Ég er mjög ósammála forseta í stjórnarskrármálum og raunar í mörgu. Í mínum huga væri það frábært ef við samþykktum fljótlega nýja stjórnarskrá. Þau drög sem liggja frammi eru góður efniviður og standast að mínu viti alveg samanburð við nýlegar stjórnarskrár í Evrópu en undirritaður hefur hliðarstarfs síns vegna verið svolítið með nefið oní þeim. Þar er ég fyrst og fremst að hugsa um mannréttindakaflann. Þá er lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina í bráð og lengd að ná inn þeim auðlindaákvæðum sem eru í uppkastinu.
En viðbrögð manna við skoðanagleði forsetans eru að mínu viti röng. Það er reynt að þagga niður í honum. En hann má tala. Það er af hinu góða. Hann á að tala. Fólk á að hafa skoðun. Fólk á að tala. Ekki alltaf þetta rugl um það hver má tala og hver ekki. Menn ráðast að þeim sem þeir eru ósammála með fíflagangi og frekju og þykjast bestir þegar þeir komast að því að hann mætti/ætti ekki að tala. Þannig hefur verið þaggað niður í forsetum, prestum, skólastjórum. Að þegja hefur verið kennt við sættir, sameiningu, samsstöðu, frið, kyrrð. Afleiðingin er sú að þeir einir tala á Íslandi sem hafa beina hagsmuni af því að tala, stjórmnmálamenn, og það er kölluð pólitík.
Almenningur hefur yfirleitt þagað. Íslenskur almenningur þorir ekki að hafa aðra skoðun en þá sem er ríkjandi, skoðun valdsins enda eru aðrir jarðaðir meira og minna opinskátt. Yfirleitt þeim lyft sem hafa þagað því að það er almennilegt fólk, óumdeilt sómafólk en ekki umdeildir einstaklingar,
Vonandi hefur forsetinn sem mest að segja. Aðrir tala vonandi á móti honum og mér sýnist Björg Thorarensen alveg fullfær um það. En það er í umræðunni sem þróunin verður og forsetar, prestar. skólastjórar, smiðir, sjómenn, rithöfundar, hjúkrunarfræðingar, bændur, kennarar eiga að taka þátt í henni opinskátt og púa á þá sem reyna að þagga niður í öðrum. Og það eru ekki síst vinstri menn sem eiga að dásama umræðuna og skoðanagleðina því að valdið hatar umræðuna og valdið liggur nú ekki vinstra megin.
Það er svo lítið vald sem liggur þar að menn hálfpartinn fyrirverða sig fyrir það að vera í ríkisstjórn og ein besta ríkisstjórn lýðveldisins, ríkisstjórnin sem er að ná okkur upp úr kreppunni á mettíma á formælendur fáa og fulltrúar þeirra flokka sem skelltu okkur flötum fyrir fjórum árum horfa glaðhlakkalegir fram til næstu kosninga.
Varaðandi það þegar forsetinn tjáir skoðanir sínar og því miður of oft hrein ósannindi sem samt eru sett fram sem forskrift að skoðunum fyrir almenning, þá er til þess að líta að ekkert jafn gitl mótvægi er til að svara honum. Hann tjáir sig einn þar sem enginn getur kvatt sér hljóðs og enginn svarar honum af sama stalli, hann hefur stöðu og stall til að tala frá sem enginn annar hefur. Það er hekdur enginn sem getur svarað einræðum hans við setningu Alþingis, um áramót í sjónvarpi, 17. júni eða við fjölmörg önnur tækifæri þar sem hann einn talar og enginn svarar.
Það er hrein misnotkun á embættin og stalli þess.
Það er vart ofmælt að ólíkum augum líta menn lífsnauðsynjarnar, en hverjir aðrir en fullkomlega pólitískt lesblindir menn á borð við Baldur Kristjánsson trúa því að ný stjórnarskrá sé hjálpræði Íslands? Í eina tíð mændi Baldur uppeftir forseta vorum, frá hvirfli til ilja, í fullkomnu virðingarskyni, þegar hann sat þægur og auðmjúkur við skör meistara síns í kennslustundum við Háskóla Íslands. Maður spyr sig hvað hafi eiginlega farið úrskeiðis?
Þakka góðan pistil og þarfan. Já menn eiga að hafa skoðun og menn eiga að eiga skýlausan rétt á að hafa skoðun. Engin öfl í landinu mega komast upp með það í krafti illa feginna valda að þagga niður í. Við áttum lýðræði og megum ekki missa það.