Philippe Starck hefur hæfileika til þess að vekja á sér athygli eins og sést þegar bók um verk hans er skoðuð. Þar er sett mynd af honum sjálfum berum að ofan á forsíðu og það sem meira er að á annarri bók er mynd af honum þar sem hann er einnig ber en […]
Árni Ólafsson setur fram mikilvægar spurningar um staðarval LSH og endurmat þess í athugasemd sinni við síðustu færslu mína. Árni spyr: “Hver á að hafa frumkvæði að slíku endurmati? Er það of seint? Er sjálfvirknin í ákvarðanaferlinu alger? Kunna menn að hætta við án þess að missa æruna? Eða þora menn ekki að hætta […]
Mér hefur borist til eyrna að skipulags- og byggingasvið borgarinnar sé nú að hefja vinnu við gerð forsagnar vegna gríðarlegrar uppbyggingar á lóð Landsspítalans við Hringbraut. Hugmynd borgarinnar er sú að lýsa í forsögninni áherslum borgaryfirvalda um skipulagsgerðina og uppbyggingu á staðnum. Forsögnin verði unnin á skipulags- og byggingasviði með aðkomu sérfræðinga þar […]
Af einhverjum ástæðum birtust ekki myndir af verkum Björns Hallssonar með síðustu færslu. Ég ætla að bæta úr því í dag og setja nokkrar myndir af nýlegum verkum Björns og kynna hann lítillega fyrir lesendum. Það er vilji minn að kynna lauslega þá arkitekta, landslagsarkitekta. innanhússarkitekta sem tjá sig hér á bloggi mínu um málefni […]
Ég fæ mikinn fjölda sendinga frá lesendum mínum í tengslum við bloggið. Ég er afskaplega þakklátur fyrir það. Björn Hallsson, arkitekt, sendi mér eftirfarandi texta frá Kína þar sem hann starfar um þessar mundir. Björn rak teiknistofu í Chicago um árabil og er tvímælalaust sá íslenski arkitekt sem komið hefur að flestum sjúkrahúsum og byggt […]
Því hefur verið haldið fram að arkitektar viti eitthvað um allt meðan verkfræðingar viti allt um fátt. Þetta kom mér í hug á fundi sem mér bauðst að fara á í Boston á mánudaginn var. Þar átti ég tæpra tveggja tíma samtal við Theodore C. Landsmark, president (rektor) í Boston Architecture Collage (BAC) og kollega […]
Menn hafa látið mörg gullkorn frá sér fara um byggingalistina. Ég ætla að ryfja nokkur upp sem áhugafólk hefur bæði gott og gaman af að hugleiða. Ég veit ekki til þess að þau hafi verið þýdd á íslensku og bið afsökunar á að þetta sé hér á ensku. DA VINCI – […]
Ég hef oft á ferðalögum mínum lagt lykkju á leið mína og skoðað arkitektaskóla. Þeirra á meðal eru tveir skólar í Boston, Harvard og BAC, AA í London, Berkeley í San Fransisco, skólar í Glasgow, Vín, Kaupmannahöfn.o.fl. Þegar ég skoða verk nemanna skynja ég samhengi milli aðstæðna þar sem námið fer fram og gæða […]
Nú sýnist mér að forræði yfir deiliskipulagi Landspítalalóðarinnar sé að færast frá borginni til hagsmunaaðila. Það er að segja að Skipulagsráð kjörinna fulltrúa með sína færustu arkitekta og skipulagsfræðinga hjá borginni eru að afhenda meðferð málsins til verkefnisstjórnar LSH. Það er ekki góð reynsla af því að afhenda hagsmunaaðilum forræðið í deiliskipulagsvinnu. Maður veltir fyrir […]
Fyrir utan pólitískan óróa í Alþingishúsinu er þar einnig nokkur arkitektóniskur órói. Ég nefni dæmi. Ef grannt er skoðað sést að hlið Alþingishússins til norðurs er samhverf og sömuleiðis hliðin til suðurs. En það er eins og suðurhliðin og norðurhliðin séu ekki á sama húsinu. Þegar horft er á norðurhliðina blasir við tveggja hæða […]