allstaðar á kristnin í vök að verjast.
Fyrir innrásina í Írak árið 2003 voru um 1,8 mio. kristinna í þar í landi.
Nú í dag eru einungis um 300 þús. kristnir eftir í landinu, en þeir hafa orðið að flýja öfgasinnaða múslíma sem ofsækja þá.
Í Egyptalandi eru kristnir ofsóttir og kirkjur þeirra brenndar. Ráðist er á kristið fólk og það oft á tíðum drepið.
Það sama má segja um kristið fólk í Nígeríu, í Indónesíu og víðar í A-Asíu.
Þar eru kirkjur þeirra brenndar og kristið fólk verður fyrir árásum og er oft drepið í þeim löndum sem múslímar eru í meirihluta.
Og meira að segja í hina litla sæta og saklausa Íslandi á kristnin í vök að verjast.
Skrifa á kristni út úr nýrri stjórnarskrá.
Þar að auki hafa trúlausir og vinstrisinnaðir borgarfulltrúar í Reykjavík gert kristni útlæga úr skólum og stofnunum borgarinnar.
Aftur á móti hafa þessi sömu borgaryfirvöld tekið múslímum fagnandi og hafa úthlutað þeim lóð undir mosku á einum besta stað í borginni, nefnilega þar sem að hún blasir við fólki þegar það keyrir inn í borgina.
Ekki má heldur gleyma harða hríð samtaka eins og Vantrú að kristni hér á landi.
Baldur, finnst þér þetta í lagi að kristið fólk sé ofsótt á þennan máta í heiminum?
Ps. Ef þú ert ekki meðvitaður um þetta, kynntu þér skýrslur um þessi mál.
Þessi nefnd Evrópuráðsins er, þegar nánar er skoðað, sóun á tíma og pening.
Embættismenn kveða aldrei niður kynþáttahatur.
Ísafjörður er jafn góður staður fyrir hvaða stofnun sem er og 101 Reykjavík.
Það veður uppi fordóma- og áróðursstarfsemi gegn hinum ýmsu Kristnu söfnuðum hér á landi, jafnt skipulagðri (sbr. sértrúarhóp Vantrúar, Siðmennt etc.) sem og óskipulagðrar í formi einstaklingsframtaks á bloggsíðum (Eyjan er þar ekki undanskilin)
Enginn sæmilega raunsær maður (eða nefnd) telur að áróður eða valdboð frá stofnunum hins opinbera geti kveðið niður óæskilegar kenndir manna, né heldur að gagsnlaus stofnun geri eitthvað minna gagn á Ísafirði en hvar annarstaðar.
Kjökur um fordóma gegn múslimum er í besta falli vel meinandi meðvirkni, en í versta falli hræsni á háu stigi.
Vildi að Ísland hefði eitthvað betra að gera með sendiherra sína, tíma þeirra og fé almennings en að henda í þessa gagnslausu hít sem ECRI er.
Hannes minn: ég vinn við þetta. Sæll annars! Múslimar og gyðingar hafa innan evrópuráðsins verið skilgreindir sem ,,viðkvæmir“ hópar í Evrópu enda hafa þeir verið minnihlutahópur og mátt þola ofbeldi. Nú er hins vegar í vinnslu innan ECRI að skilgreina Kristna sem slíkan hóp. þeir eru víðar en áður orðinn minnihlutahópur og verða fyrir því sem minnihlutahópur verður fyrir ( víðar en ínTyrklandi og Albaníu sagt)
Uni! Árangur af starfi ECRI er áþreifanlegur! Ekkert rugl kallinn!