Færslur fyrir júlí, 2011

Sunnudagur 31.07 2011 - 21:08

Eyðibýli breytt í sumarhús

Í Flatey á Breiðafirði hafa niðjar breiðfirðinga og aðrir tekið sig til og endurnýjað hús forfeðra sinna og nota þau sem sumarhús.  Álíka tækifæri er að finna víða um land. Það hefur undrað mig að þetta skuli ekki gert víðar. Ég fór um Melrakkasléttu fyrir nokkru og sá mörg góð tækifæri til samskonar nálgunar þar. […]

Þriðjudagur 26.07 2011 - 15:42

Þarf flugvöll á Reykjavíkursvæðið?

Nú hefur Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sett umræðuna um Reykjavíkurflugvöll aftur á dagskrá og segir að tilvist hans sé ekki einkamál Reykvíkinga og þeirra sem þar starfa. Ögmundur telur að ákvörðun um hvort flugvöllurinn eigi að víkja úr Vatnsmýrinni skuli tekinn með þátttöku landsmanna allra. Í kjölfar kosninga sem boðað var til um málið fyrir 10 […]

Föstudagur 22.07 2011 - 22:26

Arkitektúr í Dalvík-„BERG“ menningarhús

Ég var á árlegri fjallaferð í síðustu viku með vinum mínum og kom við á nokkrum stöðum á Norðurlandi.  Mér til mikillar ánægju varð á vegi mínum framúrskarandi arkitektúr á allmörgum stöðum norðanlands. Ein byggingana var “Berg” menningarhúsið á Dalvík sem var formlega tekið í notkun þann 5. ágúst 2009. Húsið er í eigu Sparisjóðs […]

Fimmtudagur 07.07 2011 - 13:58

“Gulli Helga byggir”

Kollegi minn vakti athygli á sjóvarpsþættinum “Gulli byggir” þar sem Gulli Helga húsasmiður hefur verið fenginn til þess að endurnýja og breyta kjallara í 65 ára gömlu húsi í Reykjavík.  Allt er tekið upp og úr gerð sjónvarpsþáttaröð. Þetta getur orðið skemmtilegt og fróðlegt sjónvarpsefni sem ber að taka fagnandi. Undir leiðsögn Gulla og fagmanna […]

Föstudagur 01.07 2011 - 12:43

Vaktarabærinn, Garðastræti

Vaktarabærinn, Garðastræti   23  í Reykjavík hefur verið endurbyggður eftir mælingum  og ráðgjöf arkitektastofunnar ARGOS.  Minjavernd hf hafði með höndum framkvæmdir.  Verkinu lauk nú á vormánuðum og  húsið hefur verið auglýst til sölu Vaktarabærinn var kallaður svo eftir Guðmundi Gissurarsyni vaktara sem talið er að hafi byggt húsið 1848 eða skömmu áður. Guðmundur var vaktari bæjarins frá 1830 til 1865 […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn