Kominn tími til að fækka ráðuneytum og endurskipuleggja innviði stjórnarráðsins. Svo einkennilega sem það hljómar þá þandist báknið út á tímum hægri stjórna. Nú bregður svo við að barist er af krafti gegn breytingum. Að hluta til er þetta sama fólkið og barðist gegn því að kvöldfréttir yrðu færðar til og móast gegn öllum breytingum en að hluta til harðsvíruð stjórnarandstaða sem leggst gegn öllu sem kemur frá ríkisstjórninni.