Sunnudagur 13.11.2011 - 19:08 - 16 ummæli

Konur sjá fleiri liti en karlar

Litblinda er í raun ekki blinda heldur ástand sem lýsir sér í erfiðleikum við að greina á milli lita.

20 sinnum fleiri karlar en konur eru með arfgenga litblindu.  Aðeins 0,4% kvenna er haldin þessum kvilla en 8% karla.   Þ.e.a.s. einn af hverjum 12 körlum og ein af hverjum 250 konum eru með arfgenga litblindu.

Þetta er gríðarlegur munur.

Svo er því líka haldið fram að ekki sé hægt að muna liti.  Litir eru svo háðir birtu og nærliggjandi efnum og litbrigðum að ekki er á minnið treystandi.

Konur sjá fleiri liti en karlar og þær þurfa fleiri liti á pallettuna sína en karlar.   Maður þarf ekki annað en að líta á snyrtiborð kvenna eða inn í fataskáp þeirra til þess að átta sig á því að litir skipta konur meira máli en karla.

Hér að neðan er tækifæri til þess að átta sig á litaskynjun sinni. Inni í litadýrðinni er að finna tölur og tákn sem ekki allir sjá.

Mér er sagt að á næst neðstu myndinni standi talan 5.

Ég viðurkenni fúslega að ég sé það ekki.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

 • Pétur Örn Björnsson

  Leiðrétt: Þráðurinn er spunninn svo úr megi prjóna.

 • Pétur Örn Björnsson

  Ég tók nú bara upp þráðinn Anna mín og byrjaði að spinna:-)

 • Pétur Örn, ég hef engar áhyggjur af þér 🙂

  Hilmar Þór segir að 0,4% kvenna búi við litblindu á móti 8% karla. Sá munur finnst mér vægast sagt gasalegur og ég var að tala um það.

 • Pétur Örn Björnsson

  Anna R. ekki hafa áhyggjur af mér, ég sé allar tölurnar, en hélt að þetta væru svona afmælispizzur, með gálgahúmor á þeirri 5.

 • Ég vissi að litblinda væri miklu algengari meðal karlmanna en grunaði ekki að munurinn væri svona rosalegur.

  Tékkaði á þessu á wikipediu. Þeir segja að gen á X-litningnum sé aðallega ábyrgt fyrir litaskyni. Konur eru með tvö X þannig að þær eru býsna vel tryggðar gegn litblindu.

 • Pétur Örn Björnsson

  Þetta er svo dásamlega impressjónískt próf, að mín fyrsta expression er sú, að þetta séu 5 stykki af litbrigðapizzum.

 • Guðtún Ingvars.

  Þið eruð dásamlegir strákar – gott við að við kynin bætum hvort annað upp 🙂 Ætli skýringin á þessu með afburðamyndlistarkonurnar sé ekki að lengi vel var hæfni þeirra metin af mislitblindum köllum ?…… 🙂

 • Hilmar Gunnars

  Ég er betri íbekkpressu en litgreiningu 🙂

 • Johnny B. Good

  Karlar standa konum framar á mörgum mælanlegum sviðum þar á meðal í bekkpressu og 100 metra hlaupi.

 • Hilmar Þór

  Konur standa körlum framar á mörgum mælanlegum sviðum þar á meðal skynjun á litbrigðum ljóssins.

 • Rúnar Guðjónsson

  Fyrsta myndin sýnir 5

  Sú næsta 9

  Svo kemur 18

  Fjórða myndin sýnir 5

  Á neðstu myndinni stendur: Fxxx the color blind

  Kannski ég sé litblindur líka.

  En mér skilst að að hægt sé að lýsa snilligáfu margra málarar með því að þeir hafi séð liti á annan hátt en margur.

  En fyrst er verið að draga í dilka eftir kyni (sem mér leiðist ofboðslega)
  þá spyr ég- hví eru ekki til fleiri afburða listakonur í málaralistinni en raun ber vitni?

 • Jón Sigurðsson

  Kannski sýnir næstneðsta myndin ekki 58 heldur stórt ljósfjólublátt 5.

 • Jón Sigurðsson

  Fyrsta myndin sýnir 5

  Sú næsta 9

  Svo kemur 18

  Fjórða myndin sýnir líklega 58

  Á neðstu myndinni stendur: FUCK THE COLOR BLIND.

  Þetta les ég með léttum leik.

  Ætli það þýði að ég sé litblindur? 😉

 • Halldór Carlsson

  ég sé níuna en ekkert annað, get ekki lesið setninguna á neðstu myndinni, sé bara móta fyrir stöfum.

  þessi ,,betri“ helmingur ..

 • Guðl. Gauti Jónsson

  Sé 5 á efstu myndinni en ekki á þeirri næst neðstu.

 • sé ekki skýra tölu úr einni einustu mynd enda staurlitblindur. :p

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sjö? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn