Miðvikudagur 23.05.2012 - 14:20 - Lokað fyrir ummæli

Skyggnst út fyrir skerið- fordómar gegn Roma fólki!

Vanvirtasti hópurinn meðal minnihluta í Evrópu er Róma fólkið.  Róma er stærsti minnihlutinn innan Evrópu og er á bilinu 10-12 miljón manns.  Sjálfir áætla þeir þó að þeir séu miklu fleiri.

Í nýjum rannsóknum sem kynntar eru á heimasíðu mannréttindaarms Evrópusambandsins (FRA Fundamental Rights Agency) og gerðar voru í ellefu Evrópusambandslöndum kemur í ljós að þriðjungur Roma er án atvinnu, fimmtungur er ekki með heilbrigðistryggingu og níu af hverjum tíu búa við lífskjör sem eru fyrir neðan fátæktarlínu eins og hún er ákvörðuð í hverju landi fyrir sig.

Það má segja að vandinn komi Íslendingum ekki beint við.  Síðast þegar hingað komu Rúmenskir Roma (Sígaunar) var þeim beint úr landi eins og hverjum öðrum skepnum.   Þeir voru þó bara að spila á hljóðfæri í miðborg Reykjavíkur.

Roma fólkið hefur ekki samlagast ríkjaskiptingu Evrópu.  Þetta er fólk landsins, fjölskyldunnar, ástarinnar, tónlistarinnar.  Auðvitað hafa margir Roma runnið inní mannhafið.  Aðrir ekki og þeir búa gjarnan við fátækt og vanvirðingu.  Evrópuráðið og Evrópusambandið hafa undanfarin ár leitað leiða til þess að drga úr þessum fordómum.  Montenegró hefur t.d. að ákveðnum tilmælum Evrópuráðsins lagt af búðir sem hýstu Roma og voru satt að segja ömurlegar.  Af sjálfu leiðir að börn sem alast upp við slík skilyrði eiga sér varla viðreisnarvon.

Og ekki dregur það úr fordómunum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur