Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 05.10 2011 - 07:39

Opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar

Efnahags- og viðskiptanefnd verður með opinn fund kl. 9.30 með efnahags- og viðskiptaráðherra um áherslumál ráðherrans í vetur. Vonandi verður þar fjörleg umræða um bankana, peningastefnu, gjaldeyrishöft, afskriftir lána og síðast en ekki síst verðtrygginguna! Verður í beinni útsendingu á vef Alþingis.

Þriðjudagur 04.10 2011 - 12:40

Birtum afskriftir

Mikil tortryggni ríkir í samfélaginu um starfsemi fjármálastofnana, afskriftir og niðurfærslur lána.  Öll þekkjum við hvernig sögur og orðrómar geta verið magnaðri en raunveruleikinn sjálfur. Því tel ég að birta eigi upplýsingar um hverjir hafa fengið afskriftir. Þess vegna hyggst ég endurflytja frumvarp mitt um birtingu afskrifta. Frumvarpið leggur til að skattkerfið verði nýtt til […]

Mánudagur 03.10 2011 - 13:19

Kynjuð nefndaskipan

Alþingi skipaði upp á nýtt í fastanefndir og alþjóðanefndir Alþingis á laugardaginn. Eftir að forseti hafði lesið upp nefndarmenn í einstökum nefndum lá fyrir að Alþing hefur enn á ný náð að skipta kynjum bróðurlega á milli nefnda. Þær nefndir sem fara með fjár-, atvinnu- og utanríkismál eru skipaðar körlum að mestu, á meðan konur […]

Sunnudagur 02.10 2011 - 14:20

Raunverulega framtíðarsýn, takk

Þegar Franklin D. Roosevelt tók við embætti forseta Bandaríkjanna árið 1932 flutti hann eina mögnuðustu ræðu sem ég hef lesið. Þar sagði hann meðal annars: „… we face our common difficulties. They concern, thank God, only material things….Yet our distress comes from no failure of substance. … Primarily this is because the rulers of the […]

Sunnudagur 02.10 2011 - 09:42

Vinna, – ekki niðurskurður

Árið 2003 fór Framsóknarflokkurinn fram undir slagorðinu vinna, vöxtur, velferð.  Í mínum huga hefur þetta alltaf verið kjarni framsóknarstefnunnar, – og sýn okkar á hvernig við getum sem best tryggt hag þjóðarinnar. Þess vegna tölum við af ástríðu um lækkun skulda.  Íslensk heimili eru að drukkna í skuldum.  Þegar fólk er að drukkna í skuldum […]

Föstudagur 30.09 2011 - 09:15

Samningsplan Lilju og Ólínu?

Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir hafa lagt fram tillögur um breytingar á kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og boðist til að taka verkefnið að sér. Frumvarpið væri gallað og tími kominn til að hvíla Jón aðeins… Hvað vilja vestfirsku valkyrjurnar svo gera? Þær leggja upp með sömu tímalengd varðandi nýtingarsamningana og eldra frumvarpið, sem hefur verið einn […]

Fimmtudagur 29.09 2011 - 08:43

Að lesa

Ný könnun sýnir að fjórðungur 15 ára drengja í grunnskólum Reykjavíkur skilur ekki það sem þeir lesa.  Þeir geta stafað og lesið orðin, en þeir skilja ekki samhengi orðanna.  Hlutfall stúlkna er töluvert lægra, eða um 9%. Fyrir stuttu rakst ég á frétt frá Noregi þar sem áætlað var að um 300 000 Norðmenn væru […]

Miðvikudagur 28.09 2011 - 17:31

Þeim er sama

Fólk mótmælir víða um heim. Mótmælin beinast gegn skuldum, atvinnuleysi, niðurskurði og spillingu, Það sem sameinar mótmælendur er skortur á trú og trausti á hefðbundin stjórnmál. Sannfæringin um að stjórnmálamönnum sé í raun sama um umbjóðendur sína. Hér á landi höfum við séð mikla grósku í grasrótarhreyfingum, – á meðan fólk talar um hefðbundna stjórnmálaflokka […]

Þriðjudagur 27.09 2011 - 10:32

Hjörð vitleysingja?

Óánægja með störf stjórnmálamanna er mikil. Í síðustu könnun Fréttablaðsins vildi helmingur aðspurðra ekki svara til um afstöðu sína til stjórnmálaflokka. Í nýrri könnun MMR kom fram að 13% væru ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar en aðeins um 7% með störf stjórnarandstöðunnar. Í annarri könnun MMR hefur einnig komið fram að stór hluti kjósenda hyggist kjósa […]

Mánudagur 26.09 2011 - 10:50

Útlenska eða íslenska fjárfesta?

Afstaða Íslendinga til erlendrar fjárfestingar er mér ofarlega í huga eftir að ég kom aftur úr heimsókn til Azerbaijan í tilefni 20 ára afmælis sjálfstæðis landsins. Þegar landið fékk sjálfstæði var nær nær helmingur þjóðarinnar undir fátækra mörkum og erfiðleikarnir miklir. Árið 1994 tóku þeir ákvörðun um að gera samning við nokkur af stærstu olíufyrirtækjum […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur