Miðvikudagur 23.09.2009 - 10:41 - 17 ummæli

Arkitektúr og myndlist

 http://www.ausl.mo.it/flex/images/8/b/8/D.7b805bdbe30417dc3ba1/L__enigma_20di_20una_20giornata_201914.jpg

Gamli prófessorinn minn á Konunglegu dönsku Akademíunni fyrir fagrar listir í Kaupmannahöfn, Jörgen Bo, byrjaði oft fyrirlestra sína með því að varpa mynd af málverki upp á vegg.

Bo var mikill áhugamaður um myndlist og teiknaði m.a. listasafnið fræga, Louisiana í Danmörku.

Jörgen Bo útskrifaði marga íslenska arkitekta. Má þar nefna Sverri Norðfjörð heitinn, Albínu Thordarson, Dagnýju Helgadóttur,  Þorstein Helgason og fl. auk undirritaðs. Stefán Thors skipulagsstjóri var einnig nemandi hans um tíma.

Ég ætla að byrja blogg mitt eins og prófessor Jörgen Bo byrjaði fyrirlestra sína, á málverki.

Ég vel málverk  eftir ítalann Chiroco, The Enigma of the day, (Gáta dagsins(!)) sem er metafysiskt, þar sem ríkja andstæður á borð við kyrrð, skugga, sól, stóriðju og hreyfingu.

Þegar horft er á myndina veltir maður fyrir sér hvað sé inni í húsunum og hvað handan hornsins? Hvert fór fólkið? Af hverjum er styttan og hvað er í kassanum? Hvað eru mennirnir tveir í fjarska að hugsa? Eru þeir að koma eða eru þeir að fara? Eða eru þeir að bíða eftir einhverju? Hvað er að fara að gerast þarna á torginu.

„Something is happening here but you don’t know what it is, do you, Mr. Jones?“

Skakkt perspektív myndarinnar gerir mann óöruggan.

Townscape, landscape og/eða mindscape, án vinda og án gróðurs?

En litirnir róa mann.

Þetta er málverk af óstaðbundnum og ótímasettum arkitektúr og einnig málverk af þeirri tilfinningu sem maður sem er að leggja af stað í bloggferðalag ber í brjósti.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (17)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sjö? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn