Það er undarlegt að vitibornir þingmenn láti etja sér út í málþóf. Þeir sem tóku þátt í málþófinu tóku það að sér að verða andlit hins vonlausa Alþingis, andlit vondra vinnubragða, andlit þeirra sem eru úr takti við tímann. Málþófsandlit. Menn gera kannski sitthvað fyrir forystu flokka sinna með von um ávinning síðar en það er dýrkeypt að verða fyrir vikið andlit þess sem við viljum gjarnan losna við. Málþófsandlit. Þeir sem halda um spottana koma svo lítið nálægt slíku sem von er.