Þriðjudagur 18.11.2014 - 07:55 - 9 ummæli

Plús orku hús

 

Allt frá orkukreppunni 1973 hafa arkitektar og verkfræðingar víða um heim verið að vinna að því að skapa „núll orku hús“. Það er að segja hús sem framleiðir alla þá orku sem það þarf sjálft á að halda. Þetta hefur stundum, næstum, tekist en ekki náð fótfestu í byggingariðnaðinum. Undanfarið hafa menn sett markið hærra og stefnt að því að byggja hús sem framleiðir meiri orku en það þarf sjálft á að halda.

Þ.e.a.s. „Plús orku hús“

Fyrir nokkru var haldin smkeppni um svokallað „Plus energihús“ á svæði sem heitir Norra Djurgaarsstaden í Stokkhólmi. Þetta var metnaðarfull samkppni með háleitum markmiðum þar sem hugsunin er   “ Think globally, act locally “ eða “ Think global, act local “

Alls bárust 16 tillögur af tveim húsum sem rúma samtals 43 íbúðir.

Sankeppnina vann Dinell Johansson arkitekt sem ætlar að byggja hús sem framleiða meiri orku en þau nota!

Byrjað er að undirbúa framkvæmdirnar og er gert ráð fyrir að þeim ljúki árið 2018. Menn gera sér engar vonir um að þetta borgi sig þegar til skamms tíma er litið en geta kannski varðað veg að vistvænni húsum.

Húsin verða sennilega það dýr í uppbyggingu að orkuvinnslan muni ekki skila því sem lagt er út, aftur í kassann.  Allavega til skamms tíma litið.  En maður á ekki bara að hugsa um sjálfan sig heldur heimsbyggðina alla og framtíð niðjanna um aldir.

Það er alltaf gaman að fylgjast með þegar nýjungar á borð við þetta líta dagsins ljós.

++++++

Árið 1996 var haldin hér á landi metnaðarfull tveggja þrepa samkeppni um félagslegar íbúðir framtíðarinnar.  Þetta var stór samkeppni þar sem aðeins ein tillaga, sem hlaut 3. sætið,  tók alvarlega á umhverfismálum og orkunotkun undir ofangreindum slagorðum, “ Think globally, act locally “ . Samkeppnin var á vegum Húsnæðismálastofnunar Ríkisins.  Ekkert varð úr frekari þróun eða  framkvæmdum.

++++++

Ég man ekki eftir því að nokkur aðili í einka- eða opinbera geiranum hafi síðan gert tilraun til þess að stuðla að framþróun íbíðahúsnæðis. Næst á undan voru það sennilega Sunnuhlíðarsamtökin sem byggðu fyrstu fjölbýlishúsin hér á landi, sem voru einangruð að utan, nánast viðhaldsfrí og með svölum með sérstöku köldu burðarkerfi vegna  svalanna.

Þetta gekk það vel að lengi á eftir hafa nánast allar byggingar hér á landi verið einangraðar að utan. Á síðustu misserum sýnist mér að farið sé að bera á staðsteyptum húsum einangruðum að innan og með kuldabrýr allt um kring líkt og algengast hefur verið frá upphafi steinsteypra húsa hér á landi.

++++++

Úpplýsingar um sænsku húsin eru fengnar frá Dagens Nyheter.

 

undefined

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

 • Mesti sparnaðurinn yrði við að minnka íbúða húsnæðið niður í svona 25 fermetra á einstakling. Þar liggja miljarðar á miljarða ofan.

 • Er það þannig að það hafi verið stöðnun í þróun íbúðahúsa um tvo áratugi hér á landi? Getur það verið? Þegar á þetta er bent spyr maður sig hvort þetta sé tilffellið?. Sennilega er það staðreynd að ekkert markvert hefur gerst í þessum málum síðan litlu þéttingareitirnir við Suðurhlíðar og tilraunareitirnir í Breiðholti voru hannaðir fyrir áratugum.

  Það hafa greinilega mörg tækifæri farið framhjá okkur.

  Gaman væri að fá umfjöllun um þessi glötuðu tækifæri. Kannski mætti byrja á að segja frá samkeppninni um félagslegar íbúðir framtíðarinnar (1996).

  • Hilmar Þór

   Ég held að það sé borin von að fjalla um þessa samkeppni hér (frá 1996). Í fyrsta lagi var þetta fyrir tölvugerðar teikningar og Húsnæðisstofnun ríkisins er ekki til lengur. Sennilega eru gögn samkeppninnar glötuð.

   En hver veit?

   Hinsvegar held ég að það sé rétt að í hugmyndafræði og tæknilegri útfærslu íbúðahúsnæðis hafi staðnað eða jafnvel farið aftur undanfarið. Þróunin hefur verið meira tengd tísku og formútfærslum sem færa okkur ekkert áfram. (!)

  • Hilmar Þór

   Áhugaverð slóð. Stutt og einfalt: „Når vi bygger plusshus i dag, bygger vi også for fremtiden“.

   Kannski er einhver von í þessu. Allavega segir að fleiri og fleiri búi í borgum sem gefur okkur aftur tækifæri til þess að nýta okkur betur þéttleikann og stærðina til þess að spara orku.

 • Jón Gunnarsson

  Arkitektar sýsla með ýmsa hluti sem maður veit ekkert um. Þetta er fróðlegt og áhugavert. En sennilega eru á þessu bakhliðar sem gera það að verkum að þetta fær ekki brautrargengi eins og Hilmar G. bendir á.

 • Hilmar G.

  Frank Gehry sagði að ef þú ert hæfileikalaus, hefurðu það bara vistvænt í staðinn.

  Mín tilfinning fyrir svona húsnæði er ekki góð. Orkusóunin er mikil við byggingu þeirra, gríðarlegur verkfræðikostnaður, of þétt / ónáttúruleg, kalla flest á dýr loftræstikerfi og stýringar, feiknarlegir útveggir sem minnka gólfpláss, fáir gluggafletir og dýrir og svona mætti lengi halda áfram að telja.

  Ég er nokkuð viss um að Íslendingar myndu ekki þrífast í íbúðarhúsnæði þar sem ekki mætti opna gluggana.

 • Dagur Bollason

  Gaman. Í Freiburg, sem sjálfsagt er grænasta borg Evrópu, eru heilu hverfin uppbyggð af húsum sem eru sjálfbær í orku. Til fyrirmyndar.

 • Gallinn vîð þessi orkusparandi hús hefur verið sá að þau eru flest ljót. Hér hjá frændum okkar eru þau hinsvegar bara falleg.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sex? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn