Le Corbusier (1887-1965) var ein af aðalhetjum okkar unga fólksins þegar ég stundaði nám í byggingalist við Det Kongelige Danske Akademi for de Skönne Kunster í Kaupmannahöfn á árunum kringum 1970. Aðrar alþjólegu hetjurnar og fyrirmyndirnar voru Grobíus, Mies van der Rohe, og Alvar Aalto ásamt fl. Mér skilst að stjarna L-C hafi heldur dalað í […]
“ Hafa ekki allir sem ganga um Laugaveginn fundið hve skemmtilegt er þegar þvergöturnar opna skyndilega sýn niður að sjó og í sneið af Esjunni?“ skrifaði Ormar Þór Guðmundsson arkitekt í grein í Lesbók Morgunblaðsins vorið 1984. Greinina skrifaði Ormar í tilefni af því að fyrstu tillögur að nýju skipulagi fyrir Skuggahverfið voru að gera […]
Það hefur orðið veruleg vakning með þjóðinni hvað varðar verndun náttúrunnar. Umhverfissinnar börðust fyrir náttúruvernd áratugum saman og fengu litlar undirtektir. Það var ekki fyrr en ferðamaðurinn vakti athygli heimamanna á að þarna var mikla auðlind að finna. Þá fyrst snerist almenningsálitið. „Peningarnir tala“ Fyrst þegar ferðamannastraumurinn jókst og varð stærsta atvinnugrein þjóðarinnar fóru […]
Ég hef þrisvar sinnum gert athugasemd við auglýst deiliskipulag í kynningarferli hjá Reykjavíkurborg. Athugasemdirnar vörðuðu ekki einkahagsmuni mína heldur almannahagsmuni, staðaranda og ásýnd þeirrar Reykjavíkur sem við viljum mörg standa vörð um. Í fyrsta sinn var það vegna deiliskipulags Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut þar sem ég taldi að deiliskipulagið stæðist ekki stefnu hins opinbera […]
Í Fréttablaðinu í morgun var kynnt hugmynd um uppbyggingu í Örfirisey þar sem lagt er til að komið verði fyrir um 4000 íbúðum í skipulagi þar sem verður lítil eða engin bifreiðaumferð. Þetta hljómar róttækt, sem það kannski er, en þetta er nokkuð þekkt víða i nágrannalöndunum og hefur gefist vel. Þetta er vistvæn byggð […]
Flugvöllurinn – Borgarlínan – Miklabraut í stokk. Mér sýnist lítið unnin stór mál vera áberandi í skipulagsumræðunni í aðdraganda kosninga. Þetta eru mál sem varða alla, en eru vanreifuð og ekki nægjanlega undirbúin til þess að leggja þau í mat kjósenda. Það er að nógu öðru að taka sem stendur okkur nær og eru skýr, fyrirliggjandi og […]
„Ert þú ekki mikið fyrir nútíma arkitektúr?“ spurði einn áhrifamesti maður skipulagsmála Reykjavíkur fyrir helgi þegar ég lýsti áhyggjum mínum af gríðarlega miklu niðurrifi húsa í Reykjavík innan Hringbrautar. Þessi spurning kom mér mjög á óvart og lauk samtalinu sem hafði verið ágætt þar sem við töluðum um Borgarlínuna og þéttingu byggðar þar sem við […]
Borgarlandslagið og stóru atriðin í borgarskipulaginu á borð við Miklubraut í stokk, Borgarlínu, flugvöllurinn í Vatnsmýri, samgöngumál, staðsetning stofnanna og íbúðasvæða skipta miklu máli. En dæmin sanna að litlu atriðin skipta oftast meira máli í daglegu lífi fólks. Á þetta hefur hinn heimsfrægi danski arkitekt Jan Gehl margsinnis bent á og skrifað áhrifamiklar bækur um […]