Föstudagur 12.01.2018 - 12:25 - 14 ummæli

Landspítalinn og bílastæðabókhaldið.

Í Morgunblaðinu í morgun er farið yfir bílastæðabókhald þjóðarsjúkrahússins við Hringbraut.

Þar kemur fram að reiknað er með  að einungis 3 til 4 af hverjum 10 komi til spítalans í einkabíl. Einungis er gert ráð fyrir 1600 bílastæðum fyrir spítalann í fyrsta áfanga hans en þá verða starfsmennirnir um 3900.

Ef ég skil rétt þá þarf framboð einkabílastæða ekki einungis að fullnægja þörfum starfsmanna heldur líka sjúklinga og aðstandenda þeirra.

Í aðalskipulaginu AR2010-2030 er gert ráð fyrir að 58% notfæri sér einkabílinn í framtíðinni, 12% almenningsflurninga og afgangurinn gangi, hjóli eða noti önnur samgöngutækifæri.

Í fljótu bragði verður ekki séð að bílastæðabókhald Landspítalans mæti þessum bjartsýnu áætlunum aðalskipulagsins. Það vantar mikið þar uppá.

++++

Eftir því sem maður kynnir sér betur áformin um uppbygginguna við Hringbraut því meira undrandi verður maður á þvi að þessu sé haldið áfram.

Það stendur nánast ekki steinn yfir steini í öllu þessu máli. Allar forsendur fyrir staðarvalinu eru brostnar og àætlarnirnar standast ekki lengur.

Menn á æðstu stöðum hafa halda fram í næstum áratug að allar staðarvalsgreiningar og áætlanir bendi á að Hringbraut sé besti staðurinn fyrir Þjóðarsjúkrahúsið. Nú vita allir sem hafa fylgst með umræðunni að þetta er rangt. Og hvað gera menn í því? Þeir bregðast við eins og oft áður með því að svara ekki gagnrýnisröddum.

++++

Rétt er að vekja athygli á því að þegar/ef hafist verður handa við byggingu meðferðarkjarnans þarf að leggja niður á annað hundrað bílastæði sem þarna eru núna.

++++

Efst er mynd sem fylgdi grein í Morgunblaðinu í morgun og skýrir sig sjálf og strax hér að neðan er greinin í heild sinni.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

 • Það er ekkert annað að gera en að fara bara að gráta. Það er haldið áfram með þessa vitleysu þrátt fyrir pottþétta gagnrýni og enginn kemur spítalanum við Hringbraut til varnar. Þessu er bara haldið áfram í tómri vitleysu og engri gagnrýni svarað. Takið eftir því.

 • Það er löngu ljóst að aðal samgönguás höfuðborgarsvæðisins liggur mikið austar og þar sem miklu auðveldara og ódýrara er að koma við nauðsynlegum samgöngubótum. Yfir 90% höfuðborgabúa búa auk þess austan Hringbrautar, ekki í kringum eða vestar og ef frá eru taldir túristar og hótelgestir. Flestir raunverulegir íbúar mikið austar og í nágrannabyggðum. Af hverju í ósköpunum erum við að búa til þetta vandamál sem aðeins sumar milljónahöfuðborga heimsins standa frammi fyrir vegna almenns íbúafjölda og skorts á góðum lóðum? Af öllum þjóðum, á Íslandi tilbúið stórkostlegt vandamál á aðgengi sjúkling aog starfsfólks að einni miklilvægustu öryggisþjónustu landsins í framtíðinni. Og það vegna sérhagsmuna og sem ekki hefur mátt ræða sl. 3-4 ár opinberlega og flestum ætti að vera vandinn ljós. Þrönga spítlalóðin í gamla miðbænum skerðir auk þess heilsusamlegt fallegt nærumhverfi fyrir sjúklinga og starfsfólk sem flestar þjóðir leggja orðið mikla áherslu á í skipulagi nýrra spítala. Eins að skapa góða stækkunarmöguleika síðar. Skipulagið allt nú á Hringbraut skapar auk þess mikla óþarfa stórslysahættu við kjarnastarfsemina spítalans vegna staðsetningar á þyrlupalli á 5 hæð þaks milli allra bygginganna. Það ætti hvert mannsbarn að geta séð og þar sem gera má ráð fyrir þörf á sjúkraflugi nær daglega á 15-20 tonna stórum þyrlum í öllum veðrum yfir Þingholtið. Algjört sjálfskaparvíti allt saman vil ég segja og líklega sokkinn kostnaður fyrir þjóðarbúið upp á hundruð milljarða króna. Mál sem jafnvel bannað er að endurskoða í stjórnsýslunni og jafnvel lagt fréttabann á!!!

 • Forsvarsfólk Hringbrautarverkefnisins hefur gegnum árin talað eins og það stæði til að sameina alla starfsemi LSHS við Hringbraut. Það hefur reyndar aldrei staðið til en áætlannir hafa meira og minna allar gert ráð fyrir að starfsemin í Fossvogi verði flutt á Hringbraut og það er hægur leikur að telja bílastæðin í Fossvogi. Besta leiðin til að minnka umferðarálagið og bílastæðaþörfina er samt að færa spítalann nær heimilum starfsmanna og annarra notenda hans. Þessa dagana er verið að kynna ný búsetusvæði við Elliðaár og Ártúnshöfða en þar hefði líklega verið upplagt að staðsetja nýjan Landspítala.

 • Vilhjálmur Ari Arason

  Varðandi það atriði að strfsfólk komi hjólandi í vinnuna að þá bara benda á há slysatíðni þessa starfsfólks í öllum veðrum. Alvarleg reiðhjólaslys eru í dag uþb. 10 sinnum algengari en alvarleg bifreiðarslys í borgarumferðinni. Ekki heilsusamlegur lífsmáti það og allt er talið með.

 • Vilhjálmur Ari Arason

  Á framkvæmdatíma er þetta auðvitað mikið verra. Auk þess þarf að aka um 300-500.000 tonn af sprengdri Hringbrautarklöppinn gegnum bæinn og sem mér telst til að geti verið um 10.000 ferðir a.m.k. Eitthvað pláss taka þessir flutningar í umferðinni og á þröngu plönunum á Hringbrautarlóðinni auk annarra byggingafanga næsta áratuginn eða svo. 2023 og svo 2-3 ár til viðbótar. Come on..

 • Vilhjálmur Ari Arason

  Nú er bara að fara með faðirvorið og með sérstakri áherslu á; fyrirgeifið þeim….

 • Hjá greinarhöfundi hefði mátt koma fram

  a) hversu mörg bílastæðin eru við Hringbraut í dag?
  b) hversu margir af þessum 3.900 verða mest á vakt í einu? (Næturvaktir, kvöldvaktir, dagvaktir)
  c) hversu margir gögngudeildar sjúklingar (hugsanlega bílandi) eru til meðferðar/rannsóknar á hverjum tíma.?
  d) hvaða álag fylgir heimsóknum og á hvaða tímum verða þær leyfðar?
  e) þurfa öll vaktaskipti allra starfsmanna og deilda að vera á sama tíma?

  þetta eru örugglega upplýsingar sem hönnuðir hafa við hendina þegar leysa þetta verkefni!

  Það er vart málefnalegt að henda því fram að þetta verði ómögulegt, án þess að koma neitt inn á þau atriði sem ákveða hversu mörg bílastæð þarf fyrir starfsemina.

  Gunnar

  • Hilmar Þór

   Þetta eru allt mjög viðeigandi spurningar Gunnar H. sem spurt hefur verið að undanfarin mörg ár en engin svör hafa borist. Það er einmitt tekið fram í Morgunblaðsgreininni í morgun að spurt hafi verið hvað mörg stæði væru við Landspítalann núna. Aðilar vissu það ekki og gátu ekki talið vegna veðurs. Það svar erauðvitað ekki boðlegt og er til vitnis um verklagið þarna.

   Annars skipta þessar tölur ekki meginmáli heldur hitt að NLHS tekur sig geta náð miklu betri árangri í ferðahegðun skjólstæðinga og starfsmanna spítalans en aðalskipulagið stefnir svo bjartsýnt að í áætlunum sínum!

   Þetta vekur furðu mína og flestra annarra. Við höfum margsinnis beðið um frekari skýringar á aðgengi og samgöngur vegna spítalans en engin svör fengið.

   Þakka þér spurninguna Gunnar H.

   Nú bíðum við tveir og þúsundir annarra eftir svari við ágætum spurningum þöínum og okkar hinna.

 • Guðmundur B.

  Ótrúlegt bull.

  Fyrirgefið orðbragðið.

  Þeir sem sækja vinnu daglega fara hugsanlega með borgarlínunni og þar geta 58% staðist en ekki 70%.

  Þeir sem þurfa sð sækja þjónustu á spítala fara ekki almennt t.a.m. með borgsrlínunni nema íeinstaka tilfelli.

  Sjá menn fyrir sér barnshafandi konur með hrýðir í strætó eða langt gengna krabbameinssjúklinga eða fótbrotið fólk velja almenningssamgöngur?

  Opnið augun stjórnmálamenn og rekið alla ráðjafana sem hafa logið að ykkur undanfarin mörg ár eins og …komið hefur í ljós.. Strax!

 • Hilmar Þór

  Nei það finnst mér alls ekki og er harður í þeirri skoðun minni aðeinkabílar eru ekki heppilegt samgöngutæki í borgum.

  Èg hef fært rök fyrir því frá því ég var í námi í byggingalist og skipulagi fyrir tæpum 50 árum og í tugum pistla hér á Eyjunni.

  En mér finnst of langt gengið hér.

  Mér finnst meira að segja markmið AR2010-2030 nokkuð bjartsýnisleg.

  Hinsvegar þegar litið er til langrar framtíðar er hugsanlegt að rífa þessa 53 þúsund fermetra bílastæðahúss og byggja eitthvað annað í staðunn.

  Það væri skemmtileg framtíðarsýn.

  En því miður Hrekkur, þá erum við ekki enn komin þangað. 🙁

 • Finnst þér í alvörunni raunhæft að gera ráð fyrir sama fjölda bíla og áður? Með hlýnun jarðar verðum við einfaldlega að minnka notkun bíla og búa nær vinnustöðum en áður. Og já, treysta á almenningssamgöngur. Þessi eilífi söngur um að bíllinn sé eitthvað náttúrulögmál sem verður að viðhalda, sama hvað gengur á, gengur náttúrulega ekki upp.
  Pistlar þínir um spítalann jaðra við þráhyggju.

  • Ég þakka pistlahöfundi fyrir elju hans og áhuga fyrir þessu spítalamáli. Hann sýnir mikla samfélagslennd og ábyrgð með skrifum sínum og upplýsir margt á mannamáli. Ég bið um fleiri spítalapistla. Það verður að stöðva þetta bull.
   kv
   Jón H.

 • Ásthildur

  “önnur samgöngutækifæri”? Er ekki búið að telja þau öll upp, einkabíla, hjól, gamgandi fólk og almenningsflutninga?

  • Hilmar Þór

   Leigubílsr þurfa ekki stæði og svo er fólki skutlað. Sumir koma því miður í sjúkrabílum og jafnvel þyrlum. Það eru ýmsir möguleika á að komast milli staða.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fjórum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn