Nú þegar sumarfríjum er að ljúka í Danmörku lét danska arkitektafélagið gera mælingu á atvinnuástandi nýútskrifaðra arkitekta þar í landi.
Niðurstaðan sýndi talsverða aukningu frá síðasta ári og er atvinnuleysi nýútskrifaðra nú 58,6 %
Það er svakalegt til þess að hugsa að tæp 60% ungra nýútskrifaðra, velmenntaðra og metnaðarfullra arkitekta skuli vera utan vinnumarkaðarins.
Danska arkitektafélagið ráðleggur þessu unga fólki að gæta þess að ekki komi gat í ferilsskránna. Það ráðleggur fólkinu að nota tímann, og ferðast, auka við menntun sína sækja námskeið eða annað. Danska arkitektafélagið biður fólkið um að setja sig í samband við félagið sem býður fram aðstoð sína.
Þetta er sennilega svipað ástand og var þegar ég útskrifaðist fyrir margt löngu. Þá fengu nemendur afhent umsóknareyðublað um atvinnuleysisbætur um leið og þeir fengu brottfararskírteini sitt frá Akademíunni.
Svo liðu árin og einhvernvegin gekk þetta allt saman hjá flestum.
Sigurður.
Heimildir ásamt frekari upplýsingum má finna hér:
http://arkitektforeningen.dk/artikel/nyheder/haarde-tider-for-arkitektdimittender?utm_source=Arkitektforeningens+Nyhedsbrev&utm_campaign=c68ddb9f63-Uge_33_20128_6_2012&utm_medium=email
Hvaðan kemur heimildin fyrir þessari færslu?
Danskir arkitektar vinna mikið erlendis! Hvernig ætli staðan væri ef þess nyti ekki við og hver er staðan hérlendis?