Í framhaldi af síðustu færslu hafa bæst við fróðleiksmolar um samkeppni Amtsbókasafnsins á Akureyri, sem er söguleg fyrir margra hluta sakir.
Guðmundur Jósson arkitekt, höfundur viðbyggingarinnar, hafði samband og sagði að samkeppnin um viðbygginguna hafi verið haldin þegar postmodernisminn stóð sem hæst skömmu fyrir 1990. Flestar tillögurnar sem teknar voru til dóms hafi verið undir sterkum áhryfum stefnunnar. Þær voru mjög vandaðar en hlaðnar “postmodernisku sprelli” eins og Guðmundur orðaði það. En það hafi vantað í þær “dialog” við hús Gunnlaugs Halldórssonar. Eftir samkeppnina lá verkið í dvala i ein 10 ár. Til samanburðar lá samkeppnistillaga Gunnlaugs Halldórssonar og Bárðar Íslefssonar í dvala í 33 ár frá árinu 1935 eins og kom fram í fyrri færslu.
Guðmundi þótti það sérstaklega eftirminnilegt að þegar verkið var ræst að nýju þurfti bara að “dusta rykið” af teikningunum og halda svo áfram. Engin stílbrygði þurfti að endurkoða í takt við framrás tímans og anda hans. Einungis þurfti að minnka húsið og breyta í samræmi við nýja forsögn, en arkitektúrinn þoldi það. Guðmundur þakkar það Gunnlaugi Halldórssyni og þeirri virðingu sem borin var fyrir verki hans.
Eiríkur J. sem ég held að þekki vel til málanna, bætti fróðleik við í athugasemdarkerfi síðustu færslu. Athyglis verð uppryfjun hjá Eiríki.
Varðandi postmodernismann þá var hann mikið niðurlægingartímabil í byggingalistinni á sínum tíma. Kannski ekki hugmyndafræðin að baki stefnunnar heldur hvernig arkitektar víðsvegar um heim fóru með hann.
góðir hlutir gerast hægt
Alltaf kemur manni eitthvað á óvart.
Þarna er saga af samkeppnum tveim. Önnur stóð í 33 ár og húsið vígt 1968. Hin samkeppnin var um viðbyggingu og var ákveðin 1987 og húsið vígt 17 árum síðar, árið 2004. Þetta eru alls tæplega 80 ára saga.
Þetta er bara eins og byggingasaga dómkirkna á miðöldum.
Liggur okkur annars nokkuð á?
En árangurinn er góður sýnist mér.
Varðandi postmodernismann þá var hann mikið niðurlægingartímabil í byggingalistinni á sínum tíma. Kannski ekki hugmyndafræðin að baki stefnunnar heldur hvernig arkitektar víðsvegar um heim fóru með hann
Það væri mjög áhugavert ef þú gætir séð þér fært að fjalla meira um inntak þessarar setningar sem þú leggur fram. Hvað var gott, hvað var vont og hvers vegna.
Viðbyggingin er vissulega glæsileg á að líta. Frábær lausn á erfiðu verkefni. En eitthvað meira en lítið hefur skolast til innan dyra. Amtsbókasafnið var afar hlýlegur staður í gamla húsinu. Gott að koma þar, gott að dvelja þar. Andi bókasafns eins og hann gerist bestur. Nú er þar allt frekar kallt og andlaust.
Ég kem þar sjaldan núorðið og stoppa ekki lengur en nauðsyn krefur.
Skálinn við Alþingi er annað vel heppnað dæmi
Ég er sammála um að þarna sé vel gert og fellega byggt við hús sem er að stofni til frá 1935. Allt harmonerar þó viðbyggingin sé frá árinu 2000.
Allir eru sammála um það.
Spurt er af hverju sama aðferðafræði sem notuð var á horni Tungötu og Aðalstræti er umdeild en á Akureyri er hún í lag.
Ég verð að segja að þetta eru tvö bestu dæmi sem til eru um viðbyggingar á íslandi