Færslur fyrir ágúst, 2013

Laugardagur 31.08 2013 - 12:03

„Flugvöllinn úr Vatnsmýrinni“

Sitt sýnist hverjum. Andstæðingar flugvallarins í Vatnsmýrinni hafa haldið úti fésbókarsíðu til stuðnings við uppbyggingu borgarbyggðar í Vatnsmýri í samræmi við AR 2010-2030. Þeir vilja flugvöllinn burt. Síðan heitir: „Flugvöllinn úr Vatnsmýrinni“.  Þar er margan fróðleiksmolann að finnna og mæli ég með að fólk skoði þau rök sem þar koma fram. Vefslóðin er þessi: https://www.facebook.com/#!/SamtokUmBetriByggdBb?fref=ts […]

Föstudagur 30.08 2013 - 10:41

Víkurgarður – Tillaga Grabensteiner

      Fyrir nokkru birtist hér á vefnum fróðleg grein eftir Örnólf Hall arkitekt um Víkurkurkjugarð.  Í athugasemdarkerfinu urðu nokkrar umræður í framhaldi af athugesemd Norbert Grabensteiner arkitekts í Vínarborg  sem tók þátt í samkeppni um svæðið í Kvosinni umhverfis Ingólfstorg  í fyrra. Grabensteiner skrifaði athugasemd við færsluna þar sem hann reifaði hugmynd sína um víkurgarð. […]

Miðvikudagur 28.08 2013 - 08:27

Leiguíbúðir til framtíðar – Nýr kostur?

  Eygló Harðardóttir raðherra húsnæðismála, skrifaði grein í Morgunblaðið í fyrradag  sem hún kallar “Sameinum krafta og tryggjum öllum öruggt húsnæði”. Í greininni vekur hún máls á  að dusta rykið af hugmynd sem varð til í kjarasamningum árið 1965, þar sem samið var um að byggja 1250 félagslegar íbúðir fyrir láglaunafólk.   Þetta var e.k. þjóðarsátt […]

Mánudagur 26.08 2013 - 08:44

Umræðan um aðalskipulag Reykjavíkur

    Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 er mannanna verk sem gert er til áratuga.  Það kemur ekki frá Guði eins og margir virðast halda og fullkomlega eðlilegt að um það sé rætt og það gagnrýnt.  Eins og önnur mannanna verk er það hlaðið eðlilegum mannlegum mistökum og þar er líka að finna ýmsa snilldartakta. Aðalskipulag er mikilvægt […]

Fimmtudagur 22.08 2013 - 06:27

8. Niðurstaða – Flug og skipulag

  Hér kemur lokahluti yfirferðar Sigurðar Thoroddsen arkitekts um flugsamgöngur og skipulag. Ég þakka honum fyrir fróðlega og faglega umfjöllun um mál sem hefur verið á dagskrá í áratugi og aldrei meira en nú. Efninu var skipt í 8 hluta og mæli ég með að fólk lesi þá alla. Niðurstaða Eins og kunnugt er, þá er  […]

Miðvikudagur 21.08 2013 - 07:47

7. Landsskipulag

Hér birtist næst síðasti hluti umfjöllunar Sigurðar Thoroddsen um skipulagsmál og flugsamgöngur. Lokahlutinn kemur á morgun og heitir „Niðurstaða“ Landsskipulag Í  3. kafla  skipulagslaga nr. 123/2010 er fjallað um landsskipulag. Í  10.gr. laganna kemur fram að umhverfisráðherra skuli leggja fram á  Alþingi landsskipulagsstefnu til  þingsályktunar.  Í 2. mgr. kemur fram  að samþætta skuli ýmsar áætlanir […]

Þriðjudagur 20.08 2013 - 08:27

6. Bygging flugvallar á Hólmsheiði og flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur til bráðabirgða

  Hér kemur hluti umfjöllunar Sigurðar Thoroddsen sem fjallar um flugvöll á Hólmsheiði og flutning innanlandsflugsins til Keflavíkur. -Bygging flugvallar á Hólmsheiði og  flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur til bráðabirgða Gefum okkur að ákveðið verði að leggja Reykjavíkurflugvöll niður, fjarlægja þau  mannvirki sem þar eru,  og  afhenda flugvallarsvæðið öðrum til afnota  og að byggja nýjan  flugvöll […]

Mánudagur 19.08 2013 - 07:27

5. Samkeppni um skipulag Vatnsmýrar og fl.

Hér birtist 5. hluti umfjöllunnar Sigurðar Thoroddsen arkitekts um flugsamgöngur og skipulag. Hér sem hann tæpir hann á mikilvægum atriðum sem ekki hafa verið í umræðunni áður svo ég viti. Það eru; reglur, eignarnám og skaðabætur.  Á næstu dögum mun seinni hluti umfjöllunarinnar birtast með eftirfarandi fyrirsögnum: Bygging flugvallar á Hólmsheiði og  flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur til bráðabirgða […]

Sunnudagur 18.08 2013 - 00:58

4. Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024

 Hér birtist fjórði hluti umfjöllunnar Sigurðar Thoroddsen um flugsamgöngur og skipulagsmál.  Á morgun verður fjallað um samkepni um skipulag í Vatnsmýrinni og fl. Aðalskipulagi  Reykjavíkur 2001-2024 Í Aðalskipulagi  Reykjavíkur 2001-2024, sem staðfest var 20. desember 2002/10. janúar 2003 segir efnislega: Á árunum 2001-2016  er gert ráð fyrir að flugbraut (06-24)  sem stefnir til norðausturs-suðvesturs, verði […]

Laugardagur 17.08 2013 - 08:02

3. Reykjavíkurflugvöllur

 Sigurður Thoroddsen arkitekt  fjallar hér um Reykjavíkurflugvöll í umfjöllun sinni um flugsamgöngur og skipulag á Íslandi. Á morgun birtist svo grein um flugsamgöngur og Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024 Reykjavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur er miðstöð innanlandsflugs og var upphaflega byggður 1941-1942 af breska hernum og þá sem herflugvöllur.  Helstu  forsendur  hersins fyrir staðsetningu hans  voru að   aðdrættir frá Reykjavíkurhöfn […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn