Hver hefur ekki séð auglýsingar í fjölmiðlum frá lögreglunni um týnd ungmenni? Fátt er alvarlegra eða erfiðara en þegar barn týnist. Alvarleikinn endurspeglast ekki hvað síst í að þrjú ungmenni í hópi þeirra sem struku létust árið 2014. Margvíslegar ástæður geta verið fyrir því að barn strýkur, en þær algengustu eru heimilisaðstæður, vímuefnaneysla eða erfiðleikar […]
Mikil umræða hefur verið um málefni Barnaverndarstofu og Háholts í fjölmiðlum síðustu daga. Þessi tímalína er tekin saman þar sem misvísandi upplýsingar hafa komið fram um ákvarðanir er tengjast tímabundnum samningi Barnaverndarstofu og Háholts. 16. nóvember 2012 Fundur Barnaverndarstofu (BVS) og Velferðarráðuneytisins (VEL). Rætt er um Háholt. Ráðherra óskar eftir skýrslu frá BVS um þróun, […]
Í nýlegri könnun Help Age International er lagt mat á félagslega og efnahagslega velferð eldri borgara í 96 löndum. Ísland er í sjöunda sæti á listanum. Það kann hins vegar að koma á óvart að helsti munurinn á okkur og Noregi sem vermir fyrsta sætið er ekki efnahagslegar aðstæður aldraðra eða heilbrigði þeirra, heldur menntunarstig […]
(Ræða flutt á Alþingi 20.9.2010). Virðulegi forseti. Ég fæ að vitna hér, með leyfi forseta: „Hrun íslensku bankanna í byrjun október olli einstaklingum hér og erlendis miklu fjárhagslegu tjóni með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir allt samfélagið, menntun og menningu, jafnt sem atvinnu og athafnalíf. Hið himinhrópandi ranglæti sem er afleiðing af hruni fjármálakerfisins er það að […]
Ég las nýlega grein um Carole Hobson, 58 ára bresk kona sem átti von á tvíburum, -eftir tæknifrjóvgun með gjafaegg og gjafasæði. Hún hafði farið nokkrum sinnum í gegnum tæknifrjóvgun á Bretlandi og Kýpur, en fór að lokum til Indlands eftir að hún var orðin of gömul skv. breskum lögum. Tvíburarnir fæddust heilbrigðir. Síðasta vetur […]
Óvissan um gengistryggð lán er enn þá til staðar, líkt og ég hef farið í gegnum í fyrri pistli. Niðurstaða Hæstaréttar hefur létt byrðina fyrir suma, en fyrir aðra hefur staðan versnað umtalsvert. Jafnvel hjá þeim hafa borgað mest. Snemma var tekin ákvörðun um að vísa þeim sem væru ósáttir inn í dómskerfið. Vandinn er að margir þeirra sem […]
Samvinnustefnan byggir á þremur lykilstoðum. Að fólk geti náð meiri árangri með því að vinna saman en sem einstaklingar. Að eina leiðin til tryggja sanngirni í samfélaginu sé að dreifa valdi, án tillits til auðs, stéttar, kyns eða hörundslitar. Að unnið sé að því að hvetja til reksturs samvinnu félaga og annarra sameignar félaga sem […]
Á götum úti heyrist kallað eftir nýrri hugsun og nýjum hugmyndum fyrir nýtt Ísland. Vinstri grænir segja að best sé að gera ekki neitt, á meðan Samfylkingin telur að Evrópusambandið leysi öll heimsins vandamál. Sjálfstæðisflokkurinn neitar að gera upp við frjálshyggjuna og skilur ekki hvað hugtakið að axla ábyrgð þýðir og Frjálslyndi flokkurinn veit ekki […]
Íslenskur almenningur situr nú í brunarústum óhefts kapítalisma. Hin ósýnilega hönd hins frjálsa markaðar var eftir allt saman ekkert ósýnileg, hún var hreinlega ekki til. Sýnin um að sífellt væri hægt að stækka kökuna með því að ýta undir græðgi einstaklinganna reyndist vera draumsýn, fals eitt þar sem engin raunveruleg verðmæti voru sköpuð. Óheftur kapítalismi […]
Fyrr í vetur fjallaði menntamálanefnd Alþingis um skýrslu Ríkisendurskoðunar um menntaskólann Hraðbraut. Í skýrslunni gerði ríkisendurskoðandi athugasemdir við rekstur skólans, ofgreiðslur frá ríkinu og arð sem eigendur skólans höfðu greitt sér út. Menntamálanefnd tók undir þessar athugasemdir og í framhaldinu ákvað menntamálaráðherra að rifta samningum við skólann. Í bandaríska þinginu eru menn einnig að skoða rekstur […]