Færslur fyrir september, 2011

Miðvikudagur 14.09 2011 - 15:47

Landspítalinn þarf að hugsa út fyrir rammann

Eftir að hafa kynnt mér deiliskipulag Landspítalans nokkuð  þá sýnist mér málið líta svona út. Flestir eru sammála um að það sé mikil hagræðing falin í því að starfsemi sjúkrahússins sé á einum stað og að það beri að stefna að því markmiði að sameina starfsemina. Mér sýnist þeir hafi mikið til síns máls. Flestir […]

Þriðjudagur 13.09 2011 - 21:44

Harpa í heimspressunni

Þrem vikum eftir að Richard Nixon forseti Bandaríkjanna hrökklaðist frá embætti var hann spurður hvernig hann héldi að hans yrði minnst í sögunni? Forsetinn fyrrverandi svaraði um hæl og sagði: ”Það fer eftir því hver skrifar söguna”. Þetta kom upp í hugan þegar ég var að skoða umfjöllun um Hörpuna í erlendum fjölmiðlum. Maður áttar […]

Mánudagur 12.09 2011 - 15:12

Nýr Landspítali við Barónsstíg og Eiríksgötu

  Páll Torfi Önundarson yfirlæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands sendi síðunni hjálagða grein. Hér fjallar hann um tvo staðsetningarvalkosti á lóð gamla Landsspítalans sem hann telur kunni að vera enn hagkvæmari og falla betur að byggðinni en sú staðsetning sem nú er til umræðu.  Inngangur Ný skipulagstillaga Landspítala hefur nú verið kynnt og […]

Sunnudagur 11.09 2011 - 11:37

LSH – Sjónarmið heilbrigðisvísindafólks

Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands hefur lagt til málanna í umræðu um uppbyggingu háskólasjúkrahússins við Hringbraut. Hann sendi inn athugasemt við færslu sem heitir ”Landsspítalinn –Öskubuskueinkenni” Þar fjallar hann um mikilvægi samþættingar á starfssemi Háskólasjúkrahússins og Háskóla Íslands ásamt því að svara áleitnum spurningum. Gefum Magnúsi Karli orðið: ”Þakka góðan pistil, samlíkingin […]

Föstudagur 09.09 2011 - 11:59

LSH – Stórkallalegt skipulag

Guðlaugur Gauti Jónsson arkitekt hefur kynnt sér deiliskipulag Landspítalans vel. Hann sendi eftirfarandi pistil í athugasemdarkerfi vefsíðunnar; ”Landspítalinn-Öskubuskueinkenni” Athugasemdin á erindi í umræðuna og er birt hér með hans leyfi ásamt ljósmyndum sem eru frá honum fengnar. „Mér finnst skipulagstillagan í öllum meginatriðum sýna fram á að þetta byggingarmagn kemst ekki fyrir á þessum stað. […]

Miðvikudagur 07.09 2011 - 22:41

High Line Park í New York- Miklabraut?

Hugsum okkur að búið væri að þétta Reykjavíkurborg, gera hverfi hennar sjálfbærari en nú er og koma upp sæmilegum almenningssamgöngum þannig að hraðbraut eftir borginni endilangri væri orðin óþörf. Þá opnast kannski tækifæri til þess að mjókka Hringbraut frá Ánanaustum eftir Miklubraut alla leiðina upp í Mosfellsbæ. Fella niður 2-4 akgreinar þannig að gatan yrði […]

Þriðjudagur 06.09 2011 - 12:06

Landspítali – Öskubuskueinkenni

Á kynningarfundi um deiliskipulag Landspítalans sem haldinn var fyrir réttri viku tóku til máls þau Gunnar Svavarsson, formaður bygginganefndar, Björn Zöega forstjóri, Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor og Helgi Már Halldórsson hönnunarstjóri. Þeim mæltist öllum  vel  um skynsamlega hluti sem allir eru sammála um. Þ.e.a.s hagkvæmni stærðarinnar, mikilvægi þess að heilbrigðisvísindasvið HÍ sé allt á einum stað […]

Sunnudagur 04.09 2011 - 14:21

Landspítalinn – innlegg borgarfulltrúa

Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Gisli Marteinn Baldursson hafa blandað sér í umræðuna um hugsanlegan umferðavanda vegna nýbyggingar Landspítalans. Þeir eru nokkuð sammála þó þeir séu á sitt hvorum væng stjórnmálanna. Þeir vilja báðir auka hlut almenningsflutninga í borginni og að fólk gangi meira og hjóli. Því ber að fagna. Gísli Marteinn tjáði sig í athugasemdarkerfi […]

Laugardagur 03.09 2011 - 00:10

Landspítalinn – umferðamál

Fyrir hálfu öðru ári fóru fram  nokkrar umræður um staðsetningu Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Þáttakendur veltu mikið fyrir sér áhrifum bygginganna á umferðarmál í borginni og sérstaklega í grennd við spítalann. Hópur málsmetandi manna hafði áhyggjur af þessu og taldi að gatnakerfið þyldi ekki  það álag sem nýbyggingarnar kölluðu á. Forsvarsmenn uppbyggingar Landsspítalans töldu mér og […]

Fimmtudagur 01.09 2011 - 07:08

Óðinstorg, Káratorg og Baldurstorg í Reykjavík

Rannsóknarhópurinn “Borghildur” hefur starfað í Reykjavík í tæp tvö ár. Hópurinn einbeitir sér að öllu sem viðkemur mannlífi í Reykjavík og hefur birt á heimsíðu sinni afar áhugavert efni um mannlíf á götum, torgum og görðum í miðbæ Reykjavíkur. Meðal efnis á síðu Borghildar er  stórskemmtilegt myndband um Óðinstorg, Baldurstorg og Káratorg sem má skoða […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn