Færslur fyrir febrúar, 2010

Sunnudagur 28.02 2010 - 23:26

Betri nýting á húsnæði og mannafla

  Það er ekki bara hér á landi sem arkitektar eru að velta fyrir sér sjúkrahúsum og hagræðingu þar. Iðnhönnuðirnir hjá Priestmangood hafa lagt fram hugmyndir um sjúkraaðstöðu sem eiga rætur sinar að rekja til aðstöðu á fyrsta farrými stóru flugfélaganna á löngum flugum. Hugmyndin er að gera eins og í flugvélunum;  Að lágmarka rýmið […]

Föstudagur 26.02 2010 - 13:28

Form Follows Function

Yfirgnæfandi meirihluti nútíma arkitekta eru “funktionalistar”,  hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Þetta segi ég vegna þess að byggingarlist er nytjalist. Ef arkitektar kynna sér bækurnar ”Kindergarten Chats” eða ”Autobiography of an Idea” eftir Louis Sullivan (1856-1924), þar sem hin fleyga setning “ Form follows Function” kom fyrst fram, átta þeir sig strax […]

Miðvikudagur 24.02 2010 - 10:58

“Hvað kom upp úr kössunum?”

  Nú liggur fyrir niðurstaða í forvali um hönnun Landspítala Háskólasjúkrahúss.  Niðurstaðan sýndi að forvalsgögnin voru ekki í samræmi við verkefnið, markaðinn eða þá þjónustu sem er í boði á þessum vettvangi hér á landi.  Viðhöfð var slæm stjórnsýsla, fagfélög voru hundsuð og þau sýndu skort á festu og karakter, eins og það er kallað í […]

Mánudagur 22.02 2010 - 13:59

ARGOS – Kynning

Hinar þrjár sýnilegu víddir byggingalistarinnar skipta miklu máli. En það eru fleiri faldar víddir sem skipta ekki síður máli,  t.d. félagslega víddin, hljómburðurinn, lykt og litir. Svo er það fjórða víddin, tíminn. Þegar hugsað er til arkitektastofunnar ARGOS kemur tíminn einmitt upp í hugann. ARGOS, Arkitektastofa Grétars Markússonar og Stefáns Arnar Stefánssonar var stofnuð fyrir […]

Föstudagur 19.02 2010 - 14:39

Niðurstaða forvals um LSH.

  Allt var fyrirséð og það sem menn óttuðust kom á daginn. Íslenskir arkitektar leiða aðeins tvö teymi af sjö í arkitektasamkeppni um LHS. Líkur eru á að erlendir arkitektar séu í öllum teymunum. Síðastliðinn mánudag var skilað inn umsóknum í forvali um að fá að taka þátt í samkeppni um skipulag og nýbyggingar Landspítala […]

Fimmtudagur 18.02 2010 - 08:26

Arkitektúr, “félagsleg list”

    “Remember that, above all, Architecture is a social art which has to serve society. Your work will affect the lives of many human beings for many years to come.Winston Churchill once said: “We shape our buildings; thereafter they shape us.” Þetta fann ég í bók sem ég fékk gefins frá vini mínum í […]

Miðvikudagur 17.02 2010 - 09:17

Arkitektar Hjördís & Dennis -Kynning

Tveir reyndir arkitektar stofnuðu arkitektastofuna, Arkitektar Hjördís & Dennis, fyrir um 15 árum.  Eigendurnir hafa komið að mjög fjölbreyttum verkefnum hér á landi og erlendis, einkum á Bretlandseyjum og í Þýskalandi. Byggingarverkefnin eru fjölbreytileg að stærð og gerð, svo sem íbúðarhús, skólabyggingar, félagsheimili, íþróttahús, sundlaugar, hótel, verslunar- og skrifstofuhús o.fl.. Skipulagsverkefnin eru deiliskipulög fyrir sveitarfélög. […]

Þriðjudagur 16.02 2010 - 09:34

Studio Granda – Kynning

Studio Granda hefur sýnt góðan árangur í samkeppnum frá því teiknistofan var stofnuð fyrir rúmum 20 árum. Tillögur þeirra að skrifstofubyggingu Alþingis og að endurmótun Arnarhóls vöktu verðskuldaða athygli fyrir nýstárlega nálgun á úrlausnarefninu. Arkitektastofan stimplaði sig inn sem ein fremsta stofa landsins þegar hún vann til fyrstu verðlauna um ráðhús Reykjavíkur. Þetta var ung […]

Mánudagur 15.02 2010 - 17:45

LSH og nýliðun í arkitektastétt

Jóhannes Þórðarson deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands skrifar athugasemd við færslu mína s.l. föstudag. Ég leyfi mér að birta skrif hans í heild sinni þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af meðferð höfundarréttar og hvaða áhrif hún kunni að hafa á byggingalistina í landinu. Hann veltir líka fyrir sér  nýliðun í greininni, möguleika ungs […]

Sunnudagur 14.02 2010 - 19:14

Á Stofunni arkitektar – Kynning

Á Stofunni arkitektar er rekin af tveim skólafélögum frá Konunglegu listaakademíunni í Kaupmannahöfn og hafa þeir rekið hana í meira en 30 ár. Á teiknistofunni hafa verið  hannaðir hundruð þúsunda fermetra í margskonar byggingum. Teiknistofan hefur unnið til verðlauna og viðurkenninga í 35 samkeppnum ýmiskonar, þar af hefur stofan hafnað í efsta sæti 19 sinnum. […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn