Færslur fyrir júní, 2011

Föstudagur 24.06 2011 - 12:04

Lækjargata, „Glæsilegt andsvar“

  Ómar Ragnarsson skrifaði í gær góðan pistil um byggingar í miðborg Reykjavíkur þar sem “glæsilegt andsvar við steinsteypubáknatrúnni” á horni Lækjargötu og Austurstrætis er til umfjöllunar og segir m.a.: “Fyrir 40 árum var stefnan varðandi byggingar í miðborg Reykjavíkur skýr:  Ryðja skyldi burtu „fúaspýtukofum“ á borð við Bernhöftstorfuna og reisa í staðinn glæsilegar steinsteypuhallir, […]

Fimmtudagur 16.06 2011 - 12:15

Skemmtiefni um skipulag

Hér er bráðskemmtileg skrípamynd frá árinu 1948 þar sem er verið að lýsa þeim hugmyndum sem liggja að baki svokallaðra „New Towns“ á Bretlandseyjum. Þarna er tekið á mörgum grundvallaratriðum í borgarskipulagi sem enn eru í fullu gildi þó myndin sé orðin 63 ára. Myndbandið er  skemmtilegt og margir geta ýmislegt af því lært. Sem […]

Þriðjudagur 14.06 2011 - 12:18

„Borgir fyrir fólk“ – Jan Gehl

. Gréta Björnsdóttir sem heldur úti vefsíðunni Hugmynd.dk benti mér á eftirfarandi slóð að fyrirlestri Jan Gehl sem fluttur var fyrir nokkrum dögum. Fyrirlesturinn byggir á bók Gehls,  “Byer for mennesker” sem kom út á síðasta ári  og fjallar um  manneskjuna  sem þungamiðju borgarskipulagsáætlana. Jan var kennari á Akademíunni í Kaupmannahöfn þegar ég gekk þar í […]

Laugardagur 11.06 2011 - 20:48

Reiðhjólavæðing Kaupmannahafnar

Hér gefur að líta skemmtilegt myndband um svokallaða “Copenhagenisation” eða reiðhjólavæðingu Kaupmannahafnar þar sem nú er svo komið að meira en helmingur fullorðinna notar reiðhjól til þess að ferðast til og frá vinnu. Kaupmannahöfn hefur alltaf verið hjólreiðaborg en hún hefur vaxið sem slík á undanförnum árum. Þarna er stutt viðtal við Jan Gehl sem […]

Fimmtudagur 09.06 2011 - 23:16

Arkitaktanám og stéttarvitund

Ég sótti skemmtilegan og fróðlegan fyrirlestur í hádeginu í dag þar sem Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt var að pæla í “stétt”. Hún bar saman ýmsar stéttir og setti þær í samhengi. Hún fjallaði um nám í arkitektúr og starfsþjálfun arkitekta annarsvegar og lækna hinsvegar. Það er margt líkt með þessum tveim stéttum þegar kemur að námi […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn