Færslur fyrir nóvember, 2011

Miðvikudagur 30.11 2011 - 15:28

Vatnsberinn og Bakarapóstur

Bakarapóstur (stundum nefndur Bernhöftspóstur) var síðasta opna vatnsbólið í Reykjavík.  Hann stóð neðarlega í Bankastræti sem þá hét Bakarabrekka. Brunnurinn var annar tveggja brunna sem Tönnes Daniel Berhöft bakari gróf  fyrir meira en 150 árum. Þegar Bankastræti var endurgert fyrir nokkrum misserum komu vel varðveiddar leyfar af brunninum í ljós. Hann er þarna enn  falinn 20-30 […]

Mánudagur 28.11 2011 - 15:03

Golfvellir—fallegir en baneitraðir?

Golfvellir eru einhverjir fallegustu staðir sem maður kemur á. Þeir eru oftast í fallegu landslagi. Allt er svo snyrtilegt. Grasið svo iðagrænt og vel hirt. Engar aðskotaplöntur eða blómstrandi illgres sjáanlegt og skordýr sjaldséð. En hvernig stendur á því að þetta er svona óaðfinnanlegt? Mér er sagt að golfvellir séu einhverjir menguðustu staðir á jarðríki. […]

Föstudagur 25.11 2011 - 15:39

The Death of Modern Architecture?

. Hinn frægi arkitekt Charles Jencks skrifaði í bók sinni The Language of Postmodern Architecture, eitthvað á þessa leið: Sem betur fer, getum við tímasett andlát nútíma byggingalistar. Nútíma byggingalist dó þann 15, júlí 1972 kl 15:32 þegar háhýsin í Pruitt-Igoe í St Louis í Bandaríkjunum voru jöfnuð við jörðu. Þetta voru 33 háhýsi sem […]

Miðvikudagur 23.11 2011 - 11:21

Að sjá með heilanum

  Þegar ég gekk í arkitektaskóla vorum við send út að “registrera” eins og það hét á dönsku.  Þetta var liður í því að kenna okkur að lesa umhverfið Að registrera var að skoða eitthvað meðvitað og skrá það hjá sér.  Við vorum látin skoða staði og umhverfi.  Síðan báru nemendur saman árangurinn. Það kom […]

Laugardagur 19.11 2011 - 23:16

Háhýsi eða lága þétta byggð?

. Margir telja að til þess að ná nýtingarhlutfalli*) lóða upp þurfi að byggja í hæðina og að háhýsi skili meiri nýtingu á þá lóð sem er til ráðstöfunar. Þetta er skiljanlegt en er ekki alltaf rétt. Á myndinni efst í færslunni er sýnt hvernig einn hektari byggingalands er notaður á þrjá mismunandi vegu með sama […]

Fimmtudagur 17.11 2011 - 08:15

Háhýsi-Ilmvatnsglös-Phallus

Arkitektinn Jan Gehl,  heldur því fram að háhýsi nútímans líkist meira ilmvatnsglösum en byggingum.  Enda eru háhýsi oftast skoðuð ofan frá eins og þegar horft er á snyrtiborð kvenna þar sem ilmatnglösin og snyrtivörurnar standa á borðinu.  Hann vill leggja meiri áherslu á arkitektúrinn í augnhæð og lífilð milli húsanna en formmál þeirra. Í nýlegri […]

Sunnudagur 13.11 2011 - 19:08

Konur sjá fleiri liti en karlar

Litblinda er í raun ekki blinda heldur ástand sem lýsir sér í erfiðleikum við að greina á milli lita. 20 sinnum fleiri karlar en konur eru með arfgenga litblindu.  Aðeins 0,4% kvenna er haldin þessum kvilla en 8% karla.   Þ.e.a.s. einn af hverjum 12 körlum og ein af hverjum 250 konum eru með arfgenga litblindu. Þetta […]

Miðvikudagur 09.11 2011 - 10:00

Skipulagsslys-könnun

Af tilefni alþjóðlega skipulagsdagsins, 8. nóvember, efndi Skipulagsfræðingafélag Íslands (SFFÍ) til hádegisfundar um skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu. Á fundinum sem haldin var í gær í Þjóðarbókhlöðunni voru flutt tvö erindi. Annað hét “Veðjað á vöxt”, var flutt af Salvöru Jónsdóttur og  Ásdísi Hlökk Teódórsdóttir. Hitt hét “Skipulagsmistök á höfuðborgarsvæðinu-Niðurstöður viðhorfskönnunar” sem flutt var af Agli Þórarinssyni […]

Mánudagur 07.11 2011 - 09:59

Betri bæir – AÍ 75 ára

  Logi Már Einarsson formaður Arkitektafélagsins tjáir sig hér m.a. um skipulagsmál í tilefni 75 ára afmælis Arkitektafélags Íslands. Greinin birtist í Fréttablaðinu í dag. Formaðurinn hefur gefið mér leyfi til þess að birta greinina sem hann kallar “Betri Bæi” hér á vefsíðunni. Gefum Loga orðið: „Óbyggðir landsins eru okkur dýrmætar og mikilvægt að huga […]

Föstudagur 04.11 2011 - 01:11

Snillingurinn Charles Eames

Charles Eames (1907-1978) var tvímælalaust einn fremsti húsgagnahönnuður Bandatíkjanna á síðustu öld. Hann var „dropout“ í skóla og hætti eftir tveggja ára nám. Sumir segja að hann hafi verið ódæll og of framúrstefnulegur fyrir Washington University i St. Louis. Hann vann undir miklum áhrifum af skandinavískri hönnun, einkum Ero Saarinen sem reyndar bjó vestra. Hér […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn