Arkitektastofan C.F. Möller, í Danmörku, hefur unnið samkeppni arkitekta um nýtt fangelsi þar í landi. Þetta er í sjálfu sér ekki merkilegt nema fyrir þær sakir að nú eru fangelsisbyggingar líka á dagskrá hér á landi. Fangelsið í Danmörku er ætlað fyrir 250 fanga og á að byggja á eynni Falster fyrir sunnan Sjáland. Vinningstillagan […]
Skoskur nemi í arkitektúr er að undirbúa skólaverkefni sitt við arkitektaskólann “Mackintosh School of Architecture” í Glasgow. Verkefið heitir “Sailing & Maritime Akademi” í Reykjavíkurhöfn. Arkitektaneminn sem heitir Richard Almond hefur haft samband við mig í kjölfar lesturs bloggsins. Hann kann ekki orð í íslenku en notar forrit frá Google til þess að snara textanum […]
Allt frá því árið 1978 hefur mikið verið rætt um þéttingu byggðar í Reykjavík og hefur Reykjavíkurflugvöllur margsinnis verið dreginn inn í þá umræðu. Eðlilega. Vatsmýrin virðist í fljótu bragði vera augljós kostur enda blasa þar við á annað hundrað hektarar byggingalands í námunda við miðborgina. Ég hef verið nokkuð flöktandi varðandi framtíð Vatnsmýrarinnar en […]
Vistvænar byggingar hafa verið á dagskrá síðan í orkukreppunni uppúr 1970. Umræðan hófst, fyrir alvöru vegna kreppunnar, þegar menn fóru að leita að úrræðum til þess að minnka orkunotkun húsa. Tilraunahús voru byggð þar sem húsin sjálf öfluðu allrar þeirrar orku sem á þurfti að halda vegna lífsins inni í húsunum og reksturs þeirra. Þetta […]