Færslur fyrir október, 2016

Sunnudagur 30.10 2016 - 15:53

Herzog & de Meuron í Danmörku.

Fyrir nokkrum árum var ákveðið að sameina þrjú sjúkrahús á norður Sjálandi í Danmörku í eitt. Þetta voru sjúkrahúsin í Hilleröd, Helsingör og Frederikssund. Eftir faglega staðarvalsgreiningu var ákveðið að byggja hið nýja sjúkrahús á opnu svæði við Hilleröd.  Hugmyndinni um að byggja við eitthvert núverandi sjúkrahúsanna var hafnað. Þetta á að vera 124.000 fermetra […]

Miðvikudagur 26.10 2016 - 12:40

Landspítalinn – Ný staðarvalsgreining er nauðsynleg.

Hver skyldi vera ástæðan fyrir því að forsvarsmenn Nýs Landspítala ohf og þeirra sem hafa unnið að málinu umnanfarin 16 ár hafni nýrri faglegri, opinni og óháðri staðarvalsgreiningu? Er líklegt að embættismenn og stjórnmálamenn sem unnið hafa að uppbyggingu við Hringbraut í áratugi vilji nýha staðarvalsgreiningu eða fari að segja það sína skoðun um að […]

Mánudagur 24.10 2016 - 00:03

Pælingar um fagurgala í skipulagi og verklag stjórnvalda

Hér kemur annar hluti greinar Hjörleifs Stefánssonar arkitekts um fagurgala í borgarskipulaginu og verklag stjórnvalda. Hér er beitt gagnrýni fagmanns á ferðinni um verklag þegar kemur að skipulagi borgarinnar og endurskoðun fyrri skipulagsákvarðanna. Hjörleifur er lausnamiðaður og skapandi í skrifum sínum. +++++ Þegar stjórnendur borgarinnar eru spurðir hvers vegna sífellt sé gengið á söguleg gildi miðborgarinnar […]

Þriðjudagur 18.10 2016 - 13:00

„Fagurgali sem fagurfræði“

  Hér birtist pistill eftir Hjörleif Stefánsson arkitekt hjá Gullinsniði. Hjörleifur hefur verið virkur í umræðunni um arkitektúr og skipulag um áratugaskeið. Hann hefur skrifað nokkrar bækur um efnið og þar á meðal bók um byggingarsöguleg einkenni Reykjavíkur. Bókin heitir „Andi Reykjavíkur“ og kom út árið 2008 og ætti að vera kennsluefni í öllum framhaldsskólum landsins. […]

Miðvikudagur 12.10 2016 - 23:57

Fagurfræðin í Borgarskipulaginu: „Er þetta ekki á svoldið háu plani?“

Þegar frummælendur höfðu talað á fundi á Kjarvalsstöðum í gærkvöld spurði Hjálmar Sveinsson fundarstjórann Gunnar Hersvein fundarstjóra hvort þetta sé ekki á háu plani? Gunnar svaraði ekki, en ég svaraði spurningunni fyrir sjálfan mig játandi. Fyrsti frummælandinn var Hjálmar Sveinsson formaður Umverfis og skipulagsráðs. Hann er með BA-próf í heimspeki og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands […]

Sunnudagur 09.10 2016 - 14:44

„Fagurfræðin í borgarskipulaginu“

Það er ánægjulegt til þess að vita að Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar skuli nú efna til fundar undir yfirskriftinni „Fagurfræðin í borgarskipulaginu“.  Þarna hafa verið valdir afskaplega færir frummælendur sem hafa velt þessum hlutum fyrir sér lengi. Hjörleifur Stefánsson, einn frummælanda, hefur skrifað heila bók um staðaranda Reykjavíkur sem auðvitað skiptir miklu máli og er […]

Laugardagur 01.10 2016 - 17:43

Niðurrif – Brotið blað í Reykjavík

Í Morgnblaðinu í morgum mátti lesa að meirihluti umhvefis- og skipulagsráðs Reykjavíkur lagðist gegn því að að heimilað yrði að rífa niður hús við Freyjugötu 16 á horninu við Valastíg og húsið við hliðina sem er nr 35 við Bragagötu og stendur á horni Bragagötu og Freyjugötu. Umhverfisráð telur að “húsverndunarsjónarmið og varðstaða um byggðarmynstur […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn