Föstudagur 18.10.2013 - 11:11 - 8 ummæli

Af „VERÐLAUNAIÐNAÐI“ í ARKITEKTÚR

Arkitektaverðlaun

 

Eftirfarandi pistil ásamt myndefni barst síðunni frá Örnólfi Hall arkitekt. Hann er umsvifamikill fagmaður sem hefur verið virkur í umræðunni um byggingarlist um áratugaskeið. Hér fjallar hann um verðlaun fyrir byggingalist. 

 

 

LEAF-prísinn við Austurhöfn

— Eins og mörgum er kunnugt stendur skammstöfunin LEAF fyrir: „Life, Earth and Air Friendly design“  og það eru ýmis samtök sem veita verðlaun undir þessari yfirskrift.- Ein þessara samtaka (aðila) eru í West Hartford, CT í BNA, í London UK og líka í UAE. Veitt eru verðlaun fyrir „viðhaldsfríar“ byggingar, vistvænar byggingar o.s.frv. og verðlauna“flóran“ er stór og mikil.

— Frábærir ungir arkitektar í Evrópu með litlar og miðlungsstórar teiknistofur virðast alls enga möguleika eiga í prísa-gjöfinni, jafnvel þótt eftir þá liggi afburða góð verk. Þeir eigi hins vegar ekki gilda sjóði sem þarf til að koma sér á stallana, segja þeir.

> — Undirritaður hefur heyrt í kollegum sínum í þýskalandi og Sviss sem tala um óhreinan „money-business“ í kringum „Adwards“- verðlaunaúthlutanirnar og ábatasaman “verðlaunaiðnað” í því sambandi.

— Á netinu má finna fjölda prísgjafa (hátt í 100 að tölu) sem veita ýmsa arkitektúrprísa, „Architecture Awards“ fyrir flottastar, fegurstar, sérstæðastar og glæsilegastar allra heimsins bygginga o.s.frv.- Hver ósköpin öll skyldu vera til af nýbyggingum í Arabísku fustadæmunum og víðar í Austurlöndum og einnig í Vesturheimi með einhvern „Architecture/Awards“- heimsprísinn festan utan á sig !

— Margir arkitektar í Evrópu hafa haft um þetta stór orð og látið í ljósi áhyggjur. Þeir segja að fjölmiðlafulltrúar (áróðursmeistarar) stóru teiknistofanna séu duglegir við að afla þeim prísa úr þeirri miklu „flóru“ sem býðst.

— Ýmsir kollega minna, hér og erlendis, furða sig mikið á 1.sætinu í síðasta Mies-prísnum. Af hverju fékk verðlaunin ekki frábæra torglausnin í Ghent í Belgíu, á viðkvæmum stað, við miðaldaturnbyggingar(Torg og byggingar í anda Mies og dáð af UNESCO*)með langflest atkvæði frá evrópskum arkitektum og áhugafólki(70%). Af hverju fékk hins vegar verk með aðeins 10% atkvæða Mies-prísinn?

— Antonio Borghi formaður ACE (Sambands evrópskra arkitekta) hafði yfirumsjón með kosningunni, en Mies-verðlaunin eru sjálfsögðu í höndum annarra. Þess má til gamans geta að undirritaður hefur verið skraf/kollegi A. Borghi á netinu.

PS: UNESCO* er verndari miðaldabyggina.

 

Örnólfur Hall

Arkitekt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Örnólfur Hall

    — Það má líka bæta við hjá Gunnlaugi Stefáni: UNESCO er verndari allra heimsminja m.a. miðaldabygginga.- Stofnunin er vandlát á næstu nánd og
    umhverfi þeirra en þessi byggingarlausn í Ghent féll henni
    óvenju vel í geð.

  • Eins og ég benti á hér hjá Hilmari (29.4.) sniðgekk dómnefnd allar staðreyndir þegar hún rökstuddi val sitt á Miesverðlaununum.
    Byggingin í Gent,sem ég þekki persónulega,fléttist eðlilega saman við það sem vaxið hefur umhverfis,þveröfugt við sýndarmennsku Hörpunnar.
    Í Gent er vísbending á það hvernig nýjar byggingar geta fallið inní staðereinkenni: með virðingu fyrir umhverfi samhliða eigin tign.

  • Ég segi eins og Þorgeir. Ég fagna öllum verðlaunum sem hingað koma og samgleðst þein sem eiga í hlut. Verðlaun hvort sem menn hafa unnið fyrir þeim eða ekki eru alltaf gleðiefni fyrir þá sem þau hljóta og hvatning til allra hinna.

    En ef á að meta þau þá þarf að skoða sig um og velta fyrir sér lobbýismanum sem nánast er alltaf undanfari svona ákvarðanna. Manni kemur í hug íþróttahreyfingin þegar hún er að velja staði fyrir stórmót eins og Ólymoíuleika. Þar er lobbýað.

    Nei litlar stofur og ungir snillingar fá ekki verðlaun að sama marki og stóru aðilarnir. Þeir eru bara að sinna sínu og hafa ekki burði til þess að lobbýa. Og ein verðlaun kalla á önnur. Sennilega er ekki rangnefni að kalla þetta „verðlaunaiðnað“

  • Þorgeir Jónsson

    Ég held að hæstvirtur arkitekt sem ritar þessa grein sé að gengisfella Mies gamla til að þjóna þráhyggju sinni gagnvart Hörpu. Hann hefur agnúast út í húsið lengi.Minnir á „frönsku elítuna“ sem hafði Effel turninn á hornum sér á sínum tíma.(1886)

    Ég kýs að vera stoltur yfir því og þeim sem þar komu að verki.

    • Örnólfur Hall

      — „Detailarnir“ í Effelturninum eru hrein snilld og ég tel í anda „detail“- meistarans Mies en það verður ekki sagt um þá í Hörpu t.d. klúðurslegt hnoðið í hornunum.- Ég tel að ef mætti hann mæla nú hefði honum ofboðið og ekki viljað vera bendlaður við þá útkomu.

    • Þorvaldur Ágústsson

      Geometrian í Hörpuglugga gengur ekki upp eins og allir sjá sem vilja. Það gerir grindin í Effelturninum. En hvað um það. Við eigum að fagna því að dómararnir hafi veitt verðlaun hingað til lands og ekki tala það niður. Ég get nefnt nokkrar byggingar hér á landi sem standa Hörpu framar en engin verðlaun hafa fengið.

      Til hamingju Harpa (þrátt fyrir allt klúðrið með peninga og annað)

    • Örnólfur Hall

      — Við kollegar, undirritaður og Guðm. Kr. höfum frá 2010 fylgst með Hörpu“smíði“, óvandaðri smíðinni víða og ryðmynduninni. – Svo ekki sé minnst á smíða-hamaganginn fyrir vígsluna (í maí 2011).
      — Vegna þeirrar reynslu (og fyrri) óttumst við mjög ofurviðhhald og að „glansinn“ fari af með tímanum.
      — Ill veður, salt særok eiga eftir að taka sinn toll. Einnig gróft og fínt ryk og bílasót o.fl.

  • Þetta verðlaunafargan er augljóslega einhverskonar bissniss. Til dæmis er ekki tilefni til þess að veita verðlaun fyrir byggingalist á Íslandi á hverju ári. Það er öðru nær. Þeð kemur ekki sverðlaunahæft hús nema á 5 ára fresti hér á landi, stundum annað hvert ár. Verðlaunatilnefningar fyrir bækur í byrjun desember er auðvitað siðlaust viðskiptatrikk. Og svo eru það sviðslistaverkin og kvikmyndaverðlaunin. Þau ætti max að veita annaðhvort ár í okkar litla samfélagi. Ég veit ekkert til Meis verðlaunanna en ég held að það séu mörg hús hér á landi sem standa minnismerkinu við Austurhöfn framar án þess að hafa fengið medallíu. Við skulum samt þakka fyrir að einhver dómnefnd hafi veitt Hörpu þessi verðlaun sem skipta víst miklu máli fyrir ferðamannaiðnað og hróður okkar guðsvoluðu þjóðar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og þremur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn