Mánudagur 27.02.2012 - 14:09 - Lokað fyrir ummæli

Lög sem banni mismunun!

Þar sem of fáir sjá hið sögufræga og vel skrifaða blað Morgunblaðið set ég grein sem ég fékk birta þar einnig hér.

,,Innan Evrópuráðsins er nefnd ECRI (European Commision against Racism and Intolerance) sem aðildarrríki Evrópuráðsins settu á laggirnar fyrir miðjan tíunda áratug síðustu aldar í þeim tilgangi að halda vakandi baráttunni gegn kynþáttafordómum Nefndin byggir stefnumótun sína á Mannréttindasáttmála Evrópu, öðrum mannréttindasáttmálum og dómum Mannréttindadómstóls Evrópu sem aftur vitna stöðugt oftar í skýrslur ECRI. Allar álitsgerðir ECRI fara um ráðherranefnd Evrópuráðsins, hennar æðstu stofnu. Þar sitja utanríkisráðherrar landa eða staðgenglar þeirra. Í okkar tilfelli Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra í París.

Starf ECRI hefur einkum farið í þann farveg að gera úttekt stöðu mála í einstökum ríkjum. Þessar úttektir eru sambland af gagnaúrvinnslu, yfirferð á lögum og reglum og viðtölum við stjórnvöld og ekki síður viðtölum við mannréttindafólk þ.e. fólk sem sinnir mannréttindum óháð ríkisvaldi. Þannig komast stjórnvöld síður upp með fagurgala um ástand mála, löggjöf og framkvæmd laga.

Að sjálfsögðu hefur byggst upp innan nefndarinnar þekking á því hvað hefurf reynst vel. Reynt er að kynna fyrir ríkisstjórnum úrræði sem reynst hafa vel í öðrum ríkjum. Fjórða skýrslan um Ísland kom út í vikunni. Í henni má lesa hvað stjórnvöld sögðu um ástand mála og einnegin hvað mannréttindafólk hafði að segja. Thomas Hammerberg mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins var hér á ferð nýlega og hvatti Íslendinga að setja í lög bann við mismunun. Í skýrslu ECRI lesum við að slík löggjöf sé í undirbúningi hjá íslenskum stjórnvöldum. Þá kemur fram í skýrslunni að lagafrumvarp um aðlögun innflytjenda sé í smíðum. Einnig að unnið sé að því að bæta reglur um hælisleitendur. Viss atriði valda ECRI þó áhyggjum: Ísland hefur enn ekki komið á fót sérhæfðu embætti sem hefur það hlutverk að sporna gegn kynþáttafordómum og áhyggjur eru af staðsetningu Fjölmenningarseturs en það er á Ísafirði Áhyggjur eru af því að fjölmiðlar tilgreini iðulega ríkisfang einstaklinga sem grunaðir eru um afbrot enda þótt það hafi enga þýðingu varðandi málið. Gagnrýnt er að á einni sjónvarpsstöð og á nokkrum vefsíðum tíðkist að hafa fjandsamleg ummæli um múslima. Vakin er athygli á því að múslimar hafi ekki fengið leyfi til að byggja mosku þó að umsókn um það hafi verið til meðferðar í yfir tólf ár.

 Þrjú megin tilmæli ECRI eru: ECRI hvetur stjórnvöld eindregið til að ljúka gerð frumvarps til laga um bann við mismunun. Þá hvetur ECRI stjórnvöld eindregið til þess að veita samfélagi múslima leyfi til að byggja moskur svo þeir geti iðkað trú sína eins og þeir hafi rétt til samkvæmt 9. grein mannréttindasáttmála Evrópu og ECRI ítrekar fyrri tilmæli sín um að ákvæði verði tekið upp í hegningarlög sem mæli sérstaklega fyrir um að meta beri það til refsihækkunar ef kynþáttafordómar liggja að baki broti. Og skilgreiningin á Kynþáttafordómum: ,,kynþátta” fordómar eru það viððhorf að ,,kynþáttur”, hörundslitur, tungumál, trú, þjóðerni, ríkisfang eða uppruni réttlæti fyrirlitningu á manneskju eða hópum.” Og að gæsalappirnar eru vegna þess að óglöggt er hvort rétt sé að greina menn upp í kynþætti en félagslega og sálfræðilega og menningarlega eru þeir til staðar.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • Uni Gíslason

    Baldur, það er merkingarlaus fullyrðing að halda því fram að árangur ECRI sé áþreifanlegur.

    Svo er ekki, enda árungur gegn fordómum ekki mældur í ritgerðum, könnunum eða embættismönnum.

    Jafnframt er kristalklárt að síðan þessi blessaða nefnd ECRI var stofnuð fyrir miðjum 10. áratug s.l. aldar hafa engin stórvirki verið unnin í þeim málefnum í ríkjum Evrópuráðsins sem hún þykist hafa á sinni könnu.

    Þá ekki vegna þess að þetta apparat hefur starfað í svo skamman tíma að nær óhugsandi sé að það hafi getað svo mikið sem hnökrað afstöðu almennings hvað varðar þessar óæskilegu kenndir, heldur vegna þess að ef ECRI hefði náð „áþreifanlegum árangri“ þá væri sú nefnd eða stofnun sú fyrsta í sögunni sem gæti státað af því.

    Það er sjálfsagt að berja hausnum við steininn að benda þér á þessa augljósu staðreynd, miðað við ómálefnalegt og yfirlætislegt svar þitt.

    En augljóslega hlýtur spurningin að liggja í loftinu: hvaða áþreifanlega árangur telur þú liggja eftir ECRI?

    Eftir að hafa lesið þær greinar þínar sem fjalla um ECRI, þá er hvergi snert á því. Aðeins áliti, niðurstöðum, könnunum og umsögnum. Allt nema áþreifanlegum árangri.

  • Baldur Kristjánsson

    ÁRANGUR ECRI hefur verið mældur. Honum sér stað í bættri löggjöf í aðildarríkjum, betri verlagsreglum, innleiðingu sáttmála. þá er orðin ein af stoðum mannrêttindadómstólsins.
    kynntu þér málin bara betur Uni. Mér hefur stundum fundistað þú vitir þínu viti . Nógir eru til að tala niður mannréttindasrarf þó þú bætist ekki í þann hóp ( nytsamra sakleysingja eins og var stundum sagt af öðru tilefni) kv.

  • Hannes I. Hallgrímsson

    En Baldur, veistu hverjir það eru sem veitast að gyðingum í Evrópu?

    Það eru engir aðrir en múslímar sem hata gyðinga.
    Þessi hópur fólks er sá hópur sem mest ofsækir gyðinga, en ekki hópar eins og ný-nazistar eða racistar.

  • Baldur Kristjánsson

    þetta er alt í riti ECRI um antisemitisma en ég var formaður þeirrar nefndzr sem setti það saman. þettavsem þú nefnir er alkunn staðreynd. kv. b

Höfundur