Mér hefur yfirleitt þótt Ólafur Elíasson hugsa eins og arkitekt. List hans gengur oft út á það sama og verk arkitektsins – að fanga rýmið. Hann nálgast verk sitt eins og arkitekt. Það er því þroskandi og skemmtilegt að skoða list hans í því ljósi. Sennilega á einn helsti aðstoðarmaður Ólafs einhvern þátt […]
Ég velti fyrir mér hvað Reykjavíkurborg hugsar sér með torg Kvosarinnar? Kannski eiga torgin ekki að hafa annan tilgang en þann að vera eins konar olnbogarými í gatnakerfinu og til þess að mæta tilfallandi þörfum líðandi stundar. Hugsanlegt er líka að gefa þeim ákveðið hlutverk í bæjarlífinu. Hvernig á t.d. Ingólfstorg að vera […]
Ég var í St. John í New Brunswick í Kanada í byrjun vikunnar. Þetta er lítill bær. Eitthvað um 150 þúsund íbúar með höfn, háskóla, ágætu myndlistarsafni og tónlistarhúsi með um 900 sætum. Svo er þarna lifandi miðbær, sem ekki er sjálfsagður hlutur í vesturheimi. Í miðbænum er “inside connection pedestrian way […]
Gamli prófessorinn minn á Konunglegu dönsku Akademíunni fyrir fagrar listir í Kaupmannahöfn, Jörgen Bo, byrjaði oft fyrirlestra sína með því að varpa mynd af málverki upp á vegg. Bo var mikill áhugamaður um myndlist og teiknaði m.a. listasafnið fræga, Louisiana í Danmörku. Jörgen Bo útskrifaði marga íslenska arkitekta. Má þar nefna Sverri Norðfjörð heitinn, […]