Nú virðist ekki ljóst hvort setja eigi 15 ára flóttamenn í fangelsi. Forstjóri Barnaverndarstofu telur það óásættanlegt. Auðvitað er það óásættanlegt. Hafi einhverjum embættismanni eða dômara dottið annað í hug þá er um að ræða óásættanlega heimsku.
Annars þurfa Íslendingar ekki að finna upp hjólið í þessum efnum. Evrópuþjóðir hafa í sameiningu komið sér saman um hvernig fara eigi með börn sem koma flýjandi. Í stuttu máli þá eigum við að fara með þau eins og við vildum að farið yrði með okkar börn í samskonar aðstæðum. Í skýrslum ECRI er að finna ráðleggingar í þessum efnum. Við eigum einfaldlega að fylgja þessum reglum.