Færslur fyrir flokkinn ‘Líkamsvirðing’

Þriðjudagur 11.05 2010 - 12:29

Hugleiðingar um þyngd

Í síðustu viku fóru sjálfboðaliðar á vegum Megrunarlausa dagsins á stúfana og buðu fólki að stíga á vigt sem sýndi jákvæð lýsingarorð í staðinn fyrir kílóatölur. Hugmyndin var að rjúfa þann neikvæða vítahring þar sem fólk notar vigtina sem allsherjar dómara og leyfir henni að ráða því hvort það sé ánægt með sjálft sig og […]

Laugardagur 16.01 2010 - 15:00

Pjattrófur

Pjattrófurnar hvetja konur til líkamsvirðingar í síðustu bloggfærslu sinni. Gott hjá þeim! Sífellt fleiri augu eru að opnast fyrir því að löngunin til að líta vel út, vera heilbrigð og lifa góðu lífi hangir ekki á þröngri staðalímynd, heldur geta allir gert það besta úr því sem þeir hafa. Því fyrr sem við áttum okkur á þessu […]

Miðvikudagur 23.12 2009 - 12:01

Jólabækurnar í ár

Fyrir þau ykkar sem viljið glöggva ykkur betur á hugmyndaheimi og fræðum líkamsvirðingar, þá fer hér á eftir listi yfir nokkrar frábærar bækur, sem hægt er að panta sér á netinu á aðeins örfáum mínútum… Gleðileg jól! Wake Up – I’m Fat! er alveg stórkostlega skemmtileg ævisaga leikkonunnar Camryn Manheim, sem margir ættu að kannast […]

Þriðjudagur 03.11 2009 - 15:30

Líkamsmyndar eiðurinn

Ég heiti því að tala fallega um líkama minn. Ég lofa að tala ekki um stærð læra minna, rassins eða magans, eða um það að ég verði að missa 5 eða 10 eða 20 kíló. Ég lofa því að kalla sjálfa (n) mig ekki feitt svín, ógeðslega (n) eða neinum öðrum sjálfsfyrirlítandi, niðurrífandi nöfnum. Ég […]

Þriðjudagur 13.10 2009 - 18:51

Líkamsvirðing í L.A.

Nokkrar greinar úr L.A. Times sem eru greinilega að herma eftir Newsweek. Ekkert nema gott um það að segja: Seeking fat acceptance Diets? Not for these folks Do extra pounds always equal extra risk?

Laugardagur 10.10 2009 - 09:08

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er í dag. Af því tilefni er rétt að leiða hugann að líkamsmyndinni og þýðingu hennar fyrir geðheilbrigði. Við búum í umhverfi sem gerir margt til þess að brjóta niður heilbrigða líkamsmynd. Þetta hefur að vonum slæm áhrif á geðheilsu, en rannsóknir sýna að slæm líkamsmynd tengist vanda á borð við átraskanir, útlitsröskun, þunglyndi og félagskvíða. Það skiptir máli fyrir góða geðheilsu […]

Föstudagur 02.10 2009 - 17:06

Meiri glamúr

Framhaldsfrásögn í Glamour eftir fjaðrafokið sem Lizzie Miller olli í síðasta mánuði: http://www.glamour.com/health-fitness/2009/10/these-bodies-are-beautiful-at-every-size

Föstudagur 25.09 2009 - 20:44

Um snakk og staðalmyndir

Það er rétt að árétta aðeins hvað hugtökin líkamsvirðing og heilsa óháð holdafari standa fyrir. Ég er oft sökuð um að hvetja til óheilbrigðra lifnaðarhátta, og þá sérstaklega til þess að fólk fái sér hamborgara og snakk. Þetta kemur mér alltaf spánskt fyrir sjónir því ég held að ég hafi aldrei á ævi minni hvatt neinn […]

Mánudagur 14.09 2009 - 10:52

Feitt þema

Newsweek er greinilega með feitt þema þessa stundina. Hér er myndasafn sem var sett saman í kjölfar þess að fjöldi lesenda, sótrauðir af bræði yfir jákvæðri umfjöllum um feitt fólk, krafðist þess að sjá dæmi um að minnsta kosti eina feita manneskju sem lifir heilbrigðu lífi. Vesgú.  Endilega kíkið líka á meðfylgjandi grein.

Miðvikudagur 26.08 2009 - 17:22

Áfram Lizzie Miller!

Glamour girl Sjónvarpsviðtal við Lizzie og ritstjóra Glamour sem lofar því að tímarnir séu að breytast. Spennandi…

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com