Íslandsvinurinn, Daninn, Bjarke Ingels er hér í essinu sínu. New York er góður vettvangur fyrir þennan frjóa og hæfileikaríka arkitekt. Hann skilur staðinn og anda stórborgarinnar. Honum tekst ekki eins vel upp á viðkvæmum stöðum eins og miðborgum Kaupmannahafnar eða Tallin. Skóli hans í Þórshöfn í Færeyjum lofar heldur ekki góðu. En hér í þessu […]
Í ljósi þess að yfirborð sjávar muni hækka í kjölfar gróðurhúsaáhrifa er gert ráð fyrir miklum fólksflutningum, jafnvel þjóðflutningum þegar þéttbýl svæði fara undir vatn. Reiknað er með flutningum sem eru meiri og svakalegri en nokkurn tíma hefur gerst í veraldarsögunni. Hundruð miljóna manna munu þurfa að flýja vatnsflóðið þegar ís heimskautanna og jöklar meginlandanna […]
Árið 2009 gerði DOT (Department Of Transportation) í New York tilraun með að gera Broadway að göngugötu. Aðferðafræði DOT var skemmtilega óformleg. Þeir notuðu málningu, blómaker og útihúsgögn til að breyta umferð og helga fótgangangandi mikið svæði á Broadway með litlum tilkostnaði og stunduðu svo rannsóknir á afleiðingum og áhrifum. Það kom margt áhugavert í […]
Guðrún Birna Sigmarsdóttir og Jóhann Smári Pétursson BS nemar í umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands skiluðu síðasta vor verkefni sem heitir “Austurstræti sem göngugata”. Þau skoðuðu sögu götunnar frá myndun hennar til dagsins í dag og gerðu drög að þróunaráætlun. Þau SVOT greindu svæðið Lækjartorg, Ingólfstorg, Austurvöll, Austurstræti og Pósthússtræti og rannsökuðu hvort Austurstræti gæti orðið góð […]