Miðvikudagur 19.06.2013 - 21:54 - 10 ummæli

Arkitektar kynþokkafyllstir allra stétta?

995829_558680437503437_666364640_n

Þær eru margar skoðanakannanirnar og mismerkilegar og sumar aðallega skemmtilegar. Fjallað er um eina þeirra í dag á Facebooksíðu danska arkitektafélagsins, Akademisk Arkitektforening.

Í könnuninni sem mun vera gerð á Englandi kemur fram að arkitektar (karlar) þykja kynþokkafyllstir allra starfsstétta. Þeir toppa lækna, kvikmyndaleikstjóra og jafnvel verðbréfasala í þessum efnum.

Fyrrverandi forseti breska arkitektafélagsins RIBA, David Rock, bendir á  að sjálfsmynd arkitektanna sjálfra virðist mun minni en það álit sem samfélagið hefur á stéttinni.  Ætli þessu sé öfugt farið hér á landi?

Hvað konur varðar þóttu þær í almannatengslum og fréttamennsku kynþokkafyllstar fyrir utan að sjálfsögðu konur í leikarastétt.

Ekki veit ég neitt um uppruna eða verklag könnunarinnar en bæti við nokkrum ljósmyndum af Le Courbusiere við iðju sína. Ég læt aðra um að dæma kynþokka meistarans en myndirnar eru skemmtilegar.

Efst er mynd sem fengin er af síðu Akademisk Arkitektforening.

1533_10152898287810603_1596077160_n

900x720_2049_23311

 picture-1

  Á efstu myndinni er Le Courbusiere  nakinn við trönurnar í húsi Eileen Gray’s Villa. Örið ógnvænlega sem sjá má á myndinni fékk hann á sundi fyrir utan Saint Tropez þegar hann varð fyrir skrúfu á mótorskipi árið 1938. Neðst er hann á svipuðum slóðum við lestur eða að teikna í skissubók. Jú. líf arkitektsins er ekki bara leikur…heldur líka oft dans á rósum.(!)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Hilmar Gunnarsson

    Það er lítið um kvennasögur af Kobba, eins og virðist nánast rökrétt af myndunum af dæma. Hinsvegar voru Frank Lloyd Wright og Louis Kahn framúrskarandi fagmenn á þessu sviði, þá sérstaklega Kahn sem var tvígiftur og átti viðhald á stofunni ef allt annað skyldi bregðast.

    Í nútímanum hef ég heyrt sögur af Remmanum sem ferðast með viðhaldið út um allar trissur. Kanarnir voru mikið hneykslaðir þegar hann kynnti til sögunnar viðhaldið sitt þegar hann var að vinna að stækkun á IIT í Chicago. Þessa sögu fékk ég frá einum starfsmanni skólans. Þetta er svo sem ekki neitt til að stæra sig af. Sannir herramenn eru við eina fjölina felldir, ekki alla veröndina.

    Það er öllum ljóst hversu kynþokkafullir arkitektar eru en hvergi eins mikið ekkert eins og á Íslandi.

    Skemmtilegt.

    • Hilmar Þór

      Já, Hilmar Gunnarz. Það er mikilvægt fyrir flesta að finna „fjölina“ sína sem fyrst! 🙂

  • Fjóla Stefánsdóttir

    Takið eftir náttborðinu á miðmyndinni sem sýnir arkitektinn leggja sig. Hrikalega smart og funktiónelt. Veit einhver hvort það sé ennþá í framleiðslu?

  • Anna Th. Rögnvaldsdóttir

    Arkitektar koma nokkuð oft fyrir í amerískum bíómyndum — án þess að starf þeirra sem slíkt komi nokkurn skapaðan hlut við sögu. Ef karlkyns persóna þarf að vera í einhverju virkilega smart starfi þá er arkitektúr oft lausnin. Arkitektastarfið er listrænt án þess að vera kvenlegt (væntanlega vegna þess að einhverrar stærðfræði/verkfræðiþekkingar er krafist). Og það er mun „göfugara“ en t.d. hönnunarstörf í auglýsingabransanum. Praktíska eða framkvæmdaelementið er líka karlmannlegt — það er ekkert bóhemalegt við arkitektaímyndina.

    En ég man ekki eftir einum einasta kvenkyns arkitekt í bíómynd. Kveninnanhússarkitektar og kvenfasteignasalar eru hinsvegar nokkuð algengir og yfirleitt eru þessar persónur hinar mestu leiðindaskjóður. Ímynd þessara tveggja starfsstétta er reyndar nokkuð neikvæð í bíómyndum, svona heilt yfir.

  • „Fyrrverandi forseti breska arkitektafélagsins RIBA, David Rock, bendir á að sjálfsmynd arkitektanna sjálfra virðist mun minni en það álit sem samfélagið hefur á stéttinni. Ætli þessu sé öfugt farið hér á landi?“

    Bretar bera mikla virðingu fyrir arkitektum. Það þykir fínt að vera arkitekt hér. Til að svara spurningunni þá held ég að það sé rétt að þessu sé öfugt farið á Íslandi. Arkitektar á Ísland líta stærra á sig en hinn almenni borgari.Hver ætli sé skýringin á því?. Spyr sá sem ekki veit.

    Ætli það geti verið af því að arkitektastéttin í Íslandi er ung meðan hún er aldagömul á Bretlandseyjum. Hún er mun eldri en verkfræðistéttin sem situr samkvæmt almenningsálitinu nokkrum þrepum neðar í skörinni en arkitektar.Öfugt við það sem er á Íslandi.

  • Pétur Örn Björnsson

    Umkomuleysi arkitekta er oft sem ljóðskálda og listmálara.
    Ég þori varla að setja læk á þennan pistil þinn Hilmar, en geri þó 🙂

    • Pétur Örn Björnsson

      Legg til að hið lullulega AÍ hífi sig nú upp
      og geri þetta lag og texta að hópeflis hvatningarsöng
      … okkar allra … sem teljums arkitektar FAÍ.
      Beint á heimasíðu AÍ, kominn tími til að efla móralinn:

  • Frábærar myndir af Corba. Sagt er að hann hafi málað á morgnana, teiknað hús á eftirmiðdögum og drukkið allan tímann en bara lítið í einu…. En fer einhverjum sögum af hans kvennamálum?

  • Ég hélt að það væru aðallega karlar í einkennisbúningi með háar tekjur sem væru kynþokkafyllstir…t.a.m. flugstjórar. Atkitektar hafa litlar tekjur og klæða sig nánast eins og umrenningar!!!! Hvað er að konum?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og átta? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn