Þriðjudagur 14.06.2011 - 12:18 - 9 ummæli

„Borgir fyrir fólk“ – Jan Gehl

.

Gréta Björnsdóttir sem heldur úti vefsíðunni Hugmynd.dk benti mér á eftirfarandi slóð að fyrirlestri Jan Gehl sem fluttur var fyrir nokkrum dögum.

Fyrirlesturinn byggir á bók Gehls,  “Byer for mennesker” sem kom út á síðasta ári  og fjallar um  manneskjuna  sem þungamiðju borgarskipulagsáætlana.

Jan var kennari á Akademíunni í Kaupmannahöfn þegar ég gekk þar í skóla og ritstýrði merkilegu efni um lága þétta íbúðabyggð. Frægust bóka hans er “Livet mellem husene” sem kom út fyrir um 40 árum og stöðugt er verið að endurútgefa.  Bókin hefur verið þýdd á tugi tungumála.

Ef þú hefur um tvennt að velja til þess að verja 100 mínútum.  Annarsvegar að horfa á nánast tilgangslausan fótboltaleik í sjónvarpinu á 100 mínútum eða hinsvegar að nota tímann til þess að horfa á þetta myndband er valið auðvelt.  Horfðu  á myndbandið sem hér fylgir. Ef þú hefur tíma til að horfa á tvo fótboltaleiki í sjónvarpinu þá skaltu sleppa því og horfa á þennan fyrirlestur tvisvar í staðinn. Þú sérð ekki eftir því.

Í raun ættu allir sem láta sig varða skipulags- og umhverfismál að nýta sér þetta tækifæri. Hér er um sérstaklega áhugavert efni að ræða fyrir  kjörna fulltrúa sveitarfélaga, ráðgjafa, fulltrúa hverfafélaga, foreldrafélaga og aðgerðarsinna í skipulags og umhverfimálum.

14.06. 2011     kl 23.15

Lesandi síðunnar, Davíð Guðmundsson, benti á fyrirlestur Jan Gehl um sama efni sem fluttur er á ensku. Ég hef ekki hlýtt á hann en geri ráð fyrir að einhverjir sem ekki eru sterkir á danska tungu geti haft gagn af þessari útgáfu:

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

 • Þið arkitektar sem höfðuð einhverjar hugsjónir var haldið frá kjötkötlunum. Aðstöðutapparnir komu sér fyrir. Allir þekkja nöfnin.

 • Þakka þarfa upprifjun. Hvarflar stundum að mér að við Íslendingar, sem erum með stystu sögu þéttbýlis á vesturlöndum, séum í þvi tilliti á þroskastigi unglings sem hefur öll vítin til að varst en þarf endilega að reyna þau á sjálfum. Og hvað með okkur sem sóttum fyirlestra Jans og lásum „Livet mellem husene“ fyrir 30 árum. Hvaða áhrif höfum við haft?

 • Guðmundur

  Má til með að benda á þetta myndaband á vefsíðu Guardian. Fyrir utan að þarna koma fyrir fallegar byggingar eru þarna bæði nefnd góð dæmi um hvernig lítið samfélag með takmörkuð fjárráð sneiðir framhjá „monúmentalismanum“ en reisir þó merkar byggingar, og einnig eru nefnd dæmi um góða samvinnu íbúa og arkitekta:

  http://www.guardian.co.uk/travel/video/2011/jun/14/extremadura-architecture-video

 • Í fyrirlestrinum segir Gehl frá könnun í San Francisco þar sem spurt var hvort íbúarnir vildu meiri eða minni vind eða meiri eða minni sól í borginni.

  Niðurstaðan varð sú að fólk vildi meiri sól og minni vind.

  Í framhaldinu hafa ekki verið byggð háhýsi þar á bæ í meira en 18 ár.

  Hvað segir þetta okkur hér í landi vinda og lágrar sólarstöðu?

  Virkt skipulag….virkt lýðræði?

  Við erum ótrúlega frumstæð hér á landi og illa upplýst.

 • Hilmar Þór

  Kærar þakkir, Davíð Guðmundsson, fyrir að benda á enska útgáfu á þessum fyrirlestri.

  Ég hef ekki hlustað ensku útgáfuna en setti hana óséða inn í von um að þeir sem ekki eru sterkir í dönsku geti haft af því gagn.

 • Þetta er gríðarlega áhugaverður fyrirlestur og verð að játa að ég hef horft á hann einusinni aftur eftir að ég sat hann fyrir tveimur vikum.
  Ég verð að láta fylgja með að það er frábært að fá að sjá hvernig hugarfar er hjá sumum heima varðandi þessa hluti, skipurlag borgarinnar, infarstrukturinn og „mögurleg næstu skref“ meðan maður stundar námið hér úti (arkitektskolen aarhus)
  Þetta gefur manni mikils að hugsa um og sjá fram til þegar maður lýkur og sér fram á halda heim 😉

  Þakka skemmtilegra pósta.
  hver veit nema maður fari að henda inn upplýsingum frá öðrum fyrirlestrum eða verkenfna.
  get tildæmis bent á
  http://www.vintergatan.dk
  verkefni unnið í sameiningu með Hróaskelduhátíðinni og 2.árs nemum í aarch með þemað „temporary architecture working with the structur in the break.
  þetta var í fyrsta sinn sem annarsársnemar vinna alla vinnu frá hugmyndavinnu til kynningar og PR og vinnuteikninga (CAD) að síðan fá að byggja þetta í 1:1 skala og sjá strúktúrinn í fullri notkun á stæðstu útihátíð í scandinaviu.

  Þakka fyrir gott blogg,

  Helgi

 • Davíð Guðmundsson

  Hér er annað önnur upptaka af Jan. Hún er á ensku og fjallar um bókina hans: http://www.youtube.com/watch?v=WV0drllbUxY&feature=related

  Hrikalega spennandi hugmyndir.

 • Sverrir Þórðarson

  Skemmtilegt og langt. Manni leiðist ekki eitt augnablik. Nokkur gullkorn:

  Henry Ford fyrir 100 árum. “Biðjið um fleiri vegui og ég skal skaffa ykkur bílana”

  “Moer roads More Traffick”

  “Biðjum um grænar bylgjur fyrir hjólreiðafólk og látum bílana stoppa á rauðu”

  “Strætó alltaf á grænu”

 • Þetta er ótrúlega safaríkur fyrirlestur. Ég ætla að taka seinni hlutann í kvöld kl 19.30 meðan boltinn er í sjónvarpinu J

  Það kemur fram í fyrirlestrinum að einn helsti áhrifavaldur “Kaupmannahafnarseringarinnar” sé arkitektaskólinn í Kaupmannahöfn.

  Gehl segir að borgarstjórn eða borgarstjórinn í CPH hafi sérstaklega þakkað skólanum fyrir framlagið.

  Það er athyglisvert.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og þremur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn