Föstudagur 28.10.2016 - 17:29 - FB ummæli ()

Miklir ágallar á fyrirhuguðu sjúkraþyrluflugi við Hringbraut

 

14502769_10202439728872067_8673767459053633745_n

Ásbjörn Jónsson verkefnastjóri hjá NLSH og Böðvar Tómasson verkfræðingur hjá Eflu og frá SPÍTAL hópnum voru til viðtals í framhaldi af viðtali við mig fyrir helgi um þyrlumálin við Nýjan Landspítala við Hringbraut, Í bítinu á Bylgjunni.

Þar kom fram samkv. tölum sem þeir vitnuðu í varðandi lendingar í Fossvogi, að þær séu um 60 á ári og breytir ekki þeirri staðreynd að suma daga geta þær verið nokkrar á dag. Mikil aukning er á sjúkraflugi utan að landi sl. ár og sem nálgast nú um 1000 á ári. Þyrlusjúkraflugin ein og sér nálgast 300 og með stöðugt auknum ferðamannastraumi má reikna með að sjúkraþyrluflugin á háskólasjúkrahúsið og eina hátæknibráðamóttöku landsins verði daglegur viðburður. Eins kom fram hjá félögunum í verkefnastjórn NLSH og SPÍTAL hópnum, að þyrlupallurinn á Nýjum Landspítala væri hannaður á sem algjör neyðarpallur og sem erfitt getur verið að skilgreina í neyðarflutningum eftir slys og í alvarlegum veikindum. Eins að pallurinn er aðeins ætlaður fyrir stórar og aflmiklar þyrlur vegna slæmra aðflugsskilyrða, þyrlur í svokölluðum afkastagetuflokki I (þyrlur sem geta haldið sér á lofti til nærliggjandi lendingarstaðar ef einn mótor af 2-3 mótorum bilar, svo sem herþyrlur) og sem Puma-þyrla LHG t.d. uppfyllir aðeins við bestu skilyrði (tóm og í góðu veðri). Það kom eins fram í máli þeirra að þótt fljúga þurfi yfir íbúabyggð, a.m.k. nýja íbúabyggð sem er verið að reisa  nú á Valslóðinni og við Hlíðarenda, að þá sé reiknað með Reykjavíkurflugvelli sem aðal aðflugs-fráflugsbraut þyrluflugsins.

Flestar þjóðir treysta í auknum mæli hins vegar á léttari þyrlur við sjúrkaflutninga af landi og nota þá gjarnan stærri palla eða velli sem taka jafnvel 3 þyrlur (svokölluð „heleport“). Helst á jörðu niðri á vel opnum svæðum. Þegar er farið að ræða sjúkraflutninga með slíkum léttari og ódýrari þyrlum á Suðurlandi í dag. Vaxandi slysatíðni með auknum ferðamannastraum og slæmt vegakerfi, ásamt slæmu umferðaaðgengi gengum borgina, og miklu álagi á sjúkraflutninga langar leiðir með sjúkrabílum gera þessa þyrluflutninga mikið mikilvægari en verið hefur.

Mikill ferðamannastraumur út á land kallar á góðar samgöngur, bæði á landi sem úr lofti og sem mikið hefur verið í fréttum. Í helmingi alvarlegra slysa og dauðsfalla af þeirra völdum koma útlendingar við sögu og aukning á slysatíðninni hefur verið um 20% á milli ára. Nú hugsum við í vaxandi mæli um slys tengd hópferðabifreiðum að sumri og ekki síður vetri og sem almannavarnir og björgunarsveitir landsins hafa hvað mestar áhyggjur af. Oft hugsum við hins vegar ekki um réttu endana á heilbrigðisvandamálum kerfisins, heldur aðeins um fullkomna Háskólasjúkrahúsið okkar og aðal bráðasjúkrahús landsins sem Alþingi vill endilega hafa einangrað hjá Háskólanum í Vatnsmýrinni. Þar sem þegar er búið að loka neyðarbrautinni fyrir m.a. sjúkraflug og aðstaða fyrir þyrlulendingar við spítalann verða en verri og í raun ófullnægjandi öryggisins vegna í framtíðinni og sem aðeins verða leyfðar í svokölluðum  „neyðartilvikum“ og fram kom í gær í viðtali við skipulagshönnuði spítalans. Eins eru fyrirséðar enn meiri aðgangshindranir með sjúkrabílum gegnum hana Reykjavík vegna umferðaöngþveitis á annatímum. Er okkur lífsins ómögulegt að skipuleggja neyðarmálin vitrænt í báða enda og jafnvel nú þegar heilbrigðismálin eru í forgangi?

http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP49528

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Þriðjudagur 25.10.2016 - 00:14 - FB ummæli ()

Jæja, ættum við ekki að kjósa um vel staðsettan þjóðarspítala og örugga sjúkraflutinga?

14502769_10202439728872067_8673767459053633745_nÉg er sérstaklega gáttaður á viðhorfi flestra stjórnmálaflokka, allra nema Framsóknarflokks í dag og Pírata vonandi á morgun, fyrir því augljósasta af öllu varðandi byggingaframkvæmdir nú á Nýjum Landspítala við Hringbraut. Að vilja ekki tryggt öryggisplan B við móttöku sjúkraflutninga utan af landi, landleiðina eða með sjúkraflugi. Hvorki þarna né öðrum rökum Samtaka um betri spítala á besta stað (SBSBS) hafa stjórnvöld viljað ræða og RÚV, ríkisfjölmiðilinn, þögull sem gröfin. Lokun neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar er staðreynd og þegar byrjað að byggja við NA brautarendann, á gömlu Valslóðinni. Samkvæmt byggingaáformum við Nýjan Landspítala er áformað að hafa þyrlupall fyrir eina þyrlu á 5 hæð rannsóknarbyggingar, rétt við sjálfan meðferðarkjarnann og sjá mátti í kynningarriti í Fréttablaðinu í morgun. Byggingaáform sunnan nýju Hringbrautarinnar útilokar síðasta opna svæðið aðlægt Nýjum Landspítala við Hringbraut og þannig öllu mögulegu nauðlendingarsvæði fyrir sjúkraþyrlur sem þangað mundu vilja leita í framtíðinni.

Vegna afleiddra lendingaraðstæðna eru því gerðar kröfur um stórar þyrlur sem geta haldið sér á lofti ef mótorbilun verður í einum mótor. Þyrlur sem eru venjulega allt of stórar og dýrar fyrir venjulega sjúkraflutninga og sem geta engu að síður skapað stórhættu við erfið skilyrði og aðrar bilanir. Allir geta séð fyrir sér hvaða áhættu þetta ber með sér fyrir íbúabyggðina í Þingholtum og nýjum byggingarsvæðum við Hlíðarenda sem og á gömlu Valslóðinni. Að ekki sé talað um spítalann sjálfan og meðferðarkjarnann. Ekkert öryggisplan B þannig eins og reyndar fyrir venjulegar sjúkraflugvélar í dag í slæmum veðurskilyrðum á sjálfum Reykjavíkurflugvelli með lokun neyðarbrautar og sem verður jafnvel allur látinn víkja í framtíðinni. Mál sem m.a. rædd voru við mig fyrir helgi, Í bítinu.

þyrla

Nýja deiliskipulagið Reykjavíkurborgarar fyrir Hlíðarenda frá 2012.

Nálægð við Reykjavíkurflugvöll var alltaf ein af aðalforsendum fyrir staðarvali nýs þjóðarsjúkrahúss við Hringbraut rétt um síðustu aldarmót, ásamt nauðsynlegum samgöngubótum og umferðarmannvirkjum (Miklubraut í tvöfaldan stokk og nýja stofnbraut við Hlíðarfót) til að tryggja góðan aðgang að sjúkrahúsinu. Þessum tveimur af þremur aðalforsendum fyrir staðarvali spítalans var kippt út með nýju deiliskipulagi Reykjavíkurborgar 2012 sem vildi nýta lóðirnar og Vatnsmýrina fyrir íbúabyggð. Öllum aðalforsendunum þannig nema nálægðinni við aðalbyggingu HÍ. Allir vita hins vegar hvernig umferðin vestur í miðbæ Reykjavíkur gengur fyrir sig á daginn úr austurborginni, hvað þá hvernig hún á eftir að þróast í náinni framtíð og þegar framkvæmdir aukast margfalt á miðbæjarsvæðinu og keyra þarf nú burt hundruð þúsundunda kílóa af klöpp sem á eftir að sprengja fyrir nýjum meðferðarkjarna í Þingholtunum. Þegar sjúkraflutningar landleiðina teppast einnig og hver mínúta getur skipt máli milli lífs og dauða.

Þegar er mikil aukning á sjúkraflugi utan að landi sem nálgast 1000 á ári. Þyrlusjúkraflugin ein og sér nálgast 300 og með stöðugt auknum ferðamannastraumi á næstu árum má reikna með að sjúkraþyrluflugin á háskólasjúkrahúsið og eina hátæknibráðamóttöku landsins verði allt að 2-3 á dag. Hver klukkustund skiptir miklu máli þegar flytja þarf alvarlega veikan eða stórslasaðan einstakling langar vegalengdir. Fjlöga þyrfti því léttari sjúkraþyrlum og helst að hafa þær til taks í öllum landsfjórðungum og sem þegar er farið að skipuleggja á Suðurlandi. Slíkar þyrlur mega hins vegar ekki lenda við háskólasjúkrahúsið nýja á Hringbraut eins og áður sagði. Eins þyrfti að tryggja betra viðhald flugvalla til sjúkraflugs og sem nú eru víða látnir drappast niður. Ófá dæmi er um margra klukkustunda keyrslu í sjúkrabílum með alvarlega veika sjúklinga utan af landi, einkum af Vesturlandi að meðtöldum Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Jafnvel daglega. Stjórnmálaöfl sem vinna gegn öllum þessum markmiðum um að gera  sjúkraflutninga öruggari, á besta og fljótlegasta máta til vel staðsetts spítala sem á að geta tekið á móti sjúklingum á sem bestan máta, vinna í raun gegn almannahagsmunum og sem reynir stundum mest á í lífi sumra.

imageJæja, ættum við ekki að fara að kjósa um vel staðsettan þjóðarspítala og lágmarks öryggi sjúkraflutninga utan og innan höfuðborgarmarkanna? Okkur er ekki sama um stöðnun spítalaþjónustunnar, bara af því að henni er nú valin slæmur staður. Miklu dýrari auk þess þegar upp verður staðið eftir áratuginn (munur sem hefur verið reiknaður allt að 100 milljörðum króna hjá SBSBS á yfir 20 árum). Og hugsið ykkur allt óhagræðið og ónæðið á framkvæmdatímanum næsta áratuginn. Eins kostnað þjóðfélagsins vegna sífeldrar umferðateppu, miklu dýrara nýtt spítalalagnakerfi og skolplagnir í gömlu rótgrónu hverfi auk síðan nauðsynlegs dýrari þyrlukosts sem sem krafist er fyrir allt að tugi milljarða króna og sem getur auk þess skapað óþarfa stórhættu á lendingarstað við þjóðarsjúkrahúsið nýja.

bitid

Enn ein könnunin á þjóðarvilja sem birtist á Bylgjunni 20.10 (um 4.500 kusu) og sem allar hafa áður sýnt svipaða niðurstöðu. Hvað eru stjórnmálaflokkarnir að hugsa nú rétt fyrir alþingiskosningar varðandi stærstu og mikilvægustu ríkisframkvæmdina?

Ætla flestir stjórnmálflokkar aðrir en Framsókn og kannski Píratar virkilega að mála sig út í horn hvað þessi mikilvægu og augljósu mál varðar og sem er mest Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki um að kenna og sem gert hafa allt sem þeir geta til að heilaþvo þjóðina sl. 2-3 ár vegna „einkennilegra“ hagsmuna. Kosta jafnvel til áróðursins nú gegn málstað Samtöka um Betri spítala á besta stað og sem er félaust áhugamannafélag, án nokkra persónulegra hagsmunatengsla, með útgáfu sérblaðs með Fréttablaðinu í morgun fyrir 1-2 milljónir króna á að giska og sem tekið er af almannafé. Af fé fólksins sem flestar skoðanakannanir sýna að um allt að 70% vilja allt annan stað en Hringbrautina. Stjórnvöld hafa aðeins verin beðin um að láta gera nýja óháða staðarvalsathugun enda slík athugun aldrei verið gerð og margt breyst á 20 árum. Óháða hagsmunum 101 Reykjavíkurborgar nú og annarra hagsmunaaðila fyrir Hringbrautarframkvæmdina og flestir sjá að er stórgölluð. Dýrustu ríkisframkvæmd Íslandssögunnar og allt er talið með. En því miður virðast flest stjórnmálaöflin halda áfram á berja hausnum við Hringbrautarklöppina og sem á eftir að sprengja.

Spítalaheilbrigðið og fólkið

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Mánudagur 17.10.2016 - 12:48 - FB ummæli ()

Rafhlöður sem bila og springa

galaxy
Mörgum finnst örugglega óviðeigandi af mér lækninum að bera saman lífveruna manninn við dauðann hlut, þótt tæknivæddur sé. Skilningur okkar í dag á lífeðlis- og efnafræðinni og rafeðlisfræðinni leyfir okkur það engu að síður. Hvernig orkan byndst í líkamanum eftir bruna næringarefna og hverning hún er síðan losuð í orkukornum þegar hennar er þörf. Til viðhalds lífsstarfseminnar og til allara hreyfinga. Ákveðin samsvörun við endurhlaðanlegar rafhlöður sem hjálpar okkur að öðlast betri skilning á frumþörfum okkar varðandi næringu og orkubúskap. Orku sem þarf að vera í góðu jafnvægi við umhverfið okkar og kröfur. Fullkomnar okkur, ekkert ósvipað og bætt tækni gerir á sína vísu með nýju raftækjum og fullkomnari rafhlöðum og sem við teljum ómissandi í okkar daglega lífi.

Snjallsímar er gleggsta dæmið um raftæki sem fæst okkar viljum vera án og við teljum í dag lífsnauðsynleg. Stærsti samskiptamiðillinn, sími, tölva og myndavél, allt í senn. Endurhlaðanlega og stöðugt fullkomnari rafhlaða í þeim gerir þetta okkur kleift. Endurnýjanleg rafhlaða er samt ekki til og sem skilur okkar góðu orkukorn frá rafhlöðum tækja og sem geta bætt sig og fjölgað í frumunum okkar út ævina. M.a. með góðri hreyfingu og hollri næringu, í jafnvægi við þarfir og næga súrefnisinntöku. Súrefni sem síðan önnur frumstæðari orkukorn, grænukornin, gefa okkur í jurtaríkinu með ljóstillífun sinni og sem er síðan undirstaða alls lífs á jörðinni. Stærsta rafhlaðan má segja í ákveðnum skilningi, en sem mannkynið er á góðri leið með að eyðileggja og jafnvel sprengja samfara gróðurhúsaáhrifunum og ofhitnun jarðar.

Okkar eigin rafhlaða getur hins vegar skemmst m.a. vegna lífstílssjúkdómana svokölluðu. Aðallega með ofhleðslu næringarefna og orkugjafa, aðallega sykurs og síðan ónógri hreyfingu og orkulosun sem veldur ofþyngd. Rafhlaðan okkar eða orkukornin tengjst þannig öllum efnaferlum líkamans og grundvelli lífs á jörðinni. Milljón sinnum fullkomnari en um leið viðkvæmari en þau sem eru í raftækjunum okkar og getum endurhlaðaðið þegar okkur sýnist svo. Orkukorn lífsins þarfnast hins vegar umhyggju og skynsemi. Viðgerðarþjónustu líka má segja og þegar alvarlegir sjúkdómar herja á okkur. Heilbrigðisþjónustu köllum við hana reyndar og sem víða er nú í molum og fjölmiðlaumræðan sl. daga ber glöggt með sér hér á landi.

Förum vel með rafhlöðurnar okkar. Kjósum stjórnmálaöfl sem hugsa um „stóru rafhlöðurnar“ í þjóðfélaginu og að þær endist vel og lengi. Með verndun jarðar, góðri forvarnarstefnu og styrkingu heilsugæslu og öldrunarþjónustu. Til bættrar lýðheilsu ef svo má segja og að bráða- og sjúkrahússþjónustan sé a.m.k. til staðar og þegar hennar er mest þörf. Annars springa rafhlöðurnar, stórar sem smáar, ein af annarri. Eins og reyndar gerist nú í nýja „fullkomna“ snjallsímanum frá Samsung og sem átti að reynast markaðsöflunum svo vel. Látum það sama ekki gerast með óskynsamlegum plönum stjórnmálamannana nú og sem oft hugsa öðruvísi en skynsamlegast getur talist. Okkur öllum til heilla.

Rafhleðslutækið sjálft verður ekki til umfjöllunar í París

Flokkar: Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

Mánudagur 3.10.2016 - 21:01 - FB ummæli ()

Stjórnvöld sem ekki hlustuðu á neyðarópin í heilbrigðiskerfinu!

913385

 

Fyrir rúmum 4 árum skrifaði ég um bráðaástandið á Bráðamóttöku LSH og mikinn fráflæðisvanda vegna plássleysis á sjúkrahúsinu og aðflæðisvanda með miklu yfirflæði inn á deildina vegna ástandsins í heilsugæslunni og öldrunarþjónustunni á höfuðborgarsvæðinu. Álag sem líka hefur verið augljóst þar, á bráðamóttökum hverskonar og sem samsvarar allt að áttföldu álagi miðað við í nágranalöndunum. Áfremdarástandið hefur haldið áfram að vaxa sl. ár og nú búið að lýsa yfir neyðarástandi á Bráðamóttöku þjóðarsjúkrahússins, LSH í Fossvogi og sem tekur iðulega á móti allt að 300 sjúklingum á degi hverjum. Margir sjúklingar sem komast síðan ekki lönd né strönd og þegar þeir ættu best heima innan sjúkrahússins eða annars staðar innan heilbrigðiskerfisins, eins og t.d. hjúkrunarheimilum. Ílengjast þess í stað á göngum bráðadeildar, jafnvel svo dögum skiptir og þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi þeirra eða endanlega meðferð og heilbrigðisstarfsfólk þarf að sinna samtímis þeim sem nýkomnir eru. Eins vegna stóraukinnar aðsóknar ferðamanna á deildina sem nálgast að vera yfir 4 milljónir hér á landi á ári og sem þegar í dag skapar mikið viðbótarálag og reyndar spítalann allan. Mikið af öldruðu fólki t.d. með skemmtiferðaskipunum og eins vegna þeirrar staðreyndar að t.d. helmingur alvarlegustu umferðaslysanna úti á landi á ári tengist útlendingum.

Löngu hefur verið ljóst að byggja hefði þurft við Bráðamóttöku LSH í Fossvogi, svokallaða 3-5 daga greiningadeild lyflæknissviðs fyrir skammtímainnlagnir og meðferð þeirra minnst veiku og jafnvel fyrir þá minnst slösuðu og aldraðir eru. Vandi sem leysist ekki með framtíðaráformum um framtíðar-bráðasvið á Hringbraut nú og sameiginlegan meðferðarkjarna eftir 8 ár og sem nú þegar er reyndar orðin hluti framtíðar bráðabigðarlausnar vegna furðulegra hagmunatengsla í allar áttir. M.a. hugmynda um framtíðaruppbyggingu miðbæjar Reykjavíkur og sem eitt sinn átti líka að heita heildarlausn til langrar framtíðar  með hugmyndinni með einn sameinaðan spítala við Hringbraut og þannig mikinn sparnað. Rekstur sem flestir eru farnir að sjá að verði síðan í mesta lagi í einn til tvo áratuga vegna þrengsla og staðsetningarinnar í gamla miðbænum. Heildarkostnaður er engu að síður reiknaður í hátt að 100 milljarða króna og áður en hafist er handa í endurnýjun eldra húsnæðis, eftir að byggingu meðferðarkjarnans lýkur árið 2024 og sem margir efast nú um að verði að veruleika vegna miklis kostnaðr og óhagræðis. Samtökin um betri spítala á betri stað (SBSBS) hafa hins vegar bent á ásamt fleirium, að byggja mætti á miklu hagkvæmari máta framtíðarsjúkrahúsið okkar á betri stað fyrir minni kostnað, ekki síst þegar hagræðingakostnaður til skemmri og lengri tíma er reiknaður og sem jafnvel getur staðið undir lánakostnaði. Eins með mikið betra aðgengi fyrir alla, ekki síst sjúkraflutninga úr lofti sem af láði. Stórmál á stærstu ríkisframkvæmd sögunnar sem löngu er kominn tími til að endurskoða, burtséð frá samtyggingaráhrifum stjórnmálamannana um árabil og áður en lengra verður nú haldið í framkvæmdum við Hringbraut. Bráðaheilbrigðismálin til framtíðar og með bestu hugsanlegri staðsetningu þjóðarsjúkrahússins okkar sem stjórnvöld og flest stjórnmálaöfl hafa þráskallast að vilja skilja. Meirihluti heilbrigðisstarfsfólks hins vegar og þjóðin reyndar öll samkvæmt skoðanakönnunum sl. ár.

Í millitíðinni er ekki hjá komist að ráðast í bráðalausnir strax vegna neyðarástands sem nú ríkir og löngu hefði átt að vera byrjað á. T.d. byggingu greiningardeildar í Fossvogi sem klárast gæti á rúmu ári og þarf alls ekki að kosta svo mikið og endast getur til langrar framtíðar og þegar lokaniðurstaðan verður e.t.v. að reka tvær sjúkrahússtofnanir af öryggisástæðum. Eins þarf að stórbæta þjónustuástandið í heilsugæslunni og í öldrunar- og öryrkjaþjónustu hverskonar og sem tekur nokkur ár, en margoft hefur verið bent á á sl. ár. Þar sem líka lítið er hlustað af hálfu stjórnvalda, nema e.t.v. fyrir alþingiskosningarnar nú og heilbrigðismálin okkar eru í aðalbrennideplinum. Loksins og í landi þar sem jafnvel ríkisfjölmiðillinn (RÚV) virðist hafa vera bundinn þagnarskyldu yfir og viljað leyna sl. ár.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Miðvikudagur 28.9.2016 - 01:45 - FB ummæli ()

Þetta kýs þjóðin nú um, betra heilbrigðiskerfi og góðan þjóðarspítala.

vifilstadir.vaa

Skynsamleg uppbygging á betri nýjum Landspítala á besta stað (t.d. á Vífilstöðum) hefur verið reiknað út hjá Samtökum um betri spítala á besta stað (SBSBS) geti sparað þjóðfélaginu allt að 100 milljarða króna næstu tvo áratugina miða við byggingaráformin nú við Hringbraut. Sparnaðinn mætti frekar leggja til innviða kerfisins, mannauðs og bætts tækjakosts sem mikið vantar upp á í dag (um 5 milljarðar króna á ári næstu 20 árin). Auk þess hefur verið bent á mikið ónæði á Hringbraut fyrir sjúklinga á byggingatíma við Hringbraut við meðferðarkjarnann (um 80.000 fermetrar) til ársins 2023/2024 og vegna endurbygginga síðan á gamla húsnæðinu sem þá er eftir (um 60.000 fermetra sem þegar er verulega skemmt í dag), og skerts aðgengis fyrir sjúklinga, starfsfólk og sjúkraflutninga, úr lofti og á láði í sjálfri höfuðborginni í 101 Reykjavík.

Flestir stjórnmálaflokkanna virðast hins vegar vilja byggja bara „einhvern veginn“ nýjan spítala við Hringbraut sem þó er ekki byrjað á og láta smjörklípuaðferðina gömlu og vinsælu duga. Með breytilegum fjárframlögum á ári, eftir hvernig viðrar í þjóðarbúskapnum hverju sinni. Ekki góðrar og ódýrari heildarlausnar til langs tíma. Nú jafnvel á einu mestu hagsældartímabili þjóðarinnar!

Hvað skyldu hinir sömu segja (aðallega stjórnmálamenn úti á landi væntanlega) ef grafa ættu ófullkomin jarðgöng gegnum fjöllin okkar. Óörugg og endast ættu auk þess aðeins 1-2 áratugi, t.d. Vaðlaheiðargöngin nú? Má þjóðargjöfin besta og stærsta virkilega ekki vera betri en þetta fyrir sjálft svelta heilbrigðiskerfið til áratuga og framkvæmd sem þegar er farið að líta á sem alsherjar bráðabirgðalausn af þeim sem best þekkja til. Framkvæmd sem kosta mun jafnmikið ef ekki meira en gott nýtt 120-140.000 fermetra sjúkrahús á góðu byggingalandi og sem stenst allar kröfur um fyrirmyndarspítala. Tekur auk þess álíka langan tíma að fullklára í friði og spekt og dæmi er um erlendis af álíkri stærð og enst getur fram á næstu öld. Eins og gamli góði Landspítalinn gerði á síðustu öld með síðari hjálp Borgarspítalans góða í Fossvogi í lokin og sem til stendur nú að afskrifa eftir sameiningu. Þá heildarfækkun sjúkrarúma miðað við sem nú er, úr 683 í 559. Þrátt fyrir þegar brýnni þörf á sjúkrarúmum í dag og væntanlega fjölgun þjóðarinnar og stöðugt aukinn fermannastraum. Gamla Borgarspítalann eigum við því að fullnýta næsta áratuginn eða jafnvel  lengur og byggja strax við bráðmóttökueininguna 3-5 daga lyflæknislegudeild sem bráðvantar og nóg pláss er fyrir, kostar ekki svo mikið (sennilega innan við 1 milljarð króna) og sem gæti risið á innan við einu ári.

vifilst2

Könnun Viðskiptablaðsins og Gallup sl. vor

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Föstudagur 9.9.2016 - 10:52 - FB ummæli ()

Saga stórhuga á Ströndum

kleifar

Við Kleifar á Selströnd, Kaldrananeshreppi, í vikunni.

Ég vil með þessum pistli fyrst og fremst  minnast starfsfélaga míns Guðmundar Sigurðssonar, heimilislæknis á Hólmavík frá árinu 2004 og sem lést 5. september sl. á gjörgæsludeild Landsspítalans eftir erfið veikindi sl. ár, 74 ára að aldri. Ég er einn nokkra lækna sem leyst hefur af á Hólmavík sl. 18 ár, með mislöngum hléum allt frá því Sigfús Ólafsson heitinn var læknir í Strandasýslu til ársins 2000 og sem lést fyrir aldur fram 2002 eftir stutt og erfið veikindi. Blóðtakan hefur því verið mikil fyrir Standamenn hvað fastráðna lækna snertir frá aldarmótum.

Guðmundur Sigurðsson var mikill frumkvöðull í læknisfræðin hér á landi og hannaði m.a. bæði fyrsta tölvutæka sjúkraskrákerfið fyrir heilsugæslu meðan hann gegndi héraðslæknisstöðu á Egilsstöðum 1971-1985 (Egilstaðaskránna svokölluðu) og var síðar aðalhöfundur Sögu, tölvuvæddu sjúkraskrákerfi sem nú er notað bæði í heilsugæslunni og á sjúkrahúsum landsins. Á árunum 1985-2004 gengdi hann heimilislæknisstöðu á Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnes auk þess að hann gegndi fjöldamörgum trúnaðar- og kennslustörfum. Hans er sárt saknað af öllum sem þekktu.

Guðmundur náði að koma til vinnu á Hólmavík 4 vikum fyrir andlátið. Fullt var út úr dyrum þann eina virka dag sem hann var með opna stofu. Allir vildu heilsa upp á sinn gamla lækni og óska honum góðs bata og þakka honum fyrir gamalt og gott. En galdrar Strandamanna dugðu ekki til. Guðmundur mun hins vegar lifa í endurminningum þeirra, eins og Sigfús heitinn gerir ennþá daginn í dag.

Strandir eru einstakur staður með sína víðfermdu töfra og sögu. Saga Guðmundar var einstök og sem spratt upp af miklu frumkvöðlastarfi. Sagan hans lifir í vinnulagi okkar heilbrigðisstarfsfólks hvern dag og sem tekur sífeldum breytingum eins og til stóð. Sama og segja má um sögu Strandamanna, þótt tíminn virðist oft standa í stað. Myndin hér að ofan er t.d. frá Kleifum við Selströnd. Torfi Einarsson alþingismaður lét þar reisa mikla steingarða til að verja engin sín frá búfénaði í uppahafi síðustu aldar. Sláttuengin þóttu einstök verðmæti þótt hólótt væru og grundvöllur landbúnaðar fyrir heimamenn með sjósókninni sem var aðal lifibrauðið. Til mikils var að vinna að halda landinu í byggð og sem lesa má um í fyrri pistli frá því í vor, Kálfanes á Ströndum við Hólmavík og fásögninni um Guðmund góða Hólabiskups fyrir 800 árum. Sama má sjá í læknisstarfi og Sögunni góðu hans Guðmundar og starfi Sigfúsar heitins áður með stofnun íþróttafélaga á Stöndum (golf- og skíðafélag) í lok síðustu aldar og þegar sumir Strandamenn voru farnir að hreifa sig aðeins of lítið.

Sæl sé minning þeirra beggja á Ströndum og annars staðar. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu Guðmundar Sigurðssonar, læknis, Guðrúnar Þorbjarnardóttur eiginkonu og barna.

Hólmavík, 9.9.2016

kleifar

Kleifar á Selströnd, Kaldranneshreppi, í vikunni.

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál

Fimmtudagur 8.9.2016 - 07:57 - FB ummæli ()

Að þjóðin fái að njóta vafans

lsh

Byggingaáform Nýs Landspítala við Hringbraut og uppbygging í Vatnsmýrinni samkvæmt deiliskipulagi Reykjavíkurborgar

Nú líður fljótt að næstu alþingiskosningum. Skoðanakannanir sl. ár hafa sýnt að mikill meirihlut landsmanna og starfsmanna Landspítalans telja staðarval nýs spítala slæmt við Hringbraut og vilja fá nýja staðarvalsathugun. Sama vill fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi formaður Framsóknaflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Nokkrir staðir hafa þegar verið nefndir sem álitlegur kostur, einkum Vífilstaðir. Píratar og Dögun hafa samþykkt að slík athugun ætti að fara fram. Tæplega 9000 Íslendingar hafa einnig stutt málstaðinn á facebókarsíðu Samtaka um betri spítala á betri stað (SBSBS).

Hræðsluáróður fyrir ágæti Hringbrautarframkvæmdanna nær hins vegar stöðugt nýjum hæðum meðal stjórnvalda, einkum nú að ný athugun dragi of mikið á langinn að nýr spítali rísi. Samt er það svo að sýnt hefur verið fram á að svo þurfi alls ekki að vera og getur reyndar verið fullbúinn miklu fyrr ef byggt er á opnu landi frá grunni. Aðrar þjóðir hafa reist álíka stóra spítala og nýr Landspítali á að verða (um 140.000 fm2) á 7-8 árum með undirbúningstíma og það fyrir minna fé en framkvæmdir munu kosta að lokum á Hringbraut (80.000 fm. í nýbyggingum, þar af um 60.000 í nýjum meðferðakjarna sem ekki á að verða lokið fyrr en 2023-2024, og síðan endurnýjun á gamla og oft illa farna og skemmda húsnæðinu, um 60.000 fm. ekki fyrr en um 2030).

Miklu meira hagræði í alla staði er að byggja nýjan spítala á betri stað frá grunni og sem mætt getur öllum kröfum um vel útbúið nútímasjúkrahús. Minni rekstrarkostnaður gæti hugsanlega borgað niður nýbyggingalánskostnað á besta stað á 40 árum miðað við 60-70 milljarða árlega fjárveitingu til starfsem spítalans og nú er reiknað. Betra staðarval getur sparað þjóðfélaginu óþægindi og kostnað við allt að 9000 of langar akstursferðir á dag auk nauðsynlegra umferðamannvirkjaframkvæmda. Gríðarlegt ónæði sjúklinga, starfsfólks og íbúa Þingholta og nágrennis af niðurbroti og jarðvinnu ásamt flutningi á hundruð þúsunda tonna af grjóti og byggingarefnum gegnum miðbæinn má einnig fyrirbyggja og sem gæfi starfseminni nú á Landspítala við Hringbraut og í Fossvogi þann frið sem hún þarf, ásamt ódýrum bráðabirgðarlausnum í framkvæmdum, svo sem í Fossvogi með viðbótar legudeildum (t.d. viðbyggingu við núverandi bráðamóttöku fyrir 3-5 daga lyflæknalegudeild).

Aðgengi fyrir sjúkraflutninga í umferðinni verður miklu betra á miðlægum stað höfuðborgarsvæðisins alls, óháð staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Eins aðgengi sjúkraþyrluflugs sem á eftir að aukast mikið á komandi árum og sem er alls ófullnægjandi á þröngri Hringbrautarlóðinni og fyrirhugað er nú. Byggja má eins nýtt og betra húsnæði fyrir heilbrigðisvísindi HÍ á betri stað með næga stækkunarmöguleika fyrir framtíðina. Nálægð Hringbrautarlóðar við aðalbyggingu HÍ og DeCode í Vatnsmýrinni eru auðvitað veigalítil rök fyrir staðarvali spítalans. Miklu frekar græðandi umhverfi (helende medicine) sem mikið er lagt upp úr í hönnun nútímalegra spítala í dag og sem nágrannaþjóðir okkar leggja mikla áherslu á eins og t.d. Danir. Þar sem náttúran og rólegt umhverfi spilar veigmikið hlutverk í batanum, en ekki bara Laugavegurinn, Skólavörðuholtið og kaffihúsin hans Dags.

Aðeins það helsta hefur verið talið upp og sem mælir með að strax fari fram ný staðarvalsathugun á nýjum þjóðarspítala og sem Alþingi verður að ákveða. Forða má ennþá þjóðinni frá e.t.v. mestu og dýrustu mistökum sögunnar og sem virðist „föst“ vegna ártugagamalla ákvarðana og fóstbræðrablóðbanda gömlu stjórnmálaforingjanna frá því um aldarmótin og sem var alla tíð illa undirbúin. Skömmin er enn meiri í dag þar sem áhrifamiklir stjórnmálamenn og ríkisfjölmiðillinn (RÚV), sem virðast undir hælunum á sumum, neyta að horfast í augu við staðreyndir málsins eða hafa vilja til að ræða málin frekar. Þöggunin sé besta leiðin til að halda bara áfram. Á framkvæmd sem ekki er bara óörugg, heldur endast mun illa og kostað getur okkur allt að hundruð milljarða króna meira (framkvæmda-, og rekstrarkostnaður ásamt ótímabærum úrheldingarkostnaði), en skynsamleg framkvæmd á besta stað. Þjóðarheilsunnar og öryggisins okkar allra vegna og sem enst getur langt inn í framtíðina. Það sem þjóðin væntanlega kýs með atkvæði sínu í komandi alþingiskosningum.

Dauðasyndirnar sjö við Hringbraut!

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Fimmtudagur 1.9.2016 - 17:52 - FB ummæli ()

Sveppir og mygla, hinn nýi óvinur

candita

Candida albicans í munnvatssýni (ljósmynd Dr E. Walker)

Athyglisverð grein birtist nýlega í the guardian um víðfengi sveppasýkinga í nútíma samfélagi sem sífellt verður alvarlegra. Ekki nóg með að tíðni sýkinga hefur stóraukist, einkum húðsveppasýkinga, heldur einnig hættulegra ífarandi sýkinga sem áður voru einkum bundnar ónæmisbilun viðkomandi (t.d. alnæmi, HIV) og ónæmisbælandi lyfjameðferðum í tengslum við alvarlega sjúkdómum eins og krabbamein. Eins fjallar greinin um vaxandi áhyggjur af lyfjaónæmi sveppalyfja og ofnotkun þeirra, ekki síst í landbúnaði s.s. í akuryrkju og við þekkjum vel tengt sýklyfjunum í landbúnaði erlendis þar sem nokunin er jafnvel meira en meðal manna. Sveppalyfin eru auk þess mjög fá, ólíkt sýklalyfjum og sem þó miklar áhyggjur eru af tengt víðfermdu sýklalyfjaónæmi og fá ný lyf í augsýn. Svepplyf til inntöku til langrar meðferðar eru eins þegar tengd oft alvarlegum aukaverkunum og lifrarbilun sem fjallað hefur verið um hér áður á blogginu mínu og sem leysa má oft úr með staðbundnari inngripum og betri umhirðu húðar og hreinlæti. Sérstakt áhyggjuefni í dag er hins vegar vaxandi algengi ífarandi sveppasýkinga hjá annars heilbrigðum einstaklingum t.d. í lungum og sem hefur áður fyrst og fremst verið bundið sýkingum hjá ónæmisbældum sjúklingum (cryptococcus species)

Vaxandi tíðni sveppasýkinga og umræða um myglu í eldra húsnæði sem oft tengist aðeins ofnæmisviðbrögðum, setur þessi mál í enn meiri brennidepil og sem mikið hefur verið rætt um í fjölmiðlum. Jafnvel í opinberum byggingum eins og sjúkrahúsum og skólum þar sem við öndum að okkur ótilteknum fjölda sveppagróa á degi hverjum. Spurningin í dag er því hvernig við ætlum að geta viðhaldið okkar heilsu þegar svo er komið í okkar nánasta umhverfi, á heimilum okkar, í skólunum, á vinnustöðum og á íþróttastöðum og síðan en ekki síst á sjálfum sjúkrahúsunum. Að öðrum kosti og allt stefnir í, munu sveppir og mygla sífellt taka meira völdin frá okkur, tengt alvarlegri sýkingum og heilsubresti landans. Eins og reyndar einnig ofnotkun sýklalyfja sem ekki aðeins leiðir til meira sýklalyfjaónæmis og miklu meiri erfiðleika í meðhöndlun alvarlegustu bakteríusýkinganna í náinni framtíð, heldur einnig til enn meiri vaxtar sveppa í og á líkama okkar. Ábyrgð heilbrigðiskerfisins, stjórnavalda og heilbrigðisstarfsfólks á þessum málum öllum er því mikil, einkum varðandi hreinlætiskröfur (þ.á.m. matvæla), ástands húsnæðis og áframhaldandi notkun sýkla- og sveppalyfja af minnsta tilefni.

 

 

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Lífstíll · útivist

Þriðjudagur 16.8.2016 - 16:02 - FB ummæli ()

Reykjavíkurflugvöll út, en sjúkraþyrluflug inn í Þingholtin !!!

þyrla

Sikorsky S-92 yfir Þingholtunum? – Framtíðarsýn yfirvalda á sjúkrþyrluflugi á Nýjan Landspítala við Hringbraut.

Nokkrir þingmenn hyggja að þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðisgreiðslu á afdrifum Reykjavíkurflugvallar sem Reykjavíkurborg vill að hverfi úr Vatnsmýrinni. Þegar er búið að loka neyðarbrautinni og byggingaframkvæmdir byrjaðar við brautarendann. Í framtíðaruppbyggingu nú á Nýjum Landspítala við Hringbraut er gert ráð fyrir þyrlupalli á 5 hæð rannsóknarbyggingar næst meðverðarkjarnanum sjálfum, bráðamóttöku og hjarta spítalans sem einnig mun hýsa bráðadeildir og gjörgæslu ásamt skurðstofum. Verklok eru áætluð um 2023. Krafa er um öflugri þyrlur en eru í rekstri í dag og sem samsvarar svokölluðum „3 mótora þyrlum“ með afl til að geta haldið hæð þótt einn/annar mótor bili. Slíkar þyrlur eru miklu þyngri, vega allt að 20 tonn og geta borið allt að 50 manns (hver þyrla kostar auk þess um 10-15 milljarða króna og rekstrarkostnaður miklu meiri en er við þyrlurnar í dag). Skilyrðin eru gerð meðal annars þar sem engir opin svæði eru í grennd til lendinga ef bilun verður og vegna slæmra veðra.

Þegar er mikil aukning á sjúkraflutningum með veika og slasaða sl. ár með þyrlu Landhelgisgæslunnar og nálgast flugin að vera eitt á dag. Vaxandi ferðamannastraumur og hækkandi slysatíðni á þjóðvegunum er meðal annars um að kenna. Enn mikilvægara verður einnig að fljúga með veika og slasaða beint á þjóðarspítalann ef langt er frá flugvelli, sem annars væri hægt að lenda á (í u.þ.b 60% tilvika og þar sem hver mínúta er ekki talin skipta máli milli lífs og dauða). Mikil aukning er því fyrirséð á sjúkraþyrluflugi miðað við flutningana í dag á Landspítalann í Fossvogi og þar sem aðstaða er þó mikið betri en við Hringbraut. Lokun Reykjavíkurflugvallar mun hafa enn verulegri áhrif á öryggi þyrluflugs og sjúkraflutninga í náinni framtíð ef Reykjavíkurflugvelli verði lokað og sem var auk þess ein aðal forsenda fyrir staðarvali Nýs Landspítala við Hringbraut, allt til ársins 2012 (neyðarbrautin meðtalin).

Það verður ekki bæði sleppt og haldið og ef menn virkilega vilja spítalanum stað á þröngri Hringbrautarlóðinni í stað betri staðar á opnu svæði, að þá ætti Reykjavíkurflugvöllur a.m.k að fá að vera í friði og þar sem þá væri hægt að lenda með minna veika og slasaða sjúklinga og þegar veðurskilyrði eru slæm og oft vill vera yfir íbúabyggðinni í Þingholtunum, ekki síst á veturna.

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2016/04/02/ahaettusamt-thyrlusjukraflug-yfir-thingholtin-og-a-nyjan-landspitala-vid-hringbraut-hver-aetlar-ad-bera-abyrgdina/

 

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Föstudagur 12.8.2016 - 13:50 - FB ummæli ()

Dauðasyndirnar sjö við Hringbraut!

syndirnar 7

Building the Tower of Babel was, for Dante, an example of pride. Painting by Pieter Brueghel the Elder

 

Fyrir rúmlega hálfu ári skrifaði ég pistil hér á Eyjunni Af hverju ekki mikið betri Landspítala á betri stað fyrir minna fé ??? og þar sem talin eru upp 7 stórkostleg mistök varðandi staðarval Nýja Landspítalans við Hringbraut og sem ágætt er að rifja upp í tilefni umræðunnar í dag og væntanlegra Alþingiskosninga í lok október nk.

1) Framkvæmdir á besta hugsanlegum stað kostar þjóðarbúið allt að 100 milljörðum minna næstu hálfa öldina ef allt er talið með og byggingaráformin nú við Hringbraut gera ráð fyrir. Söluhagnaður eldri bygginga við Hringbraut og í Fossvogi, hagkvæmari byggingamáti og síðan hagkvæmari rekstur spítala á betri stað, að mestu undir einu þaki, skýrir þennan mun og miðað við árlegar fjárveitingar til Landspítalans í dag (um 60 milljarða króna á ári). Framkvæmd á besta stað gæti þá staðið undir lántökukostnaði og gott betur, en ekki við Hringbraut. Staðist auk þess allar nútímakröfur í fallegu og græðandi umhverfi vel og lengi.

2) Endurnýjunarkostnaður á tæplega 60.000 fermetrum í eldra húsnæði er stórkostlega vanáætlaður í dag á Hringbraut (um 110.000 krónur á fm2) og sem er reiknaður aðeins um fimmtungur af nýbyggingakostnaði þrátt fyrir að vera meira eða minna ónýtt húsnæði og heilsuspillandi. Slíkar breitingar eru þó ekki fyrirhugaðar næstu árin meðan á nýbyggingum stendur (til 2023) og þurfa sjúklingar og starfsfólk að sætta sig á meðan við heilsuspillandi umhverfi og myglu. Breytingar á lagnakerfi miðbæjarins og byggingar umferðamannvirka er ekki fullreiknaður í dag. Áætla má að nauðsynlegt nýtt skólplagnakerfi eitt og sér fyrir spítalann og sem þarf að vera aðskilið almenningsskólpkerfinu með sótthreinsistöð verði mikið dýrara að koma fyrir í gamla miðbænum.

3) Tryggja má nýjum spítala á betri stað nóg rými til stækkunarmöguleika í framtíðinni, m.a. vegna meiri íbúafjölda en reiknað er með í dag og hratt vaxandi þörf heilbrigðisþjónustu vegna ferðamannastraumsins til landsins og sem á eftir að aukast mikið. Eins fyrir byggingar í nátengdri starfsemi svo sem fyrir nám heilbrigðisstétta, vísindastarfsemi, líf- og lyfjaiðnað. Hanna má um leið sjúklingavænni spítala (samanber nýja Hilleröd spítalann í Danmörku) að þörfum samtímans í dag og framtíðarinnar, ekki síst með tilliti til sóttvarna og sál- of félagslegra þátta. Mikill misskilningur fellst í þeirri staðreynd að aðalbygging HÍ þurfi a vera í göngufæri frá spítalanum.

4) Tryggja má öruggari sjúkraflutninga og örugga aðkomu sjúkraþyrluflugs á betri stað og sem á eftir að stóraukast í framtíðinni. Aðstaða sem verður alls ófullnægjandi á Hringibrautarlóðinni og sem kosta mun þar að auki tugi milljarða króna aukalega að útfæra og reka (stærri og mikið dýrari þyrlur). Bráðasjúkrahús landsins þá þannig með ófullnægjandi aðgengi frá láði, lofti og legi, svo ekki sé talað um ef Reykjavíkurflugvöllur verður látinn fara í náinni framtíð og stefnt virðist að hjá borginni.

5) Framkvæmdir á besta stað á opnu svæði má klára á 5-7 árum eftir 1-2 ára undirbúningstíma eins og reyndslan er nú víða erlendis og þannig jafnvel á undan áætluðum lokum nú við nýbyggingar á þröngu Hringbrautarlóðinni (2023-26) og sem mun auk þess skaða mikið starfsemi sem þar er fyrir og valda miklu ónæði fyrir sjúklinga og strfsfólk á byggingatíma.

6) Tryggja má öruggara og betra aðgengi sjúklinga, náms- og starfsfólks af höfuðborgarsvæðinu öllu með minni tilkostnaði í akstri og byggingu umferðamannvirkja (áætlað um 9000 ferðir á dag) enda helstu umferðarásar í dag þegar staðsettir mikið austar í borginni.

7) Byggingaframkvæmdirnar nú á Hringbraut eru andstæðar þeirri meginhugsun að þétta aðra íbúakjarna höfuðborgarsvæðins og dreifa atvinnustarfsemi í aðra bæjarhluta til fólksins sem mest. Sjúkrahús á besta stað jafnar hins vegar aðgengi íbúa höfuðborgarsvæðisins að stærsta vinnustað landsins. Staðsetning sem liggur mikið austar en nú er í gamla miðbæ Reykjavíkur og sem ekki á enda að vera sérhagsmunamál Reykjavíkurborgar einnar, sér í lagi 101-102 Reykjavík.

lsh

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2016/06/27/algjorir-forsendubrestir-a-stadsetningu-nys-landspitala-vid-hringbraut/

 

 

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn