Færslur fyrir ágúst, 2011

Miðvikudagur 31.08 2011 - 07:03

Ekki lánað til námsmanna erlendis

Ung íslensk kona hefur búið og starfað í Noregi í tvö ár.  Samhliða hefur hún ítrekað sótt um skólavist í draumaskólann sinn.  Í haust fékk hún loksins draum sinn uppfylltan, með jákvæðum svari um skólavist. Starfinu var sagt upp og næsta skref var að sækja um námslán til LÍN. Þar brá henni harkalega í brún […]

Þriðjudagur 30.08 2011 - 09:41

Að tala niður Ísland

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ákvað fyrir nokkrum dögum að fara í megrun og borða kolvetnissnautt íslenskt fæði. Íslenski bloggheimurinn froðufelldi en fagnaði um leið tækifærinu.  Áður hafði aðeins verið hægt að skrifa um ættjarðarlög og íslenska fánann á flokksþingi Framsóknarmanna  en núna, loksins, var komin staðfesting á þjóðernishyggju formannsins. Hann taldi mat framleiddan á […]

Laugardagur 27.08 2011 - 13:54

Heimilin í fyrirrúmi

Það er kallað eftir nýrri húsnæðisstefnu á Íslandi.  Húsnæðisstefnu sem tryggir fólki öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum.  Húsnæðisstefnu þar sem fólk hefur raunverulegt val um að leigja eða kaupa búseturétt eða séreign. Húsnæðisstefnu sem gerir ungu fólki kleift að búa í öruggu og ódýru húsnæði. Við þurfum þó ekki sífellt að finna upp hjólið. Nágrannalönd […]

Þriðjudagur 23.08 2011 - 11:31

Guðmundur farinn

Guðmundur Steingrímsson hefur, ásamt nokkrum  flokksmönnum, ákveðið að yfirgefa Framsóknarflokkinn.  Óska ég þeim góðs gengis á nýjum vettvangi og þakka samstarfið. Þeir vita að ég hefði óskað að til þessa hefði ekki komið, en ákvörðunin er þeirra og hana ber að virða. Þeir tilgreina sérstaklega stefnu flokksins í Evrópusambandsmálum og forystuna. Æðsta lýðræðisstofnun Framsóknarflokksins er […]

Föstudagur 19.08 2011 - 13:00

Hver á bílinn minn?

„Samkvæmt dómi Hæstaréttar er kaupleiga eins og hver önnur lántaka. Í stað þess að skilgreina lánið sem lán er búinn til lagatæknilegur orðhengill um kaupleigu til að falsa bókhaldið.“ Þetta skrifaði Jónas Kristjánsson nýlega á blogginu sínu. Hvers vegna eru þá ökutækin sem lánað var til enn skráð á fjármögnunarfyrirtækin hjá Ökutækjaskrá? Í kjölfar gengisdóma […]

Föstudagur 19.08 2011 - 09:17

Í minningu Unnar

Löngu áður en ég kynntist Unni Stefánsdóttur var nafnið Unnur sérstakt í mínum huga. Ein sterkasta sögupersóna Íslendingasagnanna var Unnur djúpúðga sem nam öll Dalalönd í Breiðafirði.  Á ýmsu gekk áður en hún lagði af stað til Íslands.  Í Laxdælu segir: „Þykjast menn varla dæmi til vita að einn kvenmaður hafi komist í brott úr […]

Þriðjudagur 16.08 2011 - 18:29

Skortir lagastoð fyrir verðtryggingunni?

Umboðsmaður Alþingis hefur kallað eftir gögnum frá Seðlabanka Íslands um hvort verðtrygging hafi verið reiknuð í samræmi við lög. Verðtryggingu var komið á með Ólafslögunum.  Í 34. gr. laganna segir: „Stefna skal að því að verðtryggja sparifé landsmanna og almannasjóða. Í því skyni er heimilt, eins og nánar greinir í þessum kafla, að mynda sparifjárreikninga […]

Sunnudagur 14.08 2011 - 13:01

Fjárfestingarsjóður Steingríms

Á síðustu misserum hefur staðið yfir ein mesta umbylting á íslenskum fjármálamarkaði sem sögur fara af. Ríkissjóður hefur varið tugum, ef ekki hundruðum milljarða í að endurreisa fjármálafyrirtæki hingað og þangað um landið og jafnframt hafa gríðarlegir eignir ríkissjóðs verið seldir einkaaðilum. Engin þessara viðskipta hafa komið til formlegrar umfjöllunar á Alþingi fyrr en eftir […]

Þriðjudagur 09.08 2011 - 15:38

Samvinnu um Suðurnes

Samstarfshópur á vegum Velferðarráðuneytisins um málefni Suðurnesja skilaði af sér áfangaskýrslu nýlega. Þar eru helstu niðurstöður eftirfarandi: Hlutfall atvinnuleysis er langhæst á Suðurnesjum eða 14,5% en er 8,6% á landsvísu. Af þeim sem eru í atvinnuleit á Suðurnesjum eru einungis 69% með grunnskólapróf en á landsvísu er hlutfallið 52%. Á Suðurnesjum skila 90% grunnskólanema sér […]

Mánudagur 08.08 2011 - 12:04

Fór ég öfugu megin fram úr?

Ég las blöðin og bloggið með hafragrautnum í morgun.  Eftir að hafa lesið leiðara Ólafs Stephensen í Fréttablaðinu um væntanlega einkavæðingu ríkisbankanna datt ég inn í blogg Björns Vals Gíslasonar um viðbrögð Eiríks Bergmanns við umræðu um frumvarp stjórnlagaráðs. Ég er alla jafna ósammála þessum tveimur mönnum, – en nú sat ég og kinkaði kolli […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur