Á árinu sem nú er að líða var opnuð gestastofa, upplýsingamiðstöð ferðamála fyrir Vatnajökulsþjóðgarð að Skriðuklaustri, “Snæfellsstofa”. Þarna er um að ræða litla bygginu sem er um 750 m2. Mér hefur ekki hlotnast tækifæri til þess að skoða bygginguna en er sagt að hún beri af sér góðan þokka. Húsið tyllir sér léttilega niður […]
Arkitektarnir hjá ARGOS, þeir Grétar Markússon og Stefán Örn Stefánsson hafa mælt upp og teiknað húsið að Aðalstræti 22 og sagt til um endurgerð þess eftir bruna árið 2007. Þeir lýsa sögu hússins í stuttu máli með eftirfarandi hætti: “Austurstræti 22 var reist 1801 af Ísleifi Jónssyni dómara. Fjórum árum seinna keypti stiftamtmaðurinn Trampe greifi […]
Frank Gehry er að vinna að byggingu fyrir University of Technology í Sydney. (UTS) Þetta er fyrsta bygging Gehrys í Ástralíu og að líkindum sú síðasta enda er maðurinn orðinn 81 árs gamall. Þó verður maður að hafa í huga að góðir arkitektar lifa oft lengi. Frank Loyd Wright kláraði stórbyggingu eina þegar hann […]
Kollegi minn sendi mér myndir af verslunarkjörnum, kringlum, á Englandi og í Frakklandi. Hann þekkir vel til málanna og upplýsir að englendingar leyfa ekki verslunarmiðstöðvar í úthverfum eins og áður var algengt víða (Kringlan og Smáralind hér á landi). Englendingar byggja nún aðeins slíkar byggingar í miðkjörnum borga og nota þar með tækifæri til þess […]
Norðmaðurinn Martin Otterbeck keypti gamlan olíutank með lóð skammt frá Lofoten í Noregi fyrir um 150 þúsund norskar krónur og innréttaði sér íbúð. Þetta er skemmtilegt dæmi um hvernig nota má úr sér gengin mannvirki og gefa þeim nýtt líf. Hjálagðar eru myndir teknar fyrir og eftir framkvæmdir. Þarna er nú skapað eftirsóknarvert hús á […]
Stefán Snævarr skrifaði athugasemd við færslu mína um fegirðina á fimmtudag. Uppistaðan í færslunni er myndband þar sem hlusta má á Denis Dutton halda fyrirlestur sem hann kallar “The Darwinian Therory of Beauty”. Stefán dýpkar umræðuna með heimspekilegum vangaveltum um fegurðina. Athugasemd Stefáns byggir á myndbandinu sem gott er að skoða m.t.t. eftirfarandi skrifa Stefáns. […]
“ Yfir 13.000 íbúðir voru byggðar hérlendis á árunum 2005-2009 sem var langt umfram bjartsýna þarfagreiningu bankanna. Nú standa landsmenn uppi með offramboð og tvær til þrjár íbúðir losna daglega vegna fólksflótta frá landinu” Þetta stendur í góðri og upplýsandi grein í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær, fimmtudag. Í blaðinu kemur fram að á […]
Hjálagt er slóð að skemmtilegum fyrirlestri um fegurðina þar sem því er haldið fram að skynjun fegurðarinnar sé falin í erfðaefnum okkar, ekki ”in the eye of the beholder” eins og algengt er. Fyrirlesturinn er kallaður ”A Darwinian theory of beauty” og er fluttur af hinum ágæta Denis Dutton frá Eyjaálfu. Myndbandið er um 17 […]
Fyrir tæpum 25 árum var haldin samkeppni um skrifstofubyggingu Alþingis. Þetta var stór keppni með fjölskipaðri 7 manna dómnefnd. Dómarar voru allir forsetar Alþingis, efri deildar, neðri deildar og sameinaðs þings. Auk forsetanna þriggja, Þorvaldar Garðars Kristjánssonar, Salóme Þorkelsdóttur og Ingvars Gíslasonar var einn þingmaður, arkitektinn Stefán Benediktsson og einn fulltrúi borgarinnar, Þorvaldur S. […]
Le Courbusier, Alvar Aalto og Oscar Niemeyer teiknuðu mikið fríhendis, bæði vegna vinnunnar og á ferðalögum sínum. Glenn Murcutt og Norman Foster nota líka blýantinn og teikna það sem fyrir augu ber og það sem þeir eru að skapa. Þessir menn búa/bjuggu allir yfir mikilli rýmisgreind og teiknuðu stöðugt. Ég naut þeirra forréttinda að kynnast Murcutt […]