Ef frétt sjónvarpsins um flóttabörnin sem dæmd voru í fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum skilrïkjum er rétt ættu Íslendingar að skammast sín. Um meðferð á flóttabörnum eru í gildi sáttmálar og íslensk stjórnvöld hafa fengið í hendur leiðbeiningar um meðferð slíkra mála þar sem aðstæður barnisins eru í forgrunni. Íslensk stjórnvöld hafa einnig, minnir mig, verið beðin um að fræða dómara betur um alþjóðleg viðmið í þessum efnum. Virðist ekki veita af. Að öðru leyti vísast til síðustu færslu minnar og Braga Guðbrandssyni skal hrósað fyrir það að andæfa þessum skandal.