Miðvikudagur 24.10.2018 - 14:00 - 2 ummæli

„Andi Reykjavíkur“

Cenius Reykiavicensis –

Fyrir 10 árum, árið 2008, gaf JPV útgáfa út bókina  „Andi Reykjavíkur“ eftir Hjörleif Stefánsson arkitekt.

Þetta er stórmerkileg bók sem allir arkitektar og ekki síður stjórnmálamenn ættu að lesa og helst læra utanað.

Bókin fjallar af fagmennsku um byggingarsöguleg einkenni Reykjavíkur og leitast við að skýra tilurð borgarinnar eins og stendur á bókarkápu. Skoðað er hvað hefur farið miður í þróuninni og hvers vegna við höfum ekki borið gæfu til að umgangast miðbæinn sem skyldi, af alúð og umhyggju fyrir sögulegu hlutverki hans.

Í kynningu á bókinni segir að „þegar byggja á upp til framtíðar er mikilvægt að horfa um öxl og beita jafnframt siðfræðilegri nálgun við mat á borgarumhverfinu og einstökum húsum. Leggja verði áherslu á fagurfræði og umhverfissjónarmið því að einungis þannig er hægt að tryggja menningarsögulegt samhengi byggðar í miðbænum og fallega heildarmynd, með virðingu fyrir anda Reykjavíkur að leiðarljósi“.

Bókin var hugsuð sem innlegg í umræðuna um miðbæ Reykjavíkur og skipulagsmál í höfuðborginni og á mikið erindi til okkar í dag og átti erindi til okkar löngu áður en hún var gefin út. Enda hefur staðarandi Reykjavíkur verið nokkuð á hliðarlínunni í skipulags- og byggingamálum miðborgarinnar undanfarna marga áratugi.

++++

Efst er mynd af bókakápunni og að neðan er stutt tilvitnun af síðu 19 þar sem má lesa eitt af mörgum gullkornum bokarinnar.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Gunnar Björnsson

    Skipulagsráði virðist ómögulegt “að horfa um öxl” þegar byggð eru ný hús við eða í miðborginni. Þessi framkoma við gamla bæinn er siðlaus samanber Hafnartorg og aðlögun þeirra bygginga við miðborgina.

  • gunnar Guðmundsson

    Ætli þessi bók sé fáanleg. Þetta virðist mjög áhugavert.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn