Þriðjudagur 13.12.2016 - 11:55 - FB ummæli ()

Samstaða íslensku þjóðarinnar gegnum súrt og sætt

Ung kona með bólusótt með barnið sitt og sem búið er að bólusetja

Um helgina verður haldið upp á 140 ára afmæli íslenska læknaskólans (síðar Læknadeildar Háskóla Íslands), þótt saga læknisfræðinnar og menntun læknisefna eigi sér reyndar tæprar einnar aldar eldri sögu. Í vikunni kom svo út grein um sögu bólusetninga á Íslandi hjá Landlæknisembættinu, Almennar bólusetningar barna á Íslandi – helstu áfangar í sögu bólusetninga. Þar kennir margra grasa og lesningin holl fyrir okkur flest. Um mikilvægi góðra bólusetninga sem gerbreytt hefur heimsmyndinni og áhrifa drepsótta. Af þessu tilefni og um leið og ég óska Læknadeild HÍ og Landlæknisembættinu til hamingju, endurskirfa ég hér grein frá árinu 2010, með tilvísun í fleiri greinar frá því ári og síðar.

Fyrir hrunárið 2008 töldum við okkur fremst meðal þjóða á flestum sviðum. Sagan segir okkur engu að síður, að stundum höfum við þurft á mikilli hjálp að halda. Við höfum jafnvel þurft að gangast sjálfviljug undir vald annarra þjóða meðan birti til. Þótt ákveðnir heimsfaraldrar gátu ekki tekið hér fasta bólfestu vegna fámennis og dreifðar byggðar eins og hjá öðrum þjóðum, skullu þeir á okkur með ofurþunga þegar síst skyldi.

Sagan endurtók sig á mismunandi hátt. Nú eru rétt 300 ár frá mestu hörmungunum Íslandssögunnar. Stórabóla (smallpox) sem oft var kölluð bólusótt, gekk þá yfir íslenska þjóð og felldi þriðjung landsmanna á aðeins tveimur árum. Hrun meðal þjóðar getur vart orðið meira. Flestir á besta aldri. Þá var læknisfræðin ekki komin til landsins í nútímalegum skilningi. Um miðja 18. öld (1760) var landlæknisembættið hins vegar stofnað með fyrsta læknislærða lækninum, Bjarna Pálssyni. Fljótlega fóru undur og stórmerki að gerast og Læknaskólinn í Nesi var stofnaður. Þá gerðu menn mikið gagn úr litlu. Bólusetning sem ónæmisaðgerð var innleidd og sem er enn í dag ein merkilegasta aðgerð læknavísindanna sem slík. Í dag óskum við hins vegar eftir eilífðaræsku og erum meira og meira háð gerviþörfum. Jafnvel tímamótalyf eins og penicillín sem voru talin kraftaverkalyf þegar þau komu fyrst fram á sjónarsviðið og lengdu meðalævi manna um 10 ár að meðaltali í hinum vestræna heimi voru ofnotuð svo þau misstu virkni sína.

Við treystum oft meira á hátæknina og genin á kostnað mannlegra gilda og góðrar heilsugæslu. Erum jafnvel ótrúlega skammsýn á löngu tímabæra uppbyggingu nýs þjóðarspítala á góðum stað en sem reisa á nú með ölmusaðferðinni á Alþingi og með bútasaum á gömlu Hringbrautarlóðinni við afar óhentugan leik. Mál sem bannfært er að ræða á RÚV! Margir telja þjóðina reyndar líka ofvirka og skjótráða og þar sé skýringu m.a. að finna á óláni þjóðarinnar í hruninu 2008. Kynningarmyndband sem gert var fljótlega á eftir til að fá túrista til landsins ber þessu glöggt merki. Þar mætti ætla að flestir sem fram komu væru bullandi ofvirkir, á örvandi efnum eða undir áhrifum íslenskra orkudrykkja. Miklum fjármunum var varið í kynningarverkefnið, Inspired by Iceland, af hálfu ríkisstjórnar, í þeirri von að það bjargaði landinu frá glötun.

Talið er að bólusótt (Smallbox) sem nú er búið að útrýma hafi borist fyrst til Íslands snemma á 13 öld og síðan gengið yfir sem faraldrar tvisvar til þrisvar á öld. Veikin var alvarlegust hjá fullorðna fólkinu. Vegna fámennis þjóðarinnar náði bólusótt ekki að vera landlægur sjúkdómur hér á landi eins og í öðrum löndum. Þá hefði þjóðin sennilega þurft að vera að minnsta kosti helmingi fjölmennari en hún var. Þess í stað gekk hún yfir í faröldrum með löngum millibilum. Ef langt var á milli faraldra veiktust hlutfallslega fleiri og faraldurinn varð skæðari.

1707 – 1709 er talið að allt að þriðjungur þjóðarinnar, 18.000 manns, hafi hafi dáið úr faraldri af bólusótt sem barst með fötum manns sem dó á leið til landsins. Var faraldurinn einn sá versti í heiminum á þeim tíma. „Svo einkennilega sem það hljómar að þá mátti bæta barnamissirinn með að eignast fleiri börn en fullorðna var ekki hægt að bæta og afleiðingarnar urðu skelfilegar fyrir þjóðina. Mannfallið var einna mest hjá ungu og fullfrísku fólki og því varð mikill skortur á vinnuafli, auk þess sem fólki á barneignaraldri fækkaði mikið og fjölgunin varð því hæg næstu áratugina. Hjáleigur og kotbýli lögðust víða í eyði. Á árunum fyrir bólusóttina í upphafi 17 aldar höfðu sprottið upp hjáleigur og þurrabúðir við sjóinn þar sem fólk byggði afkomu sína að miklu leyti á sjósókn, en mikill afturkippur kom í þessa þróun með bólusóttinni. Jafnframt urðu breytingar á landbúnaði, nautgripum fækkaði þar sem kúabúskapur var vinnuaflsfrekari en sauðfjárbúskapur og mikilvægi sauðfjárafurða í útflutningi jókst“

Bólusótt hafði þannig gríðarlega mikil áhrif á þróun íslensku þjóðarinnar og áhrif hennar á 18 öldina sennilega mikið vanmetin í Íslandssögunni. Leitt hefur verið að því líkum að bólusóttin hafi einnig átt ríkan þátt í endalokum þjóðveldisins á þrettándu öld með því að draga svo úr viðnámsþrótti þjóðarinnar að henni var nauðsynlegt að ganga erlendu valdi á hönd. Þannig var hrunið með örðum hætti á Þjóðveldisöld og ekki hægt að jafna við hrunið í dag sem er tilbúið efnahagshrun af okkar eigin völdum. Til viðbótar bættust oft mikil veðurharðindi og eldgos svo sem í móðuharðindunum í lok 18. aldar.

Árið 1802, aðeins 6 árum eftir að bretinn Edward Jenner sýndi fram á að nota mætti kúabólusmitefni til bólusetningar gegn bólusótt 1796, var tekin upp kúabólusetning á Íslandi. Af tilstuðlan danakonungs sem sá aumur með þjóðinni og hve illa hún hafði farið út úr bólusótt í upphafi aldarinnar og miklu verr en aðrar Evrópuþjóðir, var kúabóluefni útvegað til landsins fyrst þjóða. Þá var Landlæknisembættið eins og áður segir nýstofnað hér á landi og eitt af fyrstu verkum læknanna sem útskrifuðust úr Læknaskólanum á Nesi var að sjá um bólusetningar hér á landi. Menn geta rétt ímyndað sér hvað sveitasamfélaginu var mikill akkur í því að fá þessa bólusetningu innleidda og sem á næstu öldum smá dró úr möguleikum á nýjum faröldrum (síðasti 1839).

Á svipuðum tíma og bólusetning gegn stórubólu hófst á Íslandi eða 1803 var farin fyrsta heimsreisa sögunar í þeim tilgangi að bæta heilsu annarra þjáðra þjóða. Það gerðu Spánverjar til að vernda nýlenduherrana og þræla þeirra gegn bólusóttinni í Suður- og Mið-Ameríku (Balmis leiðangurinn). Fyrsta alþjóðahjálp þjóðar þannig í vissum skilningi, en í eigin þágu. Vert er að benda á söguna um litlu stúlkuna frá Haítí í þessu samhengi og áþján innfæddra í nýlendunum síðar.

Um 1970 var bólusetningunum síðan hætt gegn stórubólu á Íslandi  og 1977 var talið að búið væri að útrýma sjúkdómnum í öllum heiminum, eða svo var talið. Eftir hryðjuverkaárásina á tvíburaturnana í Bandaríkjunum 2001 fóru hins vegar af stað sögusagnir um að bólusóttarvírusinn væri enn til á rannsóknastofum stórveldanna og mögulega gætu þessir stofnar komist undir hendur hryðjuverkamanna, sérstaklega í gömlu Sovétríkjunum sem þá voru að liðast í sundur. Aðgerðir ríkisstjórna um heim allan miðuð þá að því fá bóluefni til taks ef á þyrfti að halda m.a. hér á landi þar sem 10.000 skammtar voru fluttir til landsins frá Danmörku.

Eftir efnahagshrunið 2008 fór a.m.k. fjórðungur þjóðarinnar á vergang í fjárhagslegum skilningi og margir flúðu land. Angistin var ekki vegna dauðsfalla vina og ættingja vegna smitsjúkdóma heldur óvissunnar um afkomu sína í framtíðinni og barna. Þjóðin hafði aldrei skuldað annað eins og ekkert alvarlegt mátti koma upp á í þjóðarbúskapnum til að illa færi. Hjákot bankanna tæmdust og aftur þurfum við treysta á alþjóðahjálp, þá ríku, fiskinn, sauðfjárræktina og nágranalöndin, vini okkar. Þjóðin var aftur orðiðn lítil og brothætt og mikill niðurskurður í heilbrigðiskerfinu. Nú aftur fáum árum seinna ein ríkasta þjóð heims miðað við íbúafjölda, túristar frá öllum heimshornum streyma til landsins en heilbrigðiskerfið aldrei veikara.

Flestum alvarlegum farsóttum hefur verið rutt úr veigi með bóluefnum um stundar sakir a.m.k. en lífsstílssjúkdómar og offita nú mesta heilbrigðiógnin ásamt vaxandi sýklalyfjaónæmi. Í vaxandi mæli er jafnvel farið að bólusetja gegn algengum sýkingarvöldum sem í flestum tilfellum veldur ekki lífhættulegum sýkingum. Kraftaverkalyfið penicillín sem kom fram á sjónarsviðið rétt fyrir miðja síðustu öld, gjörbreytti stöðu mannsins gegn alvarlegustu bakteríusýkingunum í þá daga. En Adam var ekki lengi í paradís því að um leið og hægt var að verksmiðjuframleiða penicillínið var farið að ofnota það, jafnvel við kvefsýkingum þar sem það virkar ekkert. Og smá saman urðu bakteríurnar ónæmar fyrir lyfjunum. Ísland var framan af vel statt meðal nágranaþjóðanna í þessu tilliti en um aldarmótin voru allt að 40% algengustu sýkla komnir með ónæmi fyrir penicillíni og helstu varalyfjum. Líklegasta skýringin var ofnotkun lyfjanna.

Sýklalyfjaónæmið er nú talið meðal mestu heilbrigðisógna framtíðarinnar að mati Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar WHO. Árið 2011 var farið að bólusetja gegn bakteríum sem valda flestum alvarlegustu öndunarfærasýkingunum og eyrnabólgum barna, m.a. þeim stofnum sem þá voru sýklalyfjaónæmir og sem hefði þá um leið átt að geta hjálpað okkur mikið að draga úr óhóflegri sýklalyfjanotkun og sem er enn mest meðl Norðurlandanna. Vandamál sem var að stærstum hluta okkur sjálfum um að kenna í upphafi, mest meðal yngstu barnana og þar sem erfitt hefur verið að fylgja klínískum leiðbeiningum um sýklalyfjanotkun og eftirfylgd með veikindum barna í heilsugæslunni í stað bráðalausna úti í bæ. Ný bóluefni eru síðan væntanleg þegar við höfum efni á. T.d. HPV bólusetning drengja (og sem þegar 2012 ungar stúlkur fengu) og þar sem sá kynsjúkdómur (HPV veirusýkingar) veldur flestum krabbameinum í munni og hálsi karla í dag. Eins bólusetning gegn hlaupabólu sem veldur oft miklum óþæginum meðl ungra barna og vinnutapi foreldra og sem getur auk þess verið lífshættuleg, sérstaklega fullorðnu fólki.

Fyrstu læknarnir sem menntuðust fyrir aldarmótin 1800 á Nesi og síðar í Kaupmannahafnarháskóla, einn í hverjum landsfjórðungi, önnuðust starfið sitt vel. Forgangsmál var að ná niður ungbarnadauða og bólusetja gegn bólusóttinni. Lögð var áhersla á hreinlæti og að mennta yfirsetukonur til ljósmæðranáms. Prestarnir lögðu sitt á vogarskálarnar og héldu um bólusetningaskránna í kirkjubókunum. Þannig varð til stærsta og mikilvægasta lýðheilusuátak Íslandssögunnar. Í dag er læknismenntun á Íslandi óvíða betri og heilbrigðiskerfið þúsund sinnum öflugra. Þar sem bólusetningar og smitjúkdómavarnir við allskyns nýjum smitsjúkdómum á afskekktir eyju í miðju Atlantshafi norður við Norðurheimskautsbaug er helsti hornsteinninn. Hvergi skiptir meira máli samstaða almennings og góður skilningur á smitsjúkdómavörnum hverskonar.

En blikur eru á lofti og umræða dagsins um velferðamálin ber glöggt með sér. Unga fólkið skuldugt upp fyrir haus og velmegunar- og lífstílssjúkdómarnir að gera út af við okkur. Lyfjanotkun í flestum lyfjaflokkum hvergi meiri í veröldinni. Kvíða og þunglyndislyf meira notuð hjá þjóð sem annars er talin er ein sú hamingjusamasta í heimi! Allt of margir farnir að kvarta um aðgengi að læknishjálp, sérstaklega gamla fólkið, jafnvel að bráðaþjónustunni og að geta svo ekki einu sinni talað við lækninn sinn, ef hann á annað borð finnst. Eitthvað fyrir þjóðina að hugleiða varðandi æðstu stjórn heilbrigðismála landsins. Raunniðurskurður á heilbrigðiskerfinu í stað uppbyggingar hjá einni ríkustu þjóð heims í dag og sem er meiri sem hluti af þjóðartekjum en í flestum löndum sem við viljum bera okkur saman við.

„Ef bólan tekur hann ekki“ – Eir IX (fyrri hluti)

„Ef bólan tekur hann ekki“ – Eir IX (seinni hluti)

 

 

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Föstudagur 2.12.2016 - 17:32 - FB ummæli ()

Miklar aðgangshindranir að neyðarþjónustu í hönnun nýs Landspítala !!!

thyrla

Gerð er krafa um að notaðar verði þyrlur af afkastagetu 1 vegna lélegra aðflugsskilyrða við Nýja Landspítalann á Hringbraut, jafnvel svokallaðar 3 mótora þyrlur og sem geta haldið sér vel á lofti ef vélabilun verður í einum mótor. http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2016/04/02/ahaettusamt-thyrlusjukraflug-yfir-thingholtin-og-a-nyjan-landspitala-vid-hringbraut-hver-aetlar-ad-bera-abyrgdina/

Almannaöryggi vegna staðsetningar þyrlupalls á 5 hæð rannsóknarhúss við hlið meðferðarkjarna eins og ráðgert er á Nýjum Landspítala á þröngri Hringbrautarlóðinni, er óásættanlegt og fram kemur í kröfum flugmálayfirvalda um þyrlukostinn sem ætlaður er til lendinga, og aðeins í „neyðartilfellum“. Ástæða er til að flestir og ekki síst stjórnmálamenn sem ábyrgðina bera, myndi sér skoðun á málinu áður en aðalbyggingaframkvæmdir hefjast á Hringbrautinni. Varla verður þá aftur snúið með 100 milljarða króna fjárfestingu á þjóðarsjúkrahúsinu okkar og velja ætti framsýnni og hagkvæmari staðsetningu.

Alvarleg mistök voru gerð á lokametrum undirbúnings með ákvörðun að loka neyðarbrautarinnar svokölluðu 2012 og gegndi lykilhlutverki í öryggi þyrlupallsins á spítalanum og reyndar á öllu öryggi sjúkraflugs til Reykjavíkurflugvallar sem nálgast 700 á árinu. Uppbygging er þegar hafin á Valslóðinni við NA enda hennar og við Hlíðarenda. Þannig lokun alls opins aðflugs að þyrlupallinum (yfir flugbraut) og sem upphaflega var ráð gert fyrir, en ekki yfir íbúabyggð. Reykjavíkurborg vildi fá meira fyrir sinn snúð af landsvæði og upphaflega var ætlað spítalanum í skipulagi um síðustu aldarmót og til langrar framtíðar. Til nauðsynlegrar uppbyggingar og þar sem hugsanlega mætti líkja byggja góðan þyrluflugvöll. Nú er fyrirhugað sjúkraþyrluflug komið í sjálfheldrargildru sem og hluti alls sjúkraflugs í slæmum veðurskilyrðum á vellinum. Enginn veit heldur með framtíð sjálfs aðalflugvallar Reykjavíkurborgar og borgaryfirvöld vinna nú með öllum ráðum að hverfi.

Í ár er 30 ára afmæli íslenska þyrlusjúkraflugs LHG og hafa sjúkraflutningarnir á þeirra vegum aukist mikið og gegna lykilhlutverki í bráða- og neyðarþjónustu Íslands. Útköll á þeirra vegum með lækni eru orðin hátt á þriðja hundrað og sem fram kom í yfirlitsgrein Fréttablaðsins í lok síðasta árs. Aukningin er greinilega tengd ferðamennsku, bæði innlendra og erlendra og sem væntanlega á eftir að mikið.

Í Læknablaðinu 1994 var uppgjör á einum af fyrstu árum sjúkraflugs með þyrlum LHG fyrir árið 1991. Heildarútköll voru 109 og 57 vegna slysa og veikinda. Ástandið var talið alvarlegt í 44 af 72 tilvikum eða í 62% tilvika. 56% þurftu á skurðaðgerð að halda í beinu framhaldi sjúkraflugs og 40% gjörgæslupláss. Síðan eru liðin 25 ár og þyrlusjúkraflugið svo sannarlega sannað sig í erfiðu landi og þar sem umferðaslysum fer fjölgandi. Af þessum tölum þegar árið 1991 má sjá að núverandi áætlanir um 36 nauðsynlegar lendingar á Nýjum Landspítala við Hringbraut samkvæmt nýjustu upplýsingu forráðamanna bygginganefndar Nýs Landspítala og fram kom í nýlegu viðtali við forsvarsmenn á Bylgjunni um miðjan nóvember sl. (2-3 lendingar á þyrlupalli á mánuði max.) eru verulegar vanáætlaðar. Upphaflega voru þær lendingar samt aðeins áætlaðr 14 samkvæmt hönnunarskýrslu SPÍTALS hópsins 2012.

Nær má segja að þær nálgist 400 (nær daglega) eftir árið 2023 og ef sama hlutfall alvarlegra slasaðra eða veikra haldist miðað við fyrir rannsóknir slíkra flutninga hérlendis og erlendis. Málið verður auðvitað miklu alvarlegra ef Reykjavíkurflugvöllur lokar í framtíðinni og langar vegalengdir er fyrir sjúkrabíl að fara frá næsta flugvelli, hvar svo sem hann verður!

vatnsmyrin

Byggingasvæði í Vatsmýri (áður Neyðarbraut) í aðflugsstefnu að þyrlupalli á Nýjum Landspítala við Hringbraut.

Nútímakröfur eru einfaldlega um skjótan og til þess að gera eins örugga flutninga og kostur er á nærliggjandi bráðasjúkrahús þegar um bráðveikindi eða alvarleg slys er að ræða, hvar sem er og hver mínúta getur skipt máli. Loftleiðina þegar vegalengdir landleiðina eru bæði langar og oft tvísýnar. Það skýtur því skökku við að ein mesta hindrunin skuli vera að áfangastaðnum, sjálfu þjóðarsjúkrahúsinu. Árleg um 30% fjölgun túrista í milljónatali á ári hverju og stærsta þáttinn eiga í alvarlegustu umferðaslysum landsins eykur enn á vandann.

Það er ljóst að bráðaflutningum framtíðarinnar með flugi eru settar alvarlegar aðgengishindranir að aðal bráðasjúkrahúsi landsins og sem skapar jafnframt áhættu fyrir allt nýja spítalaumhverfið. Auk þess auðvitað hávaða- og ryk/reykmengunar við lendingarstaðinn sjálfann á spítalanum, á öllum tímum sólarhringsins rétt við suðurglugga legudeilda meðferðarkjarnans.

Þyrluþáttur Hringbrautarmálsins auk aðgangshindrana hvað bílaumferð varðar (m.a. fyrir sjúkraflutninga) finnst mér persónulega alvarlegastur allra galla í núverandi byggingaráformum. Í raun óásættanleg niðurstaða er varðar öryggi lífæðar alvarlegustu bráðaflutninga landsins og þegar sjúklingar og slasaðir séu svo „óheppnir“ að vera staddir úti á landi, jafnvel í sinni heimabyggð, eða í vinnu til sjós.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Laugardagur 19.11.2016 - 09:36 - FB ummæli ()

Kjötkaupmaðurinn eða læknirinn

 

Beauty and the Beast

Barnadeild Landspítalans 27. Mars 1993, Dagens Nyheter -Ingen vanlig antibiotika hjälper- „Beauty and the Beast“. Barnadeild Landspítalans sem komst í heimsfréttirnar fyrir 20 árum og þegar á annað hundrað börn þurftu að fá sterkustu sýklalyf sem völ var á í æð við erfiðum eyrnabólgum á ári og sýnir best hvað slíkir stofnar geta borist fljótt út í flóruna okkar við réttar aðstæður. Þróun sem hélt áfram næsta áratuginn vegna Spænsk-íslenska 6B stofns fjöónæmra pneumókokka og náði gríðarlegri útbreiðslu meðal barna (sem allt að 20% barna báru í nefkokflórunni sinni um árabil).

 

Í vikunni féll héraðsdómur í kjötinnflutningsmálinu svokallaða þar sem EFTA reglugerðir um frjálsan ferskkjötsinnflutning til landsins eru teknar fram yfir íslensk lög og lýðheilsusjónarmið. Til lands með minnstu sýklalyfjanotkun í landbúnaði í heiminum og sem haldið hefur upp vörnum með sínum eigin gömlu reglum um innflutning, m.a. ákvæðum um lágmarksfrystingu innflutts kjöts til að lágmarka vöxt bakteria sem berst með því og sem síðan getur valdið smiti út um allt eftir að það er þýtt og jafnvel hættulegum sýkingum. Það sem miklu verra er að hér er oft um erlendar sýklalyfjaþolnar bakteríur að ræða og sem smá saman blandast í almenna flóru landans. Um uppruna kjötsins er ekkert getið í dag eins og reglur gilda um víða í Evrópu, aðeins landið sem kjötið er flutt frá síðast. Í raun er verið að bjóða nýrri lýðheilsuógn heim, strax í kjötkaupborðinu á horninu eða í eldhúsinu heima. Nautasteikin fína t.d. frá Þýskalandi þess vegna komin frá Rúmeníu eða Suður-Ameríku, uppfullt af hormónum og hugsanlegum aukaefnum auk oft sýklalyfjaþolinnar örveiruflóru. Smit allskonar örveira (veira og baktería) í lifandi búfénað hérlendis og sem valdið geta alvarlegum dýrasjúkdómum er annað grafalvarlegt hættuástand sem hlotist getur af þessum innflutningi til landsins.

Sjálfur tek ég mínar vaktir á bráðadeildinni og þangað sem stöðugur straumur er af sjúklingum sem treysta á sýklalyfjagjafir í æð vegna alvarlegra sýkinga. Fáir eru jafn ánægðir og þeir og þegar vel gengur. næstu dagana á eftir. Nokkuð sem frekar er regla en undartekningin í dag. Við göngum nánast að því vísu varðandi sýkingar sem töldust lífshættulegar fram á miðja síðustu öld og fyrir tíma sýklalyfjanna, þrátt fyrir öra þróun út um allan heim með vaxandi sýklalyfjaónæmi helsu bakteríustofna. Neysluvenjur okkar og ofnotkun sýklalyfja meðal mannfólks, jafnvel gegn veirusýkingum og síða saklausum sýkingum, sem og í landbúnaði víða erlendis og sem er enn meiri en meðal mannfólksins í tonnum talið, hafa breytt þessari stöðu. Sýklalyfjaónæmar bakteríur erlendis frá smitast því nú hægt og bítandi inn í okkar eðlilegu garnaflóru og nef barnanna okkar, í stað bræðra þeirra og systra, sýklalyfjanæmu flórunnar áður og sem vissulega alltaf geta valdið alvarlegum sýkinum við visssar aðstæður. Þróunin verður nú bara miklu hraðari og verri þegar erlend hrávara og jafnvel blóðug veður meðhöndluð í vaxandi mæli á heimilum landans. Örsmitsfilmur út um allt eldhúsið jafnvel og þar sem örveirurnar læðast síðan ofan í okkur eða á, ekki síst börnin. Mynda síðan jafnvel aðrar filmur (biofilms) á aðskotahlutum hverskonar í líkamanum, a.m.k. „eðlilega“ bólfestu í garnaflórunni okkar, nefinu og jafnvel húðinni.

Stöðugur þrýstingur innflytjenda fyrir afnámi tolla á erlendu kjöti sl. ár og mikil aukning ferðamannastraums til landsins sem þarf að fæða, endurspegla sennilega vandann best. Þegar við látum síðan ekki óspillta náttúru landsins og okkar eigin heilsu njóta vafans fyrir gróðasjónarmiðum. Ferðamannafjöldinn fer að samsvara um 30% aukningu á íbúatölu landsins og sem kallar auðvitað á viðbrögð stjórnvalda á flestum sviðum og við verðum svo sannarlega vör við á Bráðamóttöku LSH. Innanlandsframleiðsla landbúnaðarins er jafnvel sögð varla anna eftirspurn á gæðanautarsteikum og innflutningur á nautakjöti aukist t.d. um 30% á aðeins einu ári (2014-2015). Tvær milljónir ferðamanna til Íslands og sem stefnir nú í þrjár kalla í raun á aðgerðir á flestum sviðum mannlífs, umhverfisöryggis, umferðar, heilbrigðisþjónustunnar og náttúrulegs umhverfis. Stórefla þarf sérstklega smitvarnir á sjúkrahúsunum vegna erlendra ferðamanna sem þangað leita í vaxandi mæli. Alþjóða heilbrigðisstofnun (WHO) varð við vandamálum tengt hratt vaxandi sýklalyfjaónæmi meðal helstu sýkingarvalda okkar sl. ár og hvatt til aðgerða. Mestri heilbrigðisógn samtímans. Gegn bakteríum sem geta alveg eins verið hluti af okkar eigin flóru í framtíðinni og ef óvarlega er farið.

Oft gleymist í fjölmiðlaumræðunni að fjalla um það sem stendur okkur allra næst, okkar eigin flóru. Beinum athyglinni frekar að breytingum á viðskiptaháttum eða jurtaflóru landsins, til fjalla og hæða eins og lúpínunni sem árlega magnast upp á vorin. Nærflóran okkar eru gerlar og bakteríur, í okkur og á. Lífverur sem skapar lífsgrundvöll okkar og jafn mikilvægar vatninu og næringunni. Þarmagerlarnir eru enda 100 sinnum fleiri en sjálfar frumur líkamans og sem með erfðaefni sínu skipta jafnvel ekki minna máli en okkar eigin gen. Taka þátt í stjórn efnaskipta hverskonar, meltingu næringarefna og varna gegn óvinveittum sýklum. Nýjasti og mest spennandi  læknavísindaheimur samtímans. Hver þjóð/þjóðflokkur hefur þannig sína flóru sem hefur þróast með aðstæðum og fæðuöflun í hveru landi. Í seinni tíð hefur þessi áskapaða flóra tengt umhverfi okkar aldrei verið mikilvægari og sem veitir okkur ákveðna vörn gegn framandi flóru erlendis frá. Veikleikar sem koma fram í breytingum á neysluvenjum (svo sem miklu sykuráti) og mikilli notkun rotvarnarefna í fæðu. Sérstaklega þó óþarfa sýklalyfjakúrum sem drepa geta niður heilbrigða flóru. Hvati hins vegar á sýklalyfjaónæma flóru og sem getur orðið miklu óvinveittari þegar verst á stendur í okkar lífi og illa eða ómögulegt getur verið að meðhöndla með sterkustu sýklalyfjum sem völ er á. Í rannsókn undirritaðs og félaga áttfaldaðist þannig tíðni á sýklalyfjaþolnum bakteríum (spænsk-íslenski 6B fjölónæmi pneumókokkastofninn) eftir hvern sýklalyfjakúr í nefkoki þúsunda íslenskra barna og sem ollu mjög erfiðum sýkingum eins og eyrnabólgum sem meðhöndla þurfti með sterkustu sýklalyfjum sem völ var á í æð um árabil á sjúkrahúsum (sjá mynd að ofan).

svinaTil að auðvelda þennan skilning er hægt að gera samlíkingu við matjurtagarð í góðum vexti. Vegna skordýra notum við óvart of sterk eiturefni sem drepa ákveðinn hluta garðplantanna. Upp sprettur síðan arfi og t.d villirósir, sem að óbreyttu vex jafnvel yfir eftirstandi garðjurtir og kæfa þær að lokum. Sama má segja um akurinn sem bændurnir plægja snemma á vorin. Ef ekki er sáð grasfræjum eða korni og passað er upp á hann, fyllist hann af villiplöntum og arfa. Sýklalyfjakúr er hins vegar oft eins og tilraun til að plægja upp vel ræktaðan akur sem enginn bóndi gerir nema hann ætli að fara að rækta eitthvað allt annað. Í görninni hleypir slík plæing af stað oft óhagstæðari bakteríum eins og C. difficile sem allt að 20% barna t.d. bera dulið í þarmaslímhúðinni auk þess sem aðrar sýklalyfjaþolnar bakteríur blómstra sem aldrei fyrr. Ristillinn er okkar akur og sem er eins gott að passa upp á. Það gerum við best með hreinlæti og takmörkunum eins og hægt er á sýklalyfjagjöfum og eins takmörkunum á innflutningi flutningsætis fyrir þessar sýklalyfjaþolnu bakteríur að berst á til landsins, erlendis frá og sem hrátt erlent kjötið vissulega er.

Góðir gerlar í görninni okkar, jafnvel E. coli-bakterían, hjálpar til við meltingu næringarefna en heldur jafnframt framandi nýjum og jafnvel hættulegum stofnum í skefjum. Stofnar sem geta verið ólíkir á milli landa eftir staðháttum og matarvenjum, en sem því miður eru margir orðnir mjög sýklalyfjaónæmir. Geta líka valdið misalvarlegum sýkingum eins og gengur, jafnvel blóðeitrunum tengt öðrum veikleikum. Okkar eigin stofnar eru þó alltaf hagstæðari en nýir og framandi að því leiti að þeir eru sýklalyfjanæmir og þannig auðveldara og fljótar að meðhöndla. Enn alvarlegra er þegar nýju stofnarnir eru sýklalyfjaónæmir fyrir nær öllum lyfjum sem í boði eru. Sömu stofnar og sem auðveldlega geta borist með hráu kjöti erlendis frá þar sem slíkir stofnar eru orðnir algengir. Kjötið virkar þá eins og ætisskálar á rannsóknastofu í sýklafræði eins og áður sagði eða í besta falli sem ætisskál í frysti (ef kjötið er fryst) sem vekja má upp við affrystingu. Þriðjungur eðalkjúklinga í Svíþjóð er þannig t.d. smitaður á yfirborði með penicillínónæmu colisýklum (ESBL) í kjötborðinu og sem eru þannig að smá saman blandast við sýklalyfjanæmu flóru Svíana (og taka jafnvel yfirhöndina). Sýklalyfjaónæmi colibaktería er reyndar mesta ógn spítalasýkingum á Íslandi í dag og sem þegar er farið að bera töluvert á. Genabútar bakteríanna geta síðan fluttst yfir í aðrar ristilbakteríur í sama einstaklingi og sem gerir ástandið enn ógnvænlegra. Þróun sem flestar þjóðir hræðast hvað mest.

Áður hefur verið fjallað ítarlega um samfélagsmósana (MRSA), penicillínónæma klasakokka sem algengir eru t.d. í svínaeldi víða. Um helmingur danskar svínabænda bera slíka kokka í nefi og sem geta auðveldlega borist með hráu svínakjöti, fersku eða frosnu til landsins og þar sem rannsóknir sýna að allt að 90% kjötsins sé sýkt. Náskildir hinu illræmdu spítalamósum sem eru ónæmir fyrir flestum sýklalyfjum. Að slíkir kokkar verði algengir í okkar íslenska samfélagi eins og sum staðar erlendis, þýðir að við getum ekki lengur treyst á okkar bestu sýklalyf. T.d. þegar alvarlegar húðsýkingar verða eða sýkingar á aðskotahlutum sem eru alltaf sérstklega varhugaverðar (hljóðhimnurörum, eyrnahringjum, brjóstaimpöntum kvenna eða gerviliðum. Um 5000 íslenskra kvenna bera t.d. brjóstaimplönt hverskonar í dag sem vegur allt að 1% af þyngd þeirra. Allir geta ímyndað sér hættuna á sýklalyfjaþolnum sýkingum meðal þeirra í framtíðinni. Þriðjungur ungra barna fær hljóðhimnurör á fyrstu aldursárum sínum. Sýkingar í þessum aðskota/íhlutum og jafnvel bara vaxtarfilmur baktería sem á þeim vaxa og þegar bakteríurnar bíða færis til útrásar, er þannig mikil lýðheilsuógn í okkar samfélagi í dag og þegar ekki er lengur hægt að treysta á sýklalyfin.

la2

 

það er ekki af ástæðulausu að Alþjóða heilbrigðisstofnunin telji sýklalyfjaónæmi helstu sýkingarvalda eina mestu heilbrigðisógn 21. aldarinnar og sem minnt er á þessa vikuna með Alþjóðaviku um skynsamlega notkun sýklalyfja, 14-21. nóvember 2016. Óðfluga nálgumst við nefnilega þann tíma sem var fyrir tilkomu penicillíns og skyldra lyfja, fyrir rétt rúmri hálfri öld síðan. Ofnotkun, ekkert síður í landbúnaði er mest um að kenna sem verður að bregðast strax viðÞví miður eru fá ný lsýklalyf í sjónmáli og hefur svo verið í áratugi og þau fá sem koma á markað hafa flest fljótt mist vikni sýna gegn sýklalyfjaþolnu bakteríunum. Aldrei hefur samt verið meiri þörf á að treysta á sýklalyfin tengt hátæknilækningum hverskonar og gjörgæslu. Tengt krabbameinsmeðferðum, fötlun og slysum sem við teljum okkur hafa náð miklum árangri í að meðhöndla og bæta. Á síðustu árum hefur síðan skilningur á okkar innri flóru, tengt vörnum okkar, nauðsynlegum efnaskiptum og vörnum gegn lífsstílssjúkómum, aukist mikið og sem talið er geta leitt til mestu framfara læknavísindanna á þessarri öld. Af öllu þessu sögðu er því rétt að staldra aðeins við og reyna að skilja betur að bestu heilbrigðisvarnir okkar Íslendinga er hreint land, hreint vatn og góðar landbúnaðarvörur og fiskur. Mikil aðsókn ferðamanna mun gera þessar varnir enn mikilvægari en nokkru sinni og slæmt eftirlit með innflutningi á erlendu kjöti sem erfitt er að staðsetja hvaðan kemur, er aldrei mikilvægara að efla. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Förum okkur því aðeins hægar inn um gleðinnar dyr, hagsældar og peningainnstreymis. Tengt auknu vöruúrvali verslunarmanna sem vilja selja sem mest og auknum ferðamannastraum til landsins, meira en við sjálf jafnvel þolum. Á kostnað líkamsheilsu okkar Íslendinga og sem hefur hingað til verið talin sem best gerist í heiminum. Aðsteðjandi lífstílssjúkdómar, ofnotkun lyfja ekki síst sýklalyfja og allt of mikið sykurát tengt ofþyngd má sennilega laga með átaki í tíma. Innri flóruna okkar gömlu, tekst okkur hins vegar ekki að varðveita svo auðveldlega og ef ný fær að haslar sér völl á komandi árum.

Í dag eru þegar um 5% Norðmanna komnir með sýklalyfjaónæma colibakteríur í sína garnaflóru. Stórhættulegt ástand ef slíkir sýklar valda um síðir alvarlegum sýkingum. Flestar aðrar þjóðir hafa miklu hærra hlutfall og sem því miður er þegar farið að bera aðeins á hjá okkur Íslendingum (2-3%). Hlutfall sem getur stóraukist ef óvarlega verður nú farið í óheftum innflutningi „smitaðra“ matvæla. Sama má segja um samfélagsmósana illræmdu. Alvarlegar klasakokkasýkingar meðhöndla ég hins vegar daglega nokkuð örugglega á bráðamóttöku LSH í dag, en svo þarf ekki að vera á morgun. Ferðamannastrauminn til landsins verður sennilega erfitt að hefta, en styrkja má varnir okkar sjálfra með fæðuvalinu, skynsamlegri notkun sýklalyfja og öflugri smitvörnum á sjúkrahúsunum. Kaupum frekar íslenskt í dag og verum aðeins skynsöm.

 

http://www.laeknabladid.is/tolublod/2016/02/nr/5746    

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2015/06/04/ja-svinslegt-heilbrigdi-baktus-brodir/

http://www.laeknabladid.is/tolublod/2015/04/nr/5473 

http://www.dv.is/blogg/vilhjalmur-ari/2014/1/11/arasirnar-okkur-sjalf-bak-vid-tjoldin/

http://www.bbl.is/frettir/frettir/erum-ad-taka-rosalega-ahaettu/15246/

http://www.bbl.is/frettir/frettir/notkun-syklalyfja-i-landbunadi-tengist-einu-alvarlegasta-lydheilsuvandamali-samtimans/1407/

http://www.svt.se/dokument-inifran/varldens-basta-kyckling-1

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2014/03/06/tollfrjals-innflutningur-a-syklalyfjatholnum-samfelagsmosum/

http://blog.dv.is/vilhjalmurari/2016/02/18/verstu-martradirnar-ii/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Þriðjudagur 1.11.2016 - 20:38 - FB ummæli ()

Þjóðbrautin um Innra-Djúp og Strandir

ljos

Arngerðareyri í Innra-Ísafjarðardjúpi við Ísafjörð um helgina

Mikið hefur verið rætt um staðsetningu Nýs Landspítala og að hann verði nú aðgengilegur sem flestum, af landi sem og lofti. Um helgina átti ég lækniserindi inn í Innra-Djúp. Smellti þá af nokkrum myndum, sem og ég gerði líka í vor þegar ég fór norður í Kaldalón. Maður komst ekki hjá miklum hughrifum og að velta fyrir sér fegurð sveitarinnar og bættum samgöngum, en þar sem samgönguleysi var ástæða einangrunar og að sveitin fór að lokum mest í eyði.

Á Arngerðareyri var áður kaupfélag og þar stendur enn gamla kaupfélagsstjórahúsið í sínum hallarstíl með marmaragólfum og einkahöfn við sjávarmálið. Á Ármúla í Nauteyrarhreppi aðeins utar og norðar bjó og starfaði (1911-1921) síðan læknirinn og eitt ástsælasta tónskáld þjóðarinnar, Sigvaldi Stefánsson, síðar nefndur við Kaldalón. Hámenning sem blómstraði til sveita á Vestfjörðum snemma á síðustu öld og lækna víða að finna eins og t.d. í Árneshreppi á Ströndum. Vegasamgöngur voru enda víða ótryggar, en síðar komu þó flugvellir m.a. í Djúpinu. Eini flugvöllurinn sem starfræktur er í Strandabyggðinni allri er þó reyndar aðeins á Gjögri í Árneshreppi á Norðurströndum í dag, enda ófært landleiðina þangað nokkra mánuði á vetri hverjum.

arngerdareyri

Kaupfélagsstjórahúsið á Arngerðareyri um helgina

Allir vegirnir sem búið er að leggja í dag eru hins vegar varasamir og einbreiðar brýr yfir árnar. Djúpið og Norðurstrandir eru fjársjóður ferðamanna, erlendra sem innlendra og njóta vilja náttúru Íslands eins og hún gerist best og fram kemur í tónverkum Sigvalda læknis. Jafnvel til framleiðslu vinsælustu Hollywoodmynda samtímans eins og um daginn í Djúpuvík. Mestu áhyggjur almannavarna Íslands í dag eru hins vegar hópslysin sem geta orðið við þessar aðstæður á þjóðvegum landsins. Hugsa þarf hvernig bregðast á við hættunni. Tryggja þarf aðgang að nauðsynlegri læknishjálp á vettvangi og með mönnun björgunarsveita. Tryggja þarf síðan sjúkraflug með bættu viðhaldi flugvalla á mikilvægustu stöðunum eins og t.d. á Hólmavík og aðgengi sjúkraþyrluflugs. Álíka á við víða um landið. Þröngir malbikaðir vegir í besta falli, segja þannig ekki alla söguna. Miklu frekar vegalengdirnar frá þéttbýlinu, einbreiðar brýr, veðráttan og flugleysið víða. Áttatíu kílómetrar er t.d. að Ármúla og 120 km. í Norðurfjörð. Þannig hugsanlega 330 – 370  kílómetrar ef keyra þarf með sjúkling í sjúkrabíl alla leiðina suður til Reykjavíkur. Og aðeins einn læknir á öllu svæðinu (Hólmavík), einn hjúkrunarfræðingur og einn sjúkrabíll. Áttatíu kílómetrar eru í næstu hjálp frá Búðardal, við bestu skilyrði.

kaldalons

Sigvaldi Kaldalóns spilar á flygilinn sinn (mynd tekin sl. vor)

Á sumrin 2-3 faldast íbúatalan í Strandabyggð ef allir túristarnir eru taldir með og sem sumir eru jafnvel í hestaferðum allt norður fyrir Drangjökul. Þjóðvegurinn til Ísafjarðar liggur um Hólmavík og Djúpið. Bílaumferðin er því mikil árið um kring, sérstaklega á sumrin. Vöruflutningar eru miklir landleiðina árið um kring, vörubílar með jafnlanga tengivagna. Má áætla að fjöldinn nálgist að vera 30 bílar á dag og heildarlengd með vögunum þá um hálfur kílómeter. Samsvörun þannig við sundurslitna járnbrautalest. Til viðbótar eru síðan allar rúturnar og sem er stundum aðal almannaógnin. Allir sjá a.m.k. hvaða slysahættu allur þessi akstur ber með sér, ekki síst í misslæmum veðrum.

Umferðaöryggi á vegunum okkar er þegar orðið að einu ótryggasta heilbrigðismálinu á Íslandi. Eins greiður aðgangur að nauðsynlegri neyðarhjálp og sjúkrastofnunum. Ættum við a.m.k. ekki að huga að báðum endum heilbrigðisþjóðbrautarinnar okkar og greiðari aðgangi þar að, bæði á landi sem í lofti. Eða hvað ætlum við annars að bjóða landsmönnum og öllum túristunum okkar í náinni framtíð? Hjá þjóð sem býr í ægifögru landi og sem hefur verið annáluð fyrir gestrisni um aldir.

djup

Ísafjörður við Innra-Djúp

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Laugardagur 29.10.2016 - 09:43 - FB ummæli ()

Þröstur minn góður

throsturLitli þrösturinn er fagur, smár og klár. Í upphafi iðnbyltingar var frændi hans, kanarífuglinn, hins vegar notaður í sérstökum tilgangi. Í kolanámunum nánar tiltekið til að meta mörk þess lífvænlega og þegar súrefnið var á þrotum. Viðkvæmastur allra og þegar hann loks dó, var tilganginum náð og menn forðuðu sér.

Í dag beinast augu alþjóðar enn og aftur að litla Íslandi. Landinu fagra með sína frægð og sögu. Eldfjöll og jökla og eitt skemmtilegasta fótboltalið í heimi. Líka landið sem var fyrst að falla í heimi fjármálanna um árið og þegar mörk þess ómögulega höfðu verið reynd til hins ýtrasta, öðrum þjóðum til viðvörunar. Danska ævintýrið hans H.C. Andersen um næturgalann er um annan lítinn fugl sem söng svo fallega að hann gat sigrað sjálfan dauðann. Sami næturgalinn sem kom frænda sínum þá til hjálpar.

Nú er verið að reyna á nýju stjórnmálaöflin í lýðræðinu. Stjórnleysi lýðræðis ef svo má segja með sjóræningjum tæknialdarinnar og markmiðum um fullkomnari stjórnarskrá en þekkst hefur. Erlendir fréttamenn flykkjast til landsins litla til að fylgjast með. Kannski sigrar ómöguleikinn í þetta sinn eða næturgalinn kemur aftur til hjálpar og nýtt ævintýri verður til. Ný Íslandssaga að segja börnum alheimsins. Nei, ég held ekki þröstur minn góður.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Stjórnmál og samfélag

Föstudagur 28.10.2016 - 17:29 - FB ummæli ()

Miklir ágallar á fyrirhuguðu sjúkraþyrluflugi við Hringbraut

 

14502769_10202439728872067_8673767459053633745_n

Ásbjörn Jónsson verkefnastjóri hjá NLSH og Böðvar Tómasson verkfræðingur hjá Eflu og frá SPÍTAL hópnum voru til viðtals í framhaldi af viðtali við mig fyrir helgi um þyrlumálin við Nýjan Landspítala við Hringbraut, Í bítinu á Bylgjunni.

Þar kom fram samkv. tölum sem þeir vitnuðu í varðandi lendingar í Fossvogi, að þær séu um 60 á ári og breytir ekki þeirri staðreynd að suma daga geta þær verið nokkrar á dag. Mikil aukning er á sjúkraflugi utan að landi sl. ár og sem nálgast nú um 1000 á ári. Þyrlusjúkraflugin ein og sér nálgast 300 og með stöðugt auknum ferðamannastraumi má reikna með að sjúkraþyrluflugin á háskólasjúkrahúsið og eina hátæknibráðamóttöku landsins verði daglegur viðburður. Eins kom fram hjá félögunum í verkefnastjórn NLSH og SPÍTAL hópnum, að þyrlupallurinn á Nýjum Landspítala væri hannaður á sem algjör neyðarpallur og sem erfitt getur verið að skilgreina í neyðarflutningum eftir slys og í alvarlegum veikindum. Eins að pallurinn er aðeins ætlaður fyrir stórar og aflmiklar þyrlur vegna slæmra aðflugsskilyrða, þyrlur í svokölluðum afkastagetuflokki I (þyrlur sem geta haldið sér á lofti til nærliggjandi lendingarstaðar ef einn mótor af 2-3 mótorum bilar, svo sem herþyrlur) og sem Puma-þyrla LHG t.d. uppfyllir aðeins við bestu skilyrði (tóm og í góðu veðri). Það kom eins fram í máli þeirra að þótt fljúga þurfi yfir íbúabyggð, a.m.k. nýja íbúabyggð sem er verið að reisa  nú á Valslóðinni og við Hlíðarenda, að þá sé reiknað með Reykjavíkurflugvelli sem aðal aðflugs-fráflugsbraut þyrluflugsins.

Flestar þjóðir treysta í auknum mæli hins vegar á léttari þyrlur við sjúrkaflutninga af landi og nota þá gjarnan stærri palla eða velli sem taka jafnvel 3 þyrlur (svokölluð „heleport“). Helst á jörðu niðri á vel opnum svæðum. Þegar er farið að ræða sjúkraflutninga með slíkum léttari og ódýrari þyrlum á Suðurlandi í dag. Vaxandi slysatíðni með auknum ferðamannastraum og slæmt vegakerfi, ásamt slæmu umferðaaðgengi gengum borgina, og miklu álagi á sjúkraflutninga langar leiðir með sjúkrabílum gera þessa þyrluflutninga mikið mikilvægari en verið hefur.

Mikill ferðamannastraumur út á land kallar á góðar samgöngur, bæði á landi sem úr lofti og sem mikið hefur verið í fréttum. Í helmingi alvarlegra slysa og dauðsfalla af þeirra völdum koma útlendingar við sögu og aukning á slysatíðninni hefur verið um 20% á milli ára. Nú hugsum við í vaxandi mæli um slys tengd hópferðabifreiðum að sumri og ekki síður vetri og sem almannavarnir og björgunarsveitir landsins hafa hvað mestar áhyggjur af. Oft hugsum við hins vegar ekki um réttu endana á heilbrigðisvandamálum kerfisins, heldur aðeins um fullkomna Háskólasjúkrahúsið okkar og aðal bráðasjúkrahús landsins sem Alþingi vill endilega hafa einangrað hjá Háskólanum í Vatnsmýrinni. Þar sem þegar er búið að loka neyðarbrautinni fyrir m.a. sjúkraflug og aðstaða fyrir þyrlulendingar við spítalann verða en verri og í raun ófullnægjandi öryggisins vegna í framtíðinni og sem aðeins verða leyfðar í svokölluðum  „neyðartilvikum“ og fram kom í gær í viðtali við skipulagshönnuði spítalans. Eins eru fyrirséðar enn meiri aðgangshindranir með sjúkrabílum gegnum hana Reykjavík vegna umferðaöngþveitis á annatímum. Er okkur lífsins ómögulegt að skipuleggja neyðarmálin vitrænt í báða enda og jafnvel nú þegar heilbrigðismálin eru í forgangi?

http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP49528

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Þriðjudagur 25.10.2016 - 00:14 - FB ummæli ()

Jæja, ættum við ekki að kjósa um vel staðsettan þjóðarspítala og örugga sjúkraflutinga?

14502769_10202439728872067_8673767459053633745_nÉg er sérstaklega gáttaður á viðhorfi flestra stjórnmálaflokka, allra nema Framsóknarflokks í dag og Pírata vonandi á morgun, fyrir því augljósasta af öllu varðandi byggingaframkvæmdir nú á Nýjum Landspítala við Hringbraut. Að vilja ekki tryggt öryggisplan B við móttöku sjúkraflutninga utan af landi, landleiðina eða með sjúkraflugi. Hvorki þarna né öðrum rökum Samtaka um betri spítala á besta stað (SBSBS) hafa stjórnvöld viljað ræða og RÚV, ríkisfjölmiðilinn, þögull sem gröfin. Lokun neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar er staðreynd og þegar byrjað að byggja við NA brautarendann, á gömlu Valslóðinni. Samkvæmt byggingaáformum við Nýjan Landspítala er áformað að hafa þyrlupall fyrir eina þyrlu á 5 hæð rannsóknarbyggingar, rétt við sjálfan meðferðarkjarnann og sjá mátti í kynningarriti í Fréttablaðinu í morgun. Byggingaáform sunnan nýju Hringbrautarinnar útilokar síðasta opna svæðið aðlægt Nýjum Landspítala við Hringbraut og þannig öllu mögulegu nauðlendingarsvæði fyrir sjúkraþyrlur sem þangað mundu vilja leita í framtíðinni.

Vegna afleiddra lendingaraðstæðna eru því gerðar kröfur um stórar þyrlur sem geta haldið sér á lofti ef mótorbilun verður í einum mótor. Þyrlur sem eru venjulega allt of stórar og dýrar fyrir venjulega sjúkraflutninga og sem geta engu að síður skapað stórhættu við erfið skilyrði og aðrar bilanir. Allir geta séð fyrir sér hvaða áhættu þetta ber með sér fyrir íbúabyggðina í Þingholtum og nýjum byggingarsvæðum við Hlíðarenda sem og á gömlu Valslóðinni. Að ekki sé talað um spítalann sjálfan og meðferðarkjarnann. Ekkert öryggisplan B þannig eins og reyndar fyrir venjulegar sjúkraflugvélar í dag í slæmum veðurskilyrðum á sjálfum Reykjavíkurflugvelli með lokun neyðarbrautar og sem verður jafnvel allur látinn víkja í framtíðinni. Mál sem m.a. rædd voru við mig fyrir helgi, Í bítinu.

þyrla

Nýja deiliskipulagið Reykjavíkurborgarar fyrir Hlíðarenda frá 2012.

Nálægð við Reykjavíkurflugvöll var alltaf ein af aðalforsendum fyrir staðarvali nýs þjóðarsjúkrahúss við Hringbraut rétt um síðustu aldarmót, ásamt nauðsynlegum samgöngubótum og umferðarmannvirkjum (Miklubraut í tvöfaldan stokk og nýja stofnbraut við Hlíðarfót) til að tryggja góðan aðgang að sjúkrahúsinu. Þessum tveimur af þremur aðalforsendum fyrir staðarvali spítalans var kippt út með nýju deiliskipulagi Reykjavíkurborgar 2012 sem vildi nýta lóðirnar og Vatnsmýrina fyrir íbúabyggð. Öllum aðalforsendunum þannig nema nálægðinni við aðalbyggingu HÍ. Allir vita hins vegar hvernig umferðin vestur í miðbæ Reykjavíkur gengur fyrir sig á daginn úr austurborginni, hvað þá hvernig hún á eftir að þróast í náinni framtíð og þegar framkvæmdir aukast margfalt á miðbæjarsvæðinu og keyra þarf nú burt hundruð þúsundunda kílóa af klöpp sem á eftir að sprengja fyrir nýjum meðferðarkjarna í Þingholtunum. Þegar sjúkraflutningar landleiðina teppast einnig og hver mínúta getur skipt máli milli lífs og dauða.

Þegar er mikil aukning á sjúkraflugi utan að landi sem nálgast 1000 á ári. Þyrlusjúkraflugin ein og sér nálgast 300 og með stöðugt auknum ferðamannastraumi á næstu árum má reikna með að sjúkraþyrluflugin á háskólasjúkrahúsið og eina hátæknibráðamóttöku landsins verði allt að 2-3 á dag. Hver klukkustund skiptir miklu máli þegar flytja þarf alvarlega veikan eða stórslasaðan einstakling langar vegalengdir. Fjlöga þyrfti því léttari sjúkraþyrlum og helst að hafa þær til taks í öllum landsfjórðungum og sem þegar er farið að skipuleggja á Suðurlandi. Slíkar þyrlur mega hins vegar ekki lenda við háskólasjúkrahúsið nýja á Hringbraut eins og áður sagði. Eins þyrfti að tryggja betra viðhald flugvalla til sjúkraflugs og sem nú eru víða látnir drappast niður. Ófá dæmi er um margra klukkustunda keyrslu í sjúkrabílum með alvarlega veika sjúklinga utan af landi, einkum af Vesturlandi að meðtöldum Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Jafnvel daglega. Stjórnmálaöfl sem vinna gegn öllum þessum markmiðum um að gera  sjúkraflutninga öruggari, á besta og fljótlegasta máta til vel staðsetts spítala sem á að geta tekið á móti sjúklingum á sem bestan máta, vinna í raun gegn almannahagsmunum og sem reynir stundum mest á í lífi sumra.

imageJæja, ættum við ekki að fara að kjósa um vel staðsettan þjóðarspítala og lágmarks öryggi sjúkraflutninga utan og innan höfuðborgarmarkanna? Okkur er ekki sama um stöðnun spítalaþjónustunnar, bara af því að henni er nú valin slæmur staður. Miklu dýrari auk þess þegar upp verður staðið eftir áratuginn (munur sem hefur verið reiknaður allt að 100 milljörðum króna hjá SBSBS á yfir 20 árum). Og hugsið ykkur allt óhagræðið og ónæðið á framkvæmdatímanum næsta áratuginn. Eins kostnað þjóðfélagsins vegna sífeldrar umferðateppu, miklu dýrara nýtt spítalalagnakerfi og skolplagnir í gömlu rótgrónu hverfi auk síðan nauðsynlegs dýrari þyrlukosts sem sem krafist er fyrir allt að tugi milljarða króna og sem getur auk þess skapað óþarfa stórhættu á lendingarstað við þjóðarsjúkrahúsið nýja.

bitid

Enn ein könnunin á þjóðarvilja sem birtist á Bylgjunni 20.10 (um 4.500 kusu) og sem allar hafa áður sýnt svipaða niðurstöðu. Hvað eru stjórnmálaflokkarnir að hugsa nú rétt fyrir alþingiskosningar varðandi stærstu og mikilvægustu ríkisframkvæmdina?

Ætla flestir stjórnmálflokkar aðrir en Framsókn og kannski Píratar virkilega að mála sig út í horn hvað þessi mikilvægu og augljósu mál varðar og sem er mest Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki um að kenna og sem gert hafa allt sem þeir geta til að heilaþvo þjóðina sl. 2-3 ár vegna „einkennilegra“ hagsmuna. Kosta jafnvel til áróðursins nú gegn málstað Samtöka um Betri spítala á besta stað og sem er félaust áhugamannafélag, án nokkra persónulegra hagsmunatengsla, með útgáfu sérblaðs með Fréttablaðinu í morgun fyrir 1-2 milljónir króna á að giska og sem tekið er af almannafé. Af fé fólksins sem flestar skoðanakannanir sýna að um allt að 70% vilja allt annan stað en Hringbrautina. Stjórnvöld hafa aðeins verin beðin um að láta gera nýja óháða staðarvalsathugun enda slík athugun aldrei verið gerð og margt breyst á 20 árum. Óháða hagsmunum 101 Reykjavíkurborgar nú og annarra hagsmunaaðila fyrir Hringbrautarframkvæmdina og flestir sjá að er stórgölluð. Dýrustu ríkisframkvæmd Íslandssögunnar og allt er talið með. En því miður virðast flest stjórnmálaöflin halda áfram á berja hausnum við Hringbrautarklöppina og sem á eftir að sprengja.

Spítalaheilbrigðið og fólkið

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Mánudagur 17.10.2016 - 12:48 - FB ummæli ()

Rafhlöður sem bila og springa

galaxy
Mörgum finnst örugglega óviðeigandi af mér lækninum að bera saman lífveruna manninn við dauðann hlut, þótt tæknivæddur sé. Skilningur okkar í dag á lífeðlis- og efnafræðinni og rafeðlisfræðinni leyfir okkur það engu að síður. Hvernig orkan byndst í líkamanum eftir bruna næringarefna og hverning hún er síðan losuð í orkukornum þegar hennar er þörf. Til viðhalds lífsstarfseminnar og til allara hreyfinga. Ákveðin samsvörun við endurhlaðanlegar rafhlöður sem hjálpar okkur að öðlast betri skilning á frumþörfum okkar varðandi næringu og orkubúskap. Orku sem þarf að vera í góðu jafnvægi við umhverfið okkar og kröfur. Fullkomnar okkur, ekkert ósvipað og bætt tækni gerir á sína vísu með nýju raftækjum og fullkomnari rafhlöðum og sem við teljum ómissandi í okkar daglega lífi.

Snjallsímar er gleggsta dæmið um raftæki sem fæst okkar viljum vera án og við teljum í dag lífsnauðsynleg. Stærsti samskiptamiðillinn, sími, tölva og myndavél, allt í senn. Endurhlaðanlega og stöðugt fullkomnari rafhlaða í þeim gerir þetta okkur kleift. Endurnýjanleg rafhlaða er samt ekki til og sem skilur okkar góðu orkukorn frá rafhlöðum tækja og sem geta bætt sig og fjölgað í frumunum okkar út ævina. M.a. með góðri hreyfingu og hollri næringu, í jafnvægi við þarfir og næga súrefnisinntöku. Súrefni sem síðan önnur frumstæðari orkukorn, grænukornin, gefa okkur í jurtaríkinu með ljóstillífun sinni og sem er síðan undirstaða alls lífs á jörðinni. Stærsta rafhlaðan má segja í ákveðnum skilningi, en sem mannkynið er á góðri leið með að eyðileggja og jafnvel sprengja samfara gróðurhúsaáhrifunum og ofhitnun jarðar.

Okkar eigin rafhlaða getur hins vegar skemmst m.a. vegna lífstílssjúkdómana svokölluðu. Aðallega með ofhleðslu næringarefna og orkugjafa, aðallega sykurs og síðan ónógri hreyfingu og orkulosun sem veldur ofþyngd. Rafhlaðan okkar eða orkukornin tengjst þannig öllum efnaferlum líkamans og grundvelli lífs á jörðinni. Milljón sinnum fullkomnari en um leið viðkvæmari en þau sem eru í raftækjunum okkar og getum endurhlaðaðið þegar okkur sýnist svo. Orkukorn lífsins þarfnast hins vegar umhyggju og skynsemi. Viðgerðarþjónustu líka má segja og þegar alvarlegir sjúkdómar herja á okkur. Heilbrigðisþjónustu köllum við hana reyndar og sem víða er nú í molum og fjölmiðlaumræðan sl. daga ber glöggt með sér hér á landi.

Förum vel með rafhlöðurnar okkar. Kjósum stjórnmálaöfl sem hugsa um „stóru rafhlöðurnar“ í þjóðfélaginu og að þær endist vel og lengi. Með verndun jarðar, góðri forvarnarstefnu og styrkingu heilsugæslu og öldrunarþjónustu. Til bættrar lýðheilsu ef svo má segja og að bráða- og sjúkrahússþjónustan sé a.m.k. til staðar og þegar hennar er mest þörf. Annars springa rafhlöðurnar, stórar sem smáar, ein af annarri. Eins og reyndar gerist nú í nýja „fullkomna“ snjallsímanum frá Samsung og sem átti að reynast markaðsöflunum svo vel. Látum það sama ekki gerast með óskynsamlegum plönum stjórnmálamannana nú og sem oft hugsa öðruvísi en skynsamlegast getur talist. Okkur öllum til heilla.

Rafhleðslutækið sjálft verður ekki til umfjöllunar í París

Flokkar: Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

Mánudagur 3.10.2016 - 21:01 - FB ummæli ()

Stjórnvöld sem ekki hlustuðu á neyðarópin í heilbrigðiskerfinu!

913385

 

Fyrir rúmum 4 árum skrifaði ég um bráðaástandið á Bráðamóttöku LSH og mikinn fráflæðisvanda vegna plássleysis á sjúkrahúsinu og aðflæðisvanda með miklu yfirflæði inn á deildina vegna ástandsins í heilsugæslunni og öldrunarþjónustunni á höfuðborgarsvæðinu. Álag sem líka hefur verið augljóst þar, á bráðamóttökum hverskonar og sem samsvarar allt að áttföldu álagi miðað við í nágranalöndunum. Áfremdarástandið hefur haldið áfram að vaxa sl. ár og nú búið að lýsa yfir neyðarástandi á Bráðamóttöku þjóðarsjúkrahússins, LSH í Fossvogi og sem tekur iðulega á móti allt að 300 sjúklingum á degi hverjum. Margir sjúklingar sem komast síðan ekki lönd né strönd og þegar þeir ættu best heima innan sjúkrahússins eða annars staðar innan heilbrigðiskerfisins, eins og t.d. hjúkrunarheimilum. Ílengjast þess í stað á göngum bráðadeildar, jafnvel svo dögum skiptir og þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi þeirra eða endanlega meðferð og heilbrigðisstarfsfólk þarf að sinna samtímis þeim sem nýkomnir eru. Eins vegna stóraukinnar aðsóknar ferðamanna á deildina sem nálgast að vera yfir 4 milljónir hér á landi á ári og sem þegar í dag skapar mikið viðbótarálag og reyndar spítalann allan. Mikið af öldruðu fólki t.d. með skemmtiferðaskipunum og eins vegna þeirrar staðreyndar að t.d. helmingur alvarlegustu umferðaslysanna úti á landi á ári tengist útlendingum.

Löngu hefur verið ljóst að byggja hefði þurft við Bráðamóttöku LSH í Fossvogi, svokallaða 3-5 daga greiningadeild lyflæknissviðs fyrir skammtímainnlagnir og meðferð þeirra minnst veiku og jafnvel fyrir þá minnst slösuðu og aldraðir eru. Vandi sem leysist ekki með framtíðaráformum um framtíðar-bráðasvið á Hringbraut nú og sameiginlegan meðferðarkjarna eftir 8 ár og sem nú þegar er reyndar orðin hluti framtíðar bráðabigðarlausnar vegna furðulegra hagmunatengsla í allar áttir. M.a. hugmynda um framtíðaruppbyggingu miðbæjar Reykjavíkur og sem eitt sinn átti líka að heita heildarlausn til langrar framtíðar  með hugmyndinni með einn sameinaðan spítala við Hringbraut og þannig mikinn sparnað. Rekstur sem flestir eru farnir að sjá að verði síðan í mesta lagi í einn til tvo áratuga vegna þrengsla og staðsetningarinnar í gamla miðbænum. Heildarkostnaður er engu að síður reiknaður í hátt að 100 milljarða króna og áður en hafist er handa í endurnýjun eldra húsnæðis, eftir að byggingu meðferðarkjarnans lýkur árið 2024 og sem margir efast nú um að verði að veruleika vegna miklis kostnaðr og óhagræðis. Samtökin um betri spítala á betri stað (SBSBS) hafa hins vegar bent á ásamt fleirium, að byggja mætti á miklu hagkvæmari máta framtíðarsjúkrahúsið okkar á betri stað fyrir minni kostnað, ekki síst þegar hagræðingakostnaður til skemmri og lengri tíma er reiknaður og sem jafnvel getur staðið undir lánakostnaði. Eins með mikið betra aðgengi fyrir alla, ekki síst sjúkraflutninga úr lofti sem af láði. Stórmál á stærstu ríkisframkvæmd sögunnar sem löngu er kominn tími til að endurskoða, burtséð frá samtyggingaráhrifum stjórnmálamannana um árabil og áður en lengra verður nú haldið í framkvæmdum við Hringbraut. Bráðaheilbrigðismálin til framtíðar og með bestu hugsanlegri staðsetningu þjóðarsjúkrahússins okkar sem stjórnvöld og flest stjórnmálaöfl hafa þráskallast að vilja skilja. Meirihluti heilbrigðisstarfsfólks hins vegar og þjóðin reyndar öll samkvæmt skoðanakönnunum sl. ár.

Í millitíðinni er ekki hjá komist að ráðast í bráðalausnir strax vegna neyðarástands sem nú ríkir og löngu hefði átt að vera byrjað á. T.d. byggingu greiningardeildar í Fossvogi sem klárast gæti á rúmu ári og þarf alls ekki að kosta svo mikið og endast getur til langrar framtíðar og þegar lokaniðurstaðan verður e.t.v. að reka tvær sjúkrahússtofnanir af öryggisástæðum. Eins þarf að stórbæta þjónustuástandið í heilsugæslunni og í öldrunar- og öryrkjaþjónustu hverskonar og sem tekur nokkur ár, en margoft hefur verið bent á á sl. ár. Þar sem líka lítið er hlustað af hálfu stjórnvalda, nema e.t.v. fyrir alþingiskosningarnar nú og heilbrigðismálin okkar eru í aðalbrennideplinum. Loksins og í landi þar sem jafnvel ríkisfjölmiðillinn (RÚV) virðist hafa vera bundinn þagnarskyldu yfir og viljað leyna sl. ár.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Miðvikudagur 28.9.2016 - 01:45 - FB ummæli ()

Þetta kýs þjóðin nú um, betra heilbrigðiskerfi og góðan þjóðarspítala.

vifilstadir.vaa

Skynsamleg uppbygging á betri nýjum Landspítala á besta stað (t.d. á Vífilstöðum) hefur verið reiknað út hjá Samtökum um betri spítala á besta stað (SBSBS) geti sparað þjóðfélaginu allt að 100 milljarða króna næstu tvo áratugina miða við byggingaráformin nú við Hringbraut. Sparnaðinn mætti frekar leggja til innviða kerfisins, mannauðs og bætts tækjakosts sem mikið vantar upp á í dag (um 5 milljarðar króna á ári næstu 20 árin). Auk þess hefur verið bent á mikið ónæði á Hringbraut fyrir sjúklinga á byggingatíma við Hringbraut við meðferðarkjarnann (um 80.000 fermetrar) til ársins 2023/2024 og vegna endurbygginga síðan á gamla húsnæðinu sem þá er eftir (um 60.000 fermetra sem þegar er verulega skemmt í dag), og skerts aðgengis fyrir sjúklinga, starfsfólk og sjúkraflutninga, úr lofti og á láði í sjálfri höfuðborginni í 101 Reykjavík.

Flestir stjórnmálaflokkanna virðast hins vegar vilja byggja bara „einhvern veginn“ nýjan spítala við Hringbraut sem þó er ekki byrjað á og láta smjörklípuaðferðina gömlu og vinsælu duga. Með breytilegum fjárframlögum á ári, eftir hvernig viðrar í þjóðarbúskapnum hverju sinni. Ekki góðrar og ódýrari heildarlausnar til langs tíma. Nú jafnvel á einu mestu hagsældartímabili þjóðarinnar!

Hvað skyldu hinir sömu segja (aðallega stjórnmálamenn úti á landi væntanlega) ef grafa ættu ófullkomin jarðgöng gegnum fjöllin okkar. Óörugg og endast ættu auk þess aðeins 1-2 áratugi, t.d. Vaðlaheiðargöngin nú? Má þjóðargjöfin besta og stærsta virkilega ekki vera betri en þetta fyrir sjálft svelta heilbrigðiskerfið til áratuga og framkvæmd sem þegar er farið að líta á sem alsherjar bráðabirgðalausn af þeim sem best þekkja til. Framkvæmd sem kosta mun jafnmikið ef ekki meira en gott nýtt 120-140.000 fermetra sjúkrahús á góðu byggingalandi og sem stenst allar kröfur um fyrirmyndarspítala. Tekur auk þess álíka langan tíma að fullklára í friði og spekt og dæmi er um erlendis af álíkri stærð og enst getur fram á næstu öld. Eins og gamli góði Landspítalinn gerði á síðustu öld með síðari hjálp Borgarspítalans góða í Fossvogi í lokin og sem til stendur nú að afskrifa eftir sameiningu. Þá heildarfækkun sjúkrarúma miðað við sem nú er, úr 683 í 559. Þrátt fyrir þegar brýnni þörf á sjúkrarúmum í dag og væntanlega fjölgun þjóðarinnar og stöðugt aukinn fermannastraum. Gamla Borgarspítalann eigum við því að fullnýta næsta áratuginn eða jafnvel  lengur og byggja strax við bráðmóttökueininguna 3-5 daga lyflæknislegudeild sem bráðvantar og nóg pláss er fyrir, kostar ekki svo mikið (sennilega innan við 1 milljarð króna) og sem gæti risið á innan við einu ári.

vifilst2

Könnun Viðskiptablaðsins og Gallup sl. vor

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn