Fimmtudagur 18.02.2010 - 08:26 - 13 ummæli

Arkitektúr, “félagsleg list”

 

 portret1_b[1]

“Remember that, above all, Architecture is a social art which has to serve society.

Your work will affect the lives of many human beings for many years to come.Winston Churchill once said: “We shape our buildings; thereafter they shape us.”

Þetta fann ég í bók sem ég fékk gefins frá vini mínum í gær.  Ég læt lesendur um að snara þessu.

Bókin heitir “LETTER TO A YOUNG ARCHITECT” eftir gríska arkitektinn Alexandros N. Tombazis, fræðimann og fyrirlesara, sem fæddur er á Indlandi 1939 og alinn upp þar og á Englandi. Helsta viðfangsefni hans er sólarorka og “bioclimatic architecture”

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • stefán benediktsson

    Okkur arkitektum er doldið hætt við að verða ástfangnir í hugtökum eins og „arkitektúr, felagsleg listgrein“. Ég hef skoðað sendiherrabústaðinn í Berlín tvisvar, mjög vandlega. Hann er líklega eitt besta verk íslenskra arkitekta „ever“ og það verður enginn vandi að benda og segja hvenær hann var hannaður, en fjandinn fjarri mér að ég geti bent á það félagslega í listrænum gæðum hans.

  • EiríkurJ

    Tek líka fram að er ég alveg sammála Þorsteini öðru leiti.

  • EiríkurJ

    Þorsteinn, mér finnst þú gera óþarflega lítið úr verkfræðingum í þessu sambandi. Var ekki Santiago Calatrava nefndur hér nýlega í blogginu sem afburðamaður í faginu. Ég nefni hann sem sem dæmi um það að þekking á verkfræðisviði spillir ekki fyrir arkitektinum. Ekki eru allir arkitektar doktorar í statik en geta samt bætt sér það upp með því að fá aðstoð frá verkfræðingum.

  • Þorsteinn

    Það þarf þrjá aðila til að skapa góðan arkitektúr.

    Arkitektinn
    Verkkaupann
    Verktakann

    Verkfræðingurinn skiftir engu máli. (nema víst þegar gera á samkeppnistillögu að LHS)

    Ef einn þessara þriggja stendur sig ekki í stykkinu eða bregst verður afraksturinn slæmur arkitektúr eða enginn arkitektúr.

    Tískustefnan sem Bjarni talar um að ofan kemur ekki frá arkitektunum, heldur úr blöðunum og innlit/útlit í gegnum verkkaupann til arkitektanna. Sjónvarpsþátturinn Innlit/Útlit hefur valdið verulegu tjóni á íslenskri byggingalist fyrir utan að hafa valdið fjölda fjólskyldna fjárhagslegu tjóni og harmleikum þó með óbeinum hætti sé. Innlit/útlit bar enga virðingu fyrir sögunni, anda staðarins eða anda húsanna. Innlit/útlit ól upp heilu kynslóðina af fólki sem bar ekki virðingu fyrir neinu, ekki einusinni verðmætum eða peningum.

    En aðalatriðið er félagsleg nálgun arkitektanna á verkefni sínu. Það er tímabært að leggja áherslu á hana. Ég tek undir að „arkitektúr sé félagsleg listgrein“ Þakka ábendinguna.

  • Hefur það í raun ekki alltaf verið hægt þeas að keyra um bæ og borgir og segja til hvenær byggingar voru byggðar, bæði hér á landi sem og í öðrum löndum.

    Auðvitað skeikar þetta meir því fjær í tíma við förum en það hafa alltaf verið straumar í arkitektúr. Auðvitað hafa breytingar verið örari undanfarna öld en engu að síður, alltaf straumar og „look“

  • ….tröllríður það öllum HÚSUM ….
    á þetta auðvitað að vera

  • Íslenskir arkitektar mættu svo sannarlega læra þessa setningu utanað:

    Remember that, above all, Architecture is a social art which has to serve society.

    …… has to serve society er þarna lykilsetning. Hér lítur út fyrir að arkitektar teikni fyrst og fremst fyrir aðra arkitekta. Komist svo eitthvað „look“ í tísku, tröllríður það öllum hæusum og hverfum.
    Það er bókstaflega hægt að keyra hér um Reykjaík og nágrenni og segja nánast nákvæmlega til um ártalið á hverju einasta húsi.
    Ekki boðlegt og tími til kominn að arkitektar fari að skapa eitthvað hérna – eitthvað sem er ekki í fjöldaframleiðslu og verksmiðu stílnum.

  • EiríkurJ

    Flækjurnar í þessu eru víða. Hér á Akureyri er komin fram tillaga um deiliskipulag miðbæjarins. Tillagan er sögð vera afsprengi íbúaþings, hvar fram komu óskir íbúanna um miðbæ sem er best lýst þannig að þar mundi standa samfelld 17. júní hátíð allt árið. Síðan er haldin samkeppni um skipulagið og „sérfræðingahópur“ velur all sérstæða tillögu sem uppfylla á óskirnar. Er þá öllu íbúalýðræði fullnægt og engin þörf að hlusta á gagnrýnina og laga það sem fundið er að?

  • Guðmundur

    Helst þetta ekki líka í hendur við það að hvaða marki fólk getur mótað umhverfi sitt? Eins og skipulagsmálum og arkitektúr er háttað í dag fær venjulegt fólk sáralítil tækifæri til að móta umhverfi sitt og laga það að sínum þörfum og smekk. Sjáið t.d. nýju hverfin sem nú standa auð: Fyrst er hverfið skipulagt með framtíðarþarfir íbúa í huga (án þess að þeir séu spurðir, enda enn aðeins abstrakt hugmynd á því stigi), lagðar eru götur, rafmagn og vatn, síðan eru byggð hús og að því loknu fær fólk að kaupa húsnæði og flytja inn í umhverfi þar sem það þarf að laga sig að skipulaginu, en ekki laga umhverfið að þörfum sínum. Í raun í fullkomnu samræmi við yfirlýsingu Vaneigems og Kotanyi: „Urban development is the capitalist definition of space“. Sem betur fer virðist hugsunarháttur að fara að breytast, sbr. skipulagsfundi borgarinnar í hverfunum fyrr í vetur.

  • stefán benediktsson

    Reykvíkingar eru nú býsna rólegir Árni miðað við sinn skort á hefðbundnu borgarrými……. öðru en hraðbrautum.

  • Árni Ólafsson

    „Ef við sundrum byggðinni þá sundrum við fólkinu”. Einn af fleiri túlkunarmöguleikum á fullyrðingu Elíasar Cornell prófessors (f. 1916, d. 2008), sem fóstraði nokkra íslenska arkitekta á Chalmers í Gautaborg á löngum starfsferli þar (1946-1982).

    Má ekki skoða orð hans í ljósi óróans í sumum amöbulaga úthverfum stórborga Evrópu þar sem engin hefðbundin borgarrými er að finna?

  • stefán benediktsson

    V.F. Ég sagði reyndar þveröfugt „Það sem arkitektúrinn gat ekki áorkað (samfélagbót) var auðvitað ekki honum að kenna (samfélagsupplausn).“. Ég veit mjög vel að verkin, húsin, hafa áhrif á fólk. Menn tengjast húsum en þú þekkir samt ekki „Hlíðarbúa sjötta áratugarins“ úr í hópi fólks eins og við þekktum krakkana úr Pólunum eða Höfðaborginni úr hér áður fyrr. Það voru lífskjör, ekki hús sem mótuðu það fólk. Efnahagsstefna Thatcher hafði meiri mótunaráhrif á fólk en breskur arkitektúr sjöunda áratugarins þótt arkitektarnir hafai trúað að þeir væruað móta samfélag.

  • Stefán Benediktsson segir í athugasemd við síðustu færslu að honum hafi verið kennt að arkitektúr geti mótað samfélag. Hann segir að arkitektúrinn frá miðri síðustu öld hafi slömmvætt fólk. Að sama skapi hlýtur eð vera hægt með byggingalistinni að gera betri borgara úr fólki.

    Þetta er það sem grikkinn er sennilega að tala um og er alveg rétt.

    Nú þurfa arkitektar og verkkaupar þeirra að vanda sig.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn