Föstudagur 05.11.2010 - 00:05 - 4 ummæli

LEGO arkitektúr

Bandaríska arkitektinum Adam Reed Tucker var farið að leiðast og fannst of lítið byggt af líkönum á teiknistofunni. Hann velti fyrir sér hvernig hægt væri að breyta vinnunni í leik með því að byggja fleiri líkön. Í framhaldi af því datt honum í hug að byggja þekkt hús úr LEGO kubbum og markaðsfæra þau.

Afraksturinn er framleiðsla á LEGO kössum með efni í heimsfræg hús með tilheyrandi leiðbeiningum. Nú er hægt að kaupa LEGO kubbaefni í nokkur fræg hús hönnuð af bandarískum arkitektum. Þetta er t.d. Falling Water og Guggenheim eftir Frank Lloyd Wrigt og fl.

Nú er Tucer að undirbúa hús frá Evrópu svo sem “Svarta Demantinn” í Danmörku og Operuna í Oslo.

Þessir LEGO kubbakassar eru ekki til hér á landi en þá má nálgast á eftirfarandi slóð:

http://www.brickstructures.com/SiteStore.html

Hér er kannski komin hugmynd að jólagjöf fyrir forfallna áhugemenn um arkitektúr!

Efst er mynd af Villa Savoye frá árinu 1929 eftir le Courbusiere sem hefur verið “kubbað”

Peggy Guggenheim safnið í New York

Falling Water eftir Frank Lloyd Wright

Art Deco byggingin Empire State í New York eftir Gregory Johnsson

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Þetta spratt nú bara af því hvað ég hef oft staðið frammi fyrir nútímabyggingum og orðið hugsað til kubba – mér finnst nútímaarkitektúr oft töluvert sársaukafullur, já.

  • stefán benediktsson

    Er „nútímaarkitektúr“ eitthvað vont Helga?

  • Er ekki nútímaarkitektúr einmitt afleiðing (of mikilla) kubbaleikja?

  • Sigurður Guðmundsson

    Stórskemmtileg og snjöll viðskiptahugmynd

    Er þetta ekki svokallað frumkvöðlaverkefni fyrir sprotafyritæki?

    Spurningin er „bara“ að láta mann detta eitthvað (annað en álver) í hug og þá hverfa áhyggjurnar og vandamálin.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sjö? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn