Laugardagur 28.05.2016 - 15:46 - 9 ummæli

Arkitektúr á norður Spáni

photo 33

Ég átti þess kost að fá að skoða byggingalist á norður Spáni siðustu daga. Þetta var auðvitað stórkostleg upplifun þar sem nema mátti rótgrónar rætur menningar og byggingalistar. Arkitektúrinn er staðbundin að formi til og ekki síður hvað allt efnisval varðar. Nýjar byggingar tóku flestar mið af staðnum og menningunni.  Hefðirnar og borgarvefurinn ásamt nýsköpun er samofin. Það var heillandi að ganga götur Vigo, Santiago de Compostela, Leon, Luga, Calahorra, San Sebastian, Bilbao og fleiri borga og þorpa. Staðrandinn var allstaðar lykilþáttur í upplifuninni.

Þarna er líka mikið af verkum stjörnuaritekta nútímans. Ég skoðaði verk Calatrava og tvö verk Frank Gehry og eitt eftir Zaha Hadid og svo var það auðvitað Oscar Niemeyer.  Þessi verk bera öll sterk höfundareinkenni arkitektanna en skorta oft menningarleg og formleg tengsl við umhverfið,.

Af þessum nýju verkum var ég ánægðastur með byggingu Frank Gehrys hjá vínbændunum Marques de Riscal i Rioja. Þar hefur verið byggt lítið hótel með um 40 herbergjum. Herbergjaálmurnar eru látlausar og einfaldar og sverja sig í arkitektúr staðarina. Ég er ekki einusinni viss um að Gerhy hafi teiknað þær. Anddyrið og aðkoman er týpisk fyrir Gehry og betri en aðrar byggingar sem ég hef skoðað eftir arkitektinn ef frá er skilin Disney Consert Hall í LA. Hinar eru Louis Vitton í París, Guggenheim í Bilbao, DZ Bankinn í Berlin, EMP í Seattle og Dancing House í Prag.

Hér fylgja nokkrar myndir sem ég tók á síma minn hjá vínbóndanum Marques de Riscal nú í vikunni. Efsa myndin er líka þaðan. Neðst kemur svo ein mynd af verki Zaha Hadid og ein af flugstöðinni í Bilbao eftir Calatrava.

Og í blálokin kemur dæmigerð götumynd sem er í fulkomnu samræmi við þau borgarhús sem eru algengust á norðurhluta Spánar og þann arkitektú sem heimamenn og gestir þeirra sækjast eftir.

++++

Bæt við kl. 18:20.

Hér eru tveir gamlir pistlar um Oscar Niemeyer:

http://blog.dv.is/arkitektur/2009/10/07/oscar-niemeyer-bratt-102-ara/

http://blog.dv.is/arkitektur/2011/12/14/ocar-niemeyer-104-ara-the-last-modernist/

Og hér er fjallað um Frank Gehry á fjórum stöðum:

http://blog.dv.is/arkitektur/2010/12/17/frank-gehry-i-astraliu/

http://blog.dv.is/arkitektur/2011/08/17/frank-gehry-a-sudur-jotlandi-the-bilbao-effect/

http://blog.dv.is/arkitektur/2011/03/24/new-york-by-gehry/

http://blog.dv.is/arkitektur/2010/06/06/gehry-%E2%80%9Cfardu-a-eftirlaun%E2%80%9D/

og hér er ein færsla sem Disney Consert Hal er nefnd:

Og hér er fjallað um Frank Gehry á fjórum stöðum:

http://blog.dv.is/arkitektur/2010/05/10/los-angeles/

image

photo 51

Aðkoman að Marque de Riscal kemur manni í gott skap þar sem mikil gleði er í formi og litum. Þungi hltinn er úr sama efni og hefur verið ríkjandi í Rioja um aldir, gulleitum sandstei meðan hið dæmigerða formmál Gehrys í sveigðum málmplötum kallast bæði á við landslagið í fjarska, bugðóttar vínekrurnar nær og vínviðinn og rásarunnana við þá. Þetta formmál Gehrys er víða ofnotað.

photo 23

Hér sést hvernig sandsteinninn í verki Gehrys kallast á við eldri húsin. Það er líka einkennandi ap sandsteinshluti byggingar Gehrys eru lokaðar eins og gömlu húsin. Þ.e.a.. þau samansatanda af veggjum með gluggagötum, ekki gluggaböndum eins og algengast er í nútíma húsm.

4023_l

Að ofan er gestamóttaka hjá vínbóndanum Tondonia í Rioja. Húsið er teiknað af stjörnuarkitetinum Zha Hadid sem er nýlátin. Það var tekið í nokun árið 2003. Ég var spenntur að skoða þetta en varð fyrir vonbryggðum. Það sýndi sig að húsið hentaði ekki starfsseminni og var okkur boðið að smakka vínin í gömlu húsnæði vínekrunnar. Ég hafði heyrt nokkrar sögur um að hús. Þaðer eins og höfundurinn hafi misst sjónar ag hlurverki byggingarlistarinnar sem er fyrst, fremt og síðast nýtjalist. Manni dettur í hug kennisetningu sem kennd er við Le Corbusiere eða er afsprengi kennisetningar hans. Þar segir að flugvél sé ekki flugvél nema hún geti flogið. Kannski mætti segja að þetta hús sé ekki hús vegna þess að það hentar ekki starfsseminni.

Aviles-Spain-by-Oscar-Niemeyer1

Að ofan er svo bygging Oscars Niemeyer í Aviles á norðurströnd Spánar. Arkitektinn lest fyrir nokkrum árumn tæplega 105 ára gamall.

Hér að neðan er mynd af flugstöð Calatravas í Bilbao. Byggingin er einkar skýr í uppbyggingu og allri hugmyndafræði. Það er líka sérlega vel hugað að stækkun og hnökralausu flæði notendanna, sem eru auðvitað farþegarnir. Þarna var gaman að koma, margir spennandi vinklar í starfhæfri byggingu þar sem formmálið er ekki að þvælast fyrir í sköpuninni.

3962_bilbao-airport

photo

Dæmigerð götumynd í borg eða þorpi á norður Spáni þar sem þess er gætt að nýbyggingar rjúfi ekki byggngasöguna og staðarandann heldur undirstriki þau gæði. Þarna eru oftast eingöngu byggð hús sem hvergi geta staðið annarsstaðar. Gámastíllinn sést ekki í miðborgunum þó hann sjáist víða á jaðarsvæðum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Svona tildur myndi ekki hanga uppi í smágolu hvað þá 8 vindstigum hérna.

  • Fín grein og upplýsandi. Spánn er fleira en sól, vín og fagrar konur’

  • Helgi M H

    Áhugavert að Zaha Hadid byggingin virki ekki fyrir þá notkun sem hún er hönnuð fyrir Ég hef aðeins heimsótt eina byggingu eftir hana, slökkvistöð á lóð Vitra húsgagnaframleiðandans í Weil am Rhein í suður-þýskalandi. Þar var það sama uppi á teningnum, stöðin tekin úr notkun þar sem hún virkaði ekki fyrir starfssemina.

  • Árni Ólafsson

    „Byggingarlist er fagurfræðileg mótun hins praktíska veruleika“ sagði gamli söguprófessorinn minn, Elías Cornell. Verk Frank Gehris geta verið eins flott og mönnum sýnist – en hefur þetta eitthvað með arkitektúr að gera? Ég bendi á ágæta og gagnrýna bók „Architecture of the Absurd“ eftir John Silber – þar sem verk eftir Gehry prýðir forsíðuna.

    Það var á sínum tíma sterk upplifun að koma í fyrsta skipti inn í spænskan kaupstað/iðnaðarborg, sem byggður var að mestu á síðari hluta 20. aldar og sjá hefðbundna bæjarmynd og rýmismyndun sem var í beinu samhengi við bæjarumhverfi og anda gömlu borganna. Þeir höfðu blessunarlega sloppið við módernískt borgarskipulag norður-Evrópu.

  • Sama hvað Hilmar segir: Zaha Hadid og Gehry eru ógeðslega flottir arkitektar!

    • Hilmar Þór

      Ég er mikill aðdáandi allra þeirra stjörnuarkitekta sem nefndir eru í pistlinum og er sammála þér guðjón um að þarna séu snillingar á ferð. En þeim eru auðvitað mislagðar hendur eins og öllum snillingum og þurfa á gagnrýni að halda eins og öll mannanna börn.

  • Sólveig B.

    „Staðrandinn var allstaðar lykilþáttur í upplifuninni“.

    Þetta verður mikilvægara með hverjum degi sem líður. Maður má ekki tapa sambandinu við ræturnuar. Ég segi við stjörnuarkitekta alheimsins: Go home!

  • Mjög áhugavert.

    Kærar þakkir.

    Við skoðun á fallegu götumyndinni verður manni hugsað til þeirra skemmdarverka sem unnin hafa verið og verið er að vinnna í miðborg Reykjavíkur.

    „Gámastílinn“ kallar höfundur þann hrylling.

    Mér er með öllu óskiljanlegt að það sé látið viðgangast að stjórnmálamenn og verktakar eyðileggi miðborg Reykjavíkur.

  • Kolbeinn K.

    Skemmtilegur og beittur að vanda.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sex? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn