Færslur fyrir janúar, 2018

Föstudagur 26.01 2018 - 11:26

Að fanga staðarandann

Það er ekki öllum arkitektum gefið að kunna að fanga staðarandann. Nýlega voru kynntar hugmyndir arkitekta varðandi nýbyggingar við Framnesveg 40-42, þar sem þetta hefur tekist. Þegar horft er á myndina efst í færslunni sést að tekið er tillit til nokkurra grundvallaratriða í götumyndinni. Húsalengdinni er skipt niður þannig að hún er af svipaðri lengd […]

Sunnudagur 21.01 2018 - 14:44

„Að byggja sér fortíð“

„Að byggja sér fortíð“ Í umræðunni um verndun húsa og viðhald þeirra skiptast sjónarmiðin í tvö horn. Annarsvegar er hópur sem vill meðhöndla eldri byggingar af mikilli varfærni og telur jafnvel að vernda þurfi nánast öll hús á tilteknum svæðum og hinsvegar hópur sem telur að verndunarsjónarmiðin tefji fyrir framþróun og skemmi fyrir. Talað er […]

Föstudagur 12.01 2018 - 12:25

Landspítalinn og bílastæðabókhaldið.

Í Morgunblaðinu í morgun er farið yfir bílastæðabókhald þjóðarsjúkrahússins við Hringbraut. Þar kemur fram að reiknað er með  að einungis 3 til 4 af hverjum 10 komi til spítalans í einkabíl. Einungis er gert ráð fyrir 1600 bílastæðum fyrir spítalann í fyrsta áfanga hans en þá verða starfsmennirnir um 3900. Ef ég skil rétt þá […]

Fimmtudagur 04.01 2018 - 13:17

Skipulagsráð 1978-1982 og 2010-2014

Mér eru minnistæðar tvær skipulagsnefndir í Reykjavík sem mér þótti standa sig vel. Sú fyrri var skipulagsnefnd sem var á árunum 1978-1982 undir forystu Sigurðar Harðarsonar arkitekts. Það sem einkenndi störf þeirrar nefndar var áhuginn fyrir að draga úr útþennslu borgarinnar og ná böndum á hana,  þétta byggðina,  draga úr notkun einkabíla, efla almamannasamgöngur og vernda […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn