Það er alltaf gaman að skoða einbýlishús. Einkum þegar þau eru vel gerð. Hér fylgja nokkrar myndir af húsi eftir arkitektana Tryggva Þorsteinsson og Erlu Dögg Ingjaldsdóttur sem reka teiknistofuna Minarc í Los Angeles. Húsið hefur vakið nokkra athygli á veraldarvefnum. Því miður finn ég hvorki grunnmyndir, sneiðingar né afstöðumynd af húsinu eða hvar hér á landi húsið […]
Þegar Landspítalanum var valinn staður á þriðja áratug síðustu aldar voru gömlu mennirnir svo fyrirhyggjusamir að finna honum stað í jaðri byggðarinnar. Þeir töldu að þannig væri honum gefið svigrúm til stækkunnar og frekari þróunnar um ókomna áratugi. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið skynsamlegt staðarval á þriðja […]
„Guðmundur Ingólfsson er einn af máttarstólpunum í íslenskri ljósmyndun. Sýningin KVOSIN 1986 & 2011, samstarfsverkefni Ljósmyndasafns og Minjasafns Reykjavíkur, er byggð á myndum sem hann tók með 25 ára millibili. Myndirnar tók Guðmundur fyrst árið 1986 í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur sem ýtti undir áhuga hans að skrásetja miðbæinn með markvissum hætti […]
„Það er skýrt samhengi milli skipulags íbúðahverfa og tíðni glæpa og skemmdarverka“. Þetta segir danski arkitektinn Bo Grönlund sem hefur s.l. 15 ár einbeitt sér að rannsóknum og ráðgjöf um möguleika til að nota arkitektúr og skipulag til þess að draga úr innbrotum og skemmdarverkum. Hann hefur auk rannsókna verið ráðgjafi fyrir meira en 60 sveitarfélög í […]
Eftir að hafa skoðað hugmyndir ungu arkitektanna um uppbyggingu í miðbæ Reyukjavíkur í síðustu færslu er ekki óeðlilegt að maður fari að efast um hvort þeir sem eru að véla með skipulagsmál hverju sinni hafi siðferðislega leyfi til að axla þá ábyrgð að þurrka fortíðina út eins og tillögur arkiitektanna fyrir 50 árum gerðu ráð […]
Nýlega barst síðunni efni sem ekki hefur verið mikið fjallað um í rétt 50 ár. Það eru hugmyndir ungra arkitekta um þróun miðborgar Reykjavíkur. Þetta var unnið áður en hugtök á borð við „staðaranda“ og „söguleg vídd“ vor tekin inn í tungumálið. Ungu arkitektarnir voru þeir Ormar Þór Guðmundsson og Haraldur V. Haraldsson ásamt þýskum […]
Þekkt er sagan af því þegar Herbert Johnson (Johnson Wax) hringdi í arkitektinn sinn, Frank Lloyd Wright, og tjáði honum vandræði sín. Hann var búinn að dekka borð fyrir kvöldmat í sumarhúsi sínu þegar þakið fór að leka beint ofan á mitt borðstofuborðið. Þetta var á Thanksgiving. Hinn heimþekkt arkitekt er sagður hafa haft lausn […]
Magnús Skúlason arkitekt skrifaði fyrir fyrir réttum mánuði grein í Fréttablaðið umdir yfirskriftinni „Ný byggingarreglugerð-Húsvernd“. Greinin er mikilvægt innlegg í yfirstandandi umræðu um nýja byggingarreglugerð sem vonandi á eftir að taka nokkrum mikilvægum breytingum á komandi vikum en gildistöku hennar var frestað um nokkrar vikur og tók því ekki gildi um áramót eins og segir […]
Þegar arkitektarnir komu að rústinni sem sjá má á myndinni að ofan hafa vaknað nokkrar spurningar. Þeir hafa velt fyrir sér hvort rífa ætti það sem eftir er rústanna og byggja nútímalegt hús á lóðinni eða byggja húsin upp í þeirri mynd sem þau eitt sinn voru. Þriðji möguleikinn sem þeir hafa skoðað var að endurbyggja […]
„Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér…..“ segir Megas í þekktu ljóði. Og nú eru enn ein áramót liðin. Gleðilegt ár. Það er svo einkennilegt með hinar svokölluðu skapandi greinar að þegar kemur að tískuhönnun þá leita hönnuðurnir ekki alltaf að framförum hvað tækni, notagildi, hagkvæmni eða framþróun fagurfræðinnar varðar, heldur einhverju „trendi“ […]