Fimmtudagur 01.09.2011 - 07:08 - 3 ummæli

Óðinstorg, Káratorg og Baldurstorg í Reykjavík

Rannsóknarhópurinn “Borghildur” hefur starfað í Reykjavík í tæp tvö ár.

Hópurinn einbeitir sér að öllu sem viðkemur mannlífi í Reykjavík og hefur birt á heimsíðu sinni afar áhugavert efni um mannlíf á götum, torgum og görðum í miðbæ Reykjavíkur.

Meðal efnis á síðu Borghildar er  stórskemmtilegt myndband um Óðinstorg, Baldurstorg og Káratorg sem má skoða hér að ofan.

Mikinn fróðleik um vinnu Borghildar má finna á stórgóðri  heimasíðu hópsins.

Efnið sem er bæði greinandi og lýsandi er mikilvægt innlegg í umræðuna um skipulagsmál og mannlíf í borginni.  Þar er m.a. fjallað um tilraunir til að breyta götulífinu og bæta.

Endilega kíkið á heimasíðuna:

http://borghildur.info/ibuatorg-i-bidstodu/

Í þessum harðsnúna klára hóp eru : Alba Solís / BA í arkitektúr, Arnar Freyr Guðmundsson / grafískur hönnuður, Auður Hreiðarsdóttir / BA í arkitektúr, Gunnhildur Melsteð / BA í arkitektúr, Helga Hrönn Þorsteinsdóttir / BA í arkitektúr, Herborg Árnadóttir / BA í arkitektúr og Þorbjörn G. Kolbrúnarson / tónsmiður

Það verður spennandi að fylgjast með þessu unga fólki í framtíðinni.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Hilmar Þór

    Tengillinn á heimasíðu Borghildar var ekki virkur. Ég bið afsökunar á því. Það er búið að lagfæra það svo hann á að vera kominn í lag.

  • Einlægt og yndislegt framtak, sem minnir mig á orð Herakleitosar: Maðurinn kemst næst sjálfum sér í alvöru barnsins að leik. Virkilega jákvætt framtak, sem virkar vonandi smitandi til framtíðar

  • Það ber að .þakka þessum krökkum frumkvæðið og þessa kynningu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn