Nú stendur fjöldi fólks frammi fyrir stórri ákvörðun, um hvað það á að gera við gengistryggða lánið sitt. Dómar Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingarinnar og afnám samningsvaxtanna, og lög efnahags- og viðskiptaráðherra um endurútreikning lána hafa aðeins að litlu leyti skýrt stöðuna og komið til móts við kröfur um réttlæti og sanngirni. Við samþykkt laga um endurútreikninga lána fyrir síðustu […]
Í skýrslu Seðlabankans Peningastefna eftir höft kemur fram að ríki með stór bankakerfi komu verr út úr fjármálakreppunni, efnahagssamdrátturinn varð dýpri og meiri hætta var á kerfislægri banka- og gjaldeyriskreppu. Þegar bankar verða of stórir getur skapast mikill freistnivandi (e. moral hazard). Bankarnir taka ekki tillit til hagsmuna samfélagsins, né þeirra neikvæðu áhrifa sem hegðun […]
Ítrekað heyrist frá stuðningsmönnum aðildar Evrópusambandsins að eina leiðin til að ná tökum á peningamálum landsins sé upptaka evru, og þar með aðild að Evrópusambandinu. Það sé einnig eina leiðin til að afnema verðtryggingu, lækka fjármagnskostnað og ná stöðugleika í íslensku efnahagslífi Reynsla hinna ýmsu ESB landa sannar að lykilatriðið er ekki hvaða mynt er […]
Ég er að skoða svör sem Tryggvi Þór Herbertsson fékk um viðmælendur í frétta- og þjóðlífsþáttum RÚV út frá kynjahlutföllum árið 2010. Ég er eiginlega mjög hugsi yfir niðurstöðum útreikninganna, sem eru mínir. Það sem kemur á óvart er að Silfur Egils er eini þátturinn þar sem þingkonur og þingkarlar komu jafn oft fram. Þetta […]
Alþingi vinnur núna að tillögu velferðarráðherra um jafnréttisáætlun til fjögurra ára. Jafnrétti er því búið að vera töluvert ofarlega í umræðunni innan nefnda þingsins síðustu daga. Þar er talað um að draga úr kynbundnum launamun, hvað jafnréttisfulltrúar ráðuneytanna eiga að gera, rannsóknir á kynbundnum launamun á landsbyggðinni sem og í sjávarútvegi og landbúnaði, styrkveitingum til […]
Á blaðamannafundinum á Bessastöðum fékk forsetinn spurningu um hvort að hann væri ekki að vega að þingræðinu með því að vísa Icesave samningnum í annað sinn til þjóðarinnar. Undir það tók svo Oddný G. Harðardóttir, formaður fjárlaganefndar, í utandagskrárumræðu um Icesave í gær í þinginu. Ég get tekið undir það að forsetinn hefur markað ný spor í […]
Flestir virðast telja að val kjósenda muni standa á milli núverandi samnings og hinnar svokölluðu dómstólaleiðar í Icesave málinu. Litlar upplýsingar hafa komið fram um hina svokölluðu dómstólaleið og er því athyglisvert að sjá að stuðningur við núverandi samning skuli ekki vera meiri en 57,7% skv. nýjustu MMR könnuninni. Gísli Tryggvason velti nýlega fyrir sér […]
Forsetinn hefur vísað Icesave samningnum til þjóðarinnar, til staðfestingar eður ei. Nú skiptir öllu að þjóðin fái að kynna sér málið niður í kjölinn, kosti þess og galla að staðfesta ríkisábyrgðina og taki svo upplýsta ákvörðun í framhaldinu. Lýðræði virkar ekki án upplýsinga. Því leggur samvinnuhugsjónin mikla áherslu á menntun og þekkingu samhliða einn maður […]
Í Kastljósi kvöldsins lét Oddný G. Harðardóttir, formaður fjárlaganefndar þau orð falla að hún teldi ekki að fjárlög, lánasamningar og milliríkjasamningar ættu að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég hváði, spólaði og hlustaði aftur, – og fékk staðfest að ég hafði heyrt rétt. Milliríkjasamningar ættu ekki að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þýðir þetta þá að það á ekki […]
Í fréttatilkynningu frá Nýja Landsbankanum (NBI) er því haldið fram ég fari með rangt mál um stöðu og framtíðarhorfur bankans. Því hafna ég alfarið. Á fundi viðskiptanefndar 14. febrúar kom fram að óvissa ríkir um raunvirði eigna bankans, þ.e.a.s. hversu stór hluti þeirra sé í íslenskum krónum eða erlendum myntum. Á sínum tíma var NBI […]