Föstudagur 11.05.2012 - 14:04 - Lokað fyrir ummæli

Er Selfoss höfuðstaður Suðurlands?

Selfyssingar hyggjast segja sig úr Skólaskrifstofu Suðurlands, sameiginlegri skólaskrifstofu fjórðungsins staðsett á Selfossi.  

Undanfarna áratugi hefur Selfoss verið að byggjast upp sem höfuðstaður Suðurlands og notið þar miðlægrar staðsetningar sinnar. Þar eru flestar stofnanir sem þjóna öllum fjórðungnum svo sem sjúkrahús, lögregla, vegagerð já og samtök sveitarfélaga og skólaskrifstofa. Er þá fátt eitt talið. Þá er þar miðstöð verslunar og þjónustu fyrir fjórðunginn allann.  Selfoss og fólkið þar byggir tilveru sína mestanpart  á þessu höfuðstaðarmiðjuhlutverki sínu.

Það kemur því í besta falli undarlega fyrir sjónir að þeir treysta sér ekki til að vera með í skólamálum.  Á því sviði er einmitt þörf á samstöðu og forystu.  Segi Selfoss  sig frá þáttöku eru þeir í raun að  afsala sér forystuhlutverki sínu almennt talað því að enginn vill púkka upp á þann sem bara vill vera með þar sem hann sjálfur græðir.

En kannski hugsa þeir sig betur um.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur