Mánudagur 17.09.2012 - 14:07 - 8 ummæli

Andrík skrifstofurými

 

Ég rakst á vef sem fjallar er um andrík skrifstofurými þar sem samvinna og upplysingaflæði milli starfsmanna er í lykilatriði. Þegar horft er á myndirnar sér maður nokkuð rökrétta þróun skrifstofuhúsnæðis frá þeim tíma þegar allir voru lokaðir af inni á sinni skrifstofu yfir í opna skrifstofurýmið og hingað.

Þar var oftast of lítið hugað að samtalssvæðum starfsmanna og fundaraðstöðu. Vönduðum húsgögnum var bara raðað upp í rými án veggja og að því er virtist einkum til þess að spara fermetra. Fundarherbergi voru fá og yfirmenn voru gjarna lokaðir af á sinni einkaskrifstofu.

Á þeim skrifstofum sem hér er lýst er mikið gert úr svæðum og aðstöðu til samskipta og skoðanaskipta. Ekki er verið að spara fermetra. Þvert á móti er gott pláss fyrir flæði, fundarherbergi og þ.h.

Eftirtektarvert er hvað lítil áhersla er lögð á allskonar innréttingar og frágang. Rýmin virðast vera í e.k. iðnaðarhúsnæði þar sem ekkert er kerfisloftið og gólfefni af billegustu gerð. Allar lagnir og loftræsingar eru sýnilegar og svegjanlegar. Húsgögn virka sem einhver samtínigur.

Þetta er þveröfugt við það sem maður upplifir víðast á skrifstofum hérlendis þar sem sýndarmennska ríkir og  hvað varðar val á húsgögnum og byggingarefnum.

Nöfn fyrirtækjana koma fram við myndirnar.

Slóðin að umræddum vef er þessi:

http://myturnstone.com/blog/21-inspirational-collaborative-workspaces/

22Squared

BGT Partners

Cheil

Dreamhost

Facebook

Google

Google

Headvertising

Horizon Media

JWT

Kiva

Microsoft

Mono

One & Co

Pensar

Quid

Skype

Skype

Skype

Three Drunk Monkeys

TNT Express

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

 • Þetta er bara flott. Af hverju á þetta að kosta 1.000.000 ef hægt er að gera þetta fyrir 2 kall

  • Hilmar Þór

   Seggðu Guðni
   Og ímynda þú þer allar flottu skrifstofurnar sem hefðu getað verið i Kveldúlfsskálunum, Völundarhúsunum, Landsmiðju- og Sláturfélagshúsunum í Skuggahverfinu við Skúlagötuna ef þau hefðu ekki verið rifin!!!!

 • Stefán Benediktsson

  Athyglisvert hvað margar lausnir eiga það sameiginlegt að gefa rúma möguleika á „skoðanasýningum“ á allskyns töfluveggjum. Sem næst áþreifanleg tjáskipti virðast enn njóta eftirspurnar.

 • Steinarr Kr.

  Nú gruna ég að Hilmar hafi látiið platast. Þetta eru flottustu og hreinustu kerfisloft sem ég hef séð og liggur kostnaðurinn af rýmunum eflaust talsvert í því að gera loftin svona fín, sprauta loftræstistokka, mála og ganga frá leiðslum og síðan í viðhaldi og að halda þessu hreinu.

 • Anna Th. Rögnvaldsdóttir

  Þetta eru allt vinnustaðir (eða deildir) þar sem starfsmenn klæðast bolum og gallabuxum og samskonar óformlegheit ræður ríkjum í innréttingum. Hvergi stíft og „yfirhannað“ heildaryfirbragð, hönnunin virðist frómt frá sagt ganga út á að virka jafn óhönnuð og t.d. leikskólar. Starfsmenn í skapandi störfum eiga að hafa vinnurými sem líkjast leikvöllum, það er það sem er verið að segja okkur.

  Mér finnst það athyglisverð hugmynd að vera með lítið nánast alglerjað fundaherbergi í stóru rými (Horizon Media). Þá eru fundarmenn staddir í almenningi en eru í hljóðeinangrun. Svona gullfiskabúr henta nú samt ekki öllum fundum. Þau henta aðallega stuttum og afar vinsamlegum fundum.

  Víða er gólfefnið niðurlímd teppi (úr einhverjum gerviefnum) og það finnst manni sem norðurlandabúa vægast sagt óaðlaðandi.

  Og ég hef mínar efasemdir um þæginda- og sálfræðiþáttinn víða á þessum vinnustöðum. Það er ákveðin tilhneiging til að stilla sætum þannig upp að fólk snýr baki í umferðina, t.d. í þessu „fyrirlestrarými“ í BGT Partners. Flestir vilja hafa eitthvað sólítt á bak við sig (vegg eða skilrúm) og snúa þannig að þeir sjái innkomuleiðirnar í rýmið, hafi yfirsýn. En kannski er hugmyndin einmitt sú að sitjandi fólk í þessu rými sé strekkt fremur en afslappað.

  Ég get ekki ímyndað mér að þessi fundar- eða rabbaðstaða hjá Skype sé eftirsótt, að menn sækist eftir að sitja á þessum berangri lengur en í ca 3 mínútur, með gangandi umferð allt í kring.

  „Skrafs- og ráðagerðarýmið“ hjá Cheil er dáldið mikið eins og á ódýrum veitingastöðum. Maður væri voða feginn að fá sæti á gulgræna bekknum. Maður vildi helst ekki sitja á hvítu plaststólunum og snúa hnakkanum í gangveginn.

  Öflugustu skyndibitakeðjurnar eru hannaðir þannig, bæði hvað varðar lýsingu og mötunaraðstöðu, að kúnnar freistast ekki til að drolla. Menn bara éta og fara þannig að veltan er hröð.

  Kannski liggur svipuð hugmynd að baki í þessum almenningum og sameiginlegu rýmum stórfyrirtækja: að stuðla að því að það sé hreyfing á starfsfólkinu, að það sé ekki að drolla í einhverju samkrulli lengur en nauðsynlegt er.

  • Hilmar Þór

   Skemmtileg hugleiðing þetta hjá Önnu Th. Rögnvalsdóttur

 • Snæbjörn

  Ekki hef ég trú á að þetta sé bara eitthvað samansafn af húsgögnum. Þetta er allt örugglega þræl husað af einverjum arkitektum. En er ekki ástæða til þess að hafa áhyggjur af hljóðvist og þegar til lengdar lætur ryki og drullu á öllum raflögnum og loftræsingarstokum?

 • Helgi Björnsson

  Það er ekki vitlaust að kíkja á þetta. Þarna sér maður sýnishorn af skrifstofum framsæknustu fyritækja heims. Þarna er sköpunarkraftur starfsmanna nýttur ti þess að skapa vinnuumhverfið — ekki stílistar eða arkitektar!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fjórum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn