Færslur fyrir mars, 2016

Miðvikudagur 30.03 2016 - 08:17

PARIS kvödd

Risinn í franskri hugsun og heimspeki, Voltaire (1694-1778), mat rökvísi og skýra hugsun ofar öllu öðru. Hann bar ægishjálm yfir alla aðra samtíðarmamenn sína á sínu sviði.  Áður höfðu tilfinningamenn á borð við Blaise Pascal (1623-1662) sagt: “Hjartað á sín rök sem skynsemin veit ekkert um”. Sagði John Lennon ekki einhverntíma að innsæi (intuition) skipti […]

Föstudagur 25.03 2016 - 19:32

Afskipti stjórnmálamanna af bygginga- og skipulagsmálum í París

  Margar borgir í gamla heiminum uxu innan borgarmúra sem síðan voru fluttir utar eftir því sem borgirnar stækkuðu.  Þetta þekkjum við frá Kaupmannahöfn og víðar. En engin borganna er eins falleg og jafnvel sjónrænt skipulögð eða með eins mikið af sögulegum byggingum og París. Hvernig gat þetta gerst? París sem stendur innan hrinhvegarins (Periferíunnar) […]

Fimmtudagur 24.03 2016 - 17:34

Nútíma byggingalist

Nútímabyggingalist í París. Þó ég hafi að mestu fjallað hér um hina klassisku París og sögu hennar í pistlum mínum að undanförnu, þá er mikið um nútíma byggingalist í borginni. Sennilega meira en í flestum borgum sem ég þekki. Hér eru byggingar eftir minn uppáhalds nútíma arkitekt, Le Courbusiere, sem er stöðug uppspretta og innblástur […]

Laugardagur 19.03 2016 - 12:18

Arkitektaskólar í París og annarsstaðar

    Ég hef á ferðalögum mínum oft gert mér erindi á arkitektaskólana. París er þar engin undantekning. Í gær heimsótti ég listaakademíuna  Beaux-Arts sem á sér sögu allt frá árinu 1648. Þar var frá öndverðu kennd málaralist, höggmyndalist og „móður listanna“, byggingalist ásamt fl. Beaux-Arts hefur alltaf verið mikils metinn. Lúðvík 14 valdi útskriftarnema […]

Þriðjudagur 15.03 2016 - 11:41

Niðurrif í Reykjavík og París.

Meðan Reykjavíkurborg stuðlar að niðurrifi gamalla húsa gráta Parísarbúar horfnar byggingar. Í Reykjavík eru rifnar gamlar byggingar sem túristarnir koma til að skoða og umhverfi sem allir elska til þess að byggja hótel fyrir gestina. Mér sýnist Parísarbúar ekki rífa hús lengur. Þeir breyta húsunum og byggja við þau, en rífa helst ekki. Parísarbúum er […]

Miðvikudagur 09.03 2016 - 08:57

Fjármálahverfi Parísar – La Defence

Það er líklegt að viðskiptahverfið La Defence hafi bjargað miðborg Parísar frá því að stórir og voldugir fjárfestar byggðu skýjakljúfa í alþjóðlegum stíl inni í miðborginni. Þarna var afmarkað svæði utan gömlu borgarinnar þar sem þeir sem vildu byggja og starfa í skýjakljúfum gátu látið gamminn geysa. Í viðskiptahverfinu er samansafn af frábærum skrifstofubyggingum honnuð […]

Föstudagur 04.03 2016 - 07:43

„Góði markaðurinn“

          Le Bon Marché í París, lauslega þýtt “ Góði markaðurinn“ er talinn fyrsta “department store” eða kringla veraldarinnar. Hann var stofnaður árið 1838 með 12 starfsmönnum sem afgreiddu fjóra mismunandi vöruflokka á um 300 fermetrum. Hugmyndafræðingurinn að baki vöruhúsahugmyndarinnar, Aristide Boucicaut, breytti verslunarháttum þannig að verðin voru föst (ekkert prúttað) og möguleiki var […]

Þriðjudagur 01.03 2016 - 12:43

Ásar í skipulagi Parísar

Það er einhver stór hugsun í skipulagi Parísarborgar sem maður er eiginlega stanslaust hissa á. Eitt af því sem er mest áberandi í skipulagi borgarinnar eru breiðgötuásar sem liggja þvers og kruss um borgina. Þessir ásar eiga rætur sínar að rekja til Napóleons III  og Haussmanns. Ásarnir tengja oft saman merkilegar byggingar og garða eins og á […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn