Í Viðskiptablaðinu fyrir rúmri viku var birt mjög góð úttekt á áætlunum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um framboð aá nýbyggðu íbúðahúsnæði á næstu fjórum árum. Samantektin upplýsir að sveitarfélögin gera ráð fyrir að byggðar verði tæplega 8.600 íbúðir á næstu fjórum árum. Þetta er fjölgun um 10% íbúða á höfuðborgarsvæðinu öllu. Mest verður aukningin í Mosfellsbæ […]
Allt frá orkukreppunni 1973 hafa arkitektar og verkfræðingar víða um heim verið að vinna að því að skapa „núll orku hús“. Það er að segja hús sem framleiðir alla þá orku sem það þarf sjálft á að halda. Þetta hefur stundum, næstum, tekist en ekki náð fótfestu í byggingariðnaðinum. Undanfarið hafa menn sett markið […]
Fyrir rétt tæpum 34 árum, í desember 1980, voru kynnt úrslit í opinni samkeppni um ný strætisvagnaskýli fyrir Srætisvagna Reykjavíkur, SVR, eins og það hét þá. Í febrúar 1982 þegar nokkur skýli höfðu verið byggð hlutu þau Menningarverðlaun DV fyrir byggingalist. Höfundur skýlanna er Birna Björnsdóttir húsgagna- og innanhússarkitekt sem starfað hefur alla […]
Í undirbúningi er kynningarfundur og sýning um uppbyggingu íbúðahúsnæðis í Reykjavík á næstu misserum. Þetta verður með svipuðu sniði og kynningarfundur og sýning um ýmsar framkvæmdir í borginni, sem efnt var til í Ráðhúsinu fyrir ári síðan. Sú uppákoma var í byrjun kosningavetrar, sem hægt var að túlka sem upphaf kosningabaráttunnar. Nú liggur sú staða […]
Það er algengt um víða veröld að hverfi sem ekki hafa verið í umræðunni eða vakið athygli verða skyndilega vinsæl. (Mýrin í París, Meatpacing District í NY og m.fl) Fasteignaverð hækkar í kjölfarið og inn í hverfin flytja framsækin fyritæki og fjölskyldur fólk. Etirspurnin eftir húsnæði af öllum gerðim eykst veruleha á þessum svæðum. […]