Arkitektarnir hjá ARGOS, þeir Grétar Markússon og Stefán Örn Stefánsson hafa mælt upp og teiknað húsið að Aðalstræti 22 og sagt til um endurgerð þess eftir bruna árið 2007. Þeir lýsa sögu hússins í stuttu máli með eftirfarandi hætti:
“Austurstræti 22 var reist 1801 af Ísleifi Jónssyni dómara. Fjórum árum seinna keypti stiftamtmaðurinn Trampe greifi húsið og gerði á því nokkrar endurbætur. Jörundur hundadaga-konungur handtók hann þar árið 1809 og settist sjálfur að í húsinu. Síðar bjuggu þar stiftsamtsmenn, þar var landsyfirréttur til húsa og Prestaskólinn um tíma. Frá 1915 og fram undir aldamótin síðustu var rekin verslun í húsinu og voru þá gerðar miklar breytingar, einkum á neðri hæð hússins. Upphaflega var það stokkahús, klætt listaklæðningu að utan og rennisúð á þaki en að innan þiljað og veggfóðrað. Húsið brann mjög illa síðasta vetrardag 2007 og ákváðu borgaryfirvöld þá að það skyldi endurbyggt sem næst upprunalegri gerð“
Hér er á ferðinni gott framtak að frumkvæði borgarinnar og tilhlökkunarefni að sjá og njóta framkvæmdanna þegar þær verða fullbúnar og komnar í notkun. Þó öll mannanna verk séu umdeilanleg þá má fullvíst telja að ákvarðanir um endurreisn húsanna á horni Lækjargötu og Austurstrætis munu í tímans rás njóta skilnings og aðdáunnar komandi kynslóða. Sama á við um endurbyggingu gamalla húsa hvert sem litið er, svo sem til Vaktarabæarins við Garðastræti eða til gömlu húsanna neðst á Laugarvegi. Vakning er að eiga sér stað hvað varðar þennan mikilvæga menningararf og vonandi halda menn vöku sinni um langa framtíð.
Ég vil ljúka þessu með því að vitna í erindi um „Hið jarðneska skjól“ sem Kristján Eldjárn flutti á húsfriðunarráðstefnu arið 1975, fyrir 35 árum:
„Og þó verður því ekki neitað að húsamenningin er einn hinn nákomnasti lífsþáttur hvers einasta manns, svo sem eins og holdgróinn, hið jarðneska skjól þjóðarinnar frá kyni til kyns og um leið svigrúm og vettvangur fyrir sköpunarþörf og listgleði“
Grunnmynd og útlit að Austurstræti
Langsnið í Austurstræti 22
Hér að neðan eru ljósmyndir Guðmundar Ingólfssonar af Vaktarabænum í Garðastræti og Aðalstræti 10. Bæði húsin voru endurbyggð samkvæmt uppfdráttum og tilsögn þeirra Gréters og Stefáns hjá ARGOS. Myndirnar gefa vísbendingu um þann gæðaflokk sem stefnt er að varðandi endurbyggingu Austurstrætis 22.
Þetta er góð ábending hjá Hilmarigunn um hættuna á hégómlegum sögufölsunum.
Það sem varðar grátfólk: Þá gerir það minna til um núlíðandi vol og víl Hörpugagnrýnenda.
En óttinn er nístandi um „grát og væl“ barna, barnabarna og
barnabarnabarna sem eiga eftir að fá óútfylltu Hörpuvíxlana
í fangið. – Horft er til næstu 35-40 ára.
PS: Skyldu þau spyrja: Gerðu arkitektar engar athugasemdir?
Nenandi á öðru ári í arkitektúrdeild Listaháskólans, Birkir Ingibjartsson, sendi póst á netfang mitt og benti mér á, með skýringu, að ekki beri að skilja afstöðu BA nema eða arkitektúrdeildarinnar til framkvæmda á horni Lækjargötu og Austurstrætis sem neikvæða á grundvelli uppdráttanna sem lagðir voru fram eins og ég lét að liggja hér að ofan. En lóðirnar voru auðar.
Ég lét þá skoðun í ljos að maður ”hlyti að túlka það sem afstöðu nemanna og jafnvel arkitektúrdeildarinnar til lausnarinnar.” að húsin voru ekki teiknuð inná updráttinn. Skýringin er sú, samkvæmt Birki, að uppdrættirnir voru gerðir í teymisvinni fyrstaársnema og voru hluti af rannsóknarverkefni þeirra sem síðan voru notaðir óbreyttir af BA útskriftarnemum.
Ég birti hér meginhluta úr velrökstuddum rafpósti Birkis með hans leyfi:
”Seinustu vorönn fékk bekkurinn minn, þá nemendur á 1. ári, það verkefni að rannsaka Lækjargötu, Fríkirkjuveg og Sóleyjargötu með hlutlausum augum frá öllum þeim hliðum sem okkur datt í hug og hugnaðist. Hluti af því var til dæmis að skoða sögu hennar, starfsemi, íbúafjölda, álit fólks og skynjun á svæðinu og svo framvegis og svo framvegis. Afraksturinn af þessari rannsóknarvinnu var svo settur saman í bók sem skólinn gaf nýlega út undir nafninu Reykjavíkurgötur 2010: Lækjargata, Fríkirkjuvegur, Sóleyjargata. (…)
Einn hluti rannsóknarinnar hverju sinni er að teikna upp götumynd götunnar eins nákvæmlega og hægt er. Seinastliðið vor sá ég svo persónulega um þann part verkefnisins að fara yfir teikningar annarra af húsunum vestanmegin við götuna og skeyta þeim saman í samsetta götumynd; allt frá hringtorginu við Njarðargötu út að Hörpu. Þegar við vorum að vinna þessar teikningar voru vissulega stærðar byggingakranar bæði við hornið við Austurstræti og svo við Hörpu og vorum við fyllilega meðvituð um það að þessar teikningar yrðu í raun úreltar um leið og þær yrðu birtar. Hinsvegar, eins og ég sagði hér að ofan, átti rannsóknin að vera sem hlutlausust og sýna götuna eins og hún er. Samkvæmt því voru teikningarnar gerðar eins og gatan var nákvæmlega á þeim tíma sem þær voru teiknaðar. Sú staðreynd að byggingakranarnir hafi verið teiknaðir var því aldrei ætlað að vera einhverskonar yfirlýsing okkar sem unnum að rannsókninni um skoðun okkar á fyrirhugaðri uppbyggingu.
Byggingakranarnir táknuðu þannig miklu frekar ástand svæðisins eins og það hafði verið síðan eftir brunann í apríl 2007 og í raun skjalfesting á brunanum sjálfum. Við töldum þetta ástand svæðisins og brunan sjálfan nokkuð veigamikinn þátt í sögu götunnar og vildum við því með engu móti sleppa því að sýna það. Þannig þótti okkur byggingakranarnir skemmtileg áminning um þetta tímabil svæðisins fyrir þá sem skoða bókina jafnvel eftir fleiri fleiri ár. Ég held ég geti því fullyrt að skoðun hvers og eins um uppbyggingu svæðisins, hvað þá arkitektúrdeildarinnar sem heild, kom þarna hvergi nærri enda hefði aldrei fengist samhljóma niðurstaða í það mál”
Hér gerir Birkir vel grein fyrir aðdraganda þessa og þakka ég honum fyrir að vekja á því athygli.
Þarna var tveim verkefnum innan skólans bladað saman og er ekkert nema gott eitt um það að segja. Annarsvegar stórgóðu rannsóknarverkefni fyrsta árs nema sem gefið var út í bók sem ég á í fórum mínum og hinsvegar BA verkefni þriðja árs nema. Ég er því fegin að hafa metið þetta vitlaust og álitið að leiðbeinendur og nemar í arkitektúr vil LHÍ séu alfarið á móti þeirri nálgun sem valin var en velti því samt fyrir mér af hverju BA nemarnir og leiðbeinendur þeirra hafi ekki látið svo lítið að klára teikningu fyrstaársnemanna og teikna húsin sem nú standa inn á uppdráttinn.
Í mínum augum virkaði fjarvist uræddra húsa eins og það væri gert með ásetningi og í þeim tilgangi að láta skoðun í ljós. En svo er ekki og gleður það mig.
Að lokum vil ég hrósa þessum unga arkitektanema fyrir að láta til skarar skríða og færa þennan miskilning til betri vegar. Óskandi væri að fleiri sýndu svipað frumkvæði þegar það á við.
@Hilmargunn ….málið er að flestar þær byggingar sem risið hafa í Reykjavík á síðustu áratugum og „eru í takti við tíðarandann“ , eru svo forljótar og mannfjandssamlegar að maður er farinn að halda að íslenskir arkitektar nútímans sé fyrirmunað að reysa falleg hús sem hafa þessa þægilegu nærveru sem gamlar byggingar virðast oft á tíðum hafa.
Má ég þá heldur byðja um sögufölsun í ætt við hótelbyggingarnar í aðalstræti en t.d nýbyggingarnar norðanverðu Bergstaðarstræti.
Ég þakka Einari Jóhannssyni og Hilmargunn fyrir athugasemdinrnar og legg hér orð í belg. Ég man ekki eftir að Einar hafi tjáð sig hér áður en Hilmargunn hefur oft gert það og er alltaf málefnalegur og upplýsandi eins og hér í þetta sinn 🙂
Ég hef lengi fylgst með umræðu um endurnýjun og endurbyggingu eldri húsa í grónum hverfum og þekki þau tvo meginsjónarmið sem þar takast á. Allir hafa mikið til síns máls í þessum efnum og sennilega er hvorugt sjónarmiðið það “rétta”. Hinsvegar viðurkenni ég að ég er þeirrar skoðunar að það eigi að minnstakosti að stíga afar varlega til jarðar í þessum efnum.
Ef skoðaðar eru gamlar borgir eins og Feneyjar, Sienna, Rothenburg eða gömlu bæjarhlutar Antibes o.fl. svo maður haldi sig við litlar borgir þá skal engin halda því fram að þar hafi ekkert verið byggt síðustu 400 árin eða svo, eða að ekkert hús hafi verið “moderniserað” og endurhæft tæknilega eða starfrænt. Því fer víðs fjarri. Húsin sem byggð hafa verið eru í anda og stíl þeirra sem fyrir voru og endurnýjun hefur átt sér stað með fullri virðingu fyrir sögu og menningu staðanna.
Það eru næg svæði fyrir nýhyggjumenn í byggingalistinni til þess að spreyta sig utan hinna viðkvæmu gömlu miðbæjarkjarna þar sem “tíðarandi” augnabliksins fær notið sín.
Það er einmitt sérlega áhugavert að fara um hverfin og skynja tíðarandann sem ríkti þegar þau voru byggð. Svo dæmi sé tekið af göngu eftir Grettisgötunni annarsvegar og svo Víðimelnum hinsvegar. Svo getur maður gengið Snekkjuvoginn og einhverja götu í Fossvogsdal og loks götu á Völlum í Hafnarfirði.
Hver gata ber merki þess tíðaranda sem var þegar þær byggðust. Þetta er beinlínis spennandi. En maður vill ekki hús sem byggt var árið 2007 á Völlunum verði byggt við Grettisgötuna eða öfugt. Er það nokkuð?
Ég hef heimsótt Disneyland í LA og Disneyworld í Orlando og þar er um allt annað að ræða. Disney er skemmtigarður með upplifunarkonsepti. Þar ertu staddur í París á einum stað og svo gengur þú fyrir horn og þá ertu staddur í New Orleans og ef þú lítur svo til hliðar ertu staddur í Bæjaralandi og Neushwanstein blasir við með Wagnerskýrkotunum. Að líkja umfjöllunarefninu við skemmtigarð á borð við Disney er ósanngjarnt.
Lausnin á horni Austurstrætis ber að mínu mati alls ekki vott um kjarkleysi heldur þveröfugt. Það þarf kjark til þess að berjast gegn “tíðarandanum”.
Skólaverkefnið sem Einar Jóhannsson fjallar um að ofan er sennilega nýbygging við Lækjargötu sem var aðalverkefni þriðjaársnema í byggingalist Listaháskólans s.l. vetur.
Við Einar vil ég segja að það er fullkomlega eðlilegt að þriðja árs nemar í byggingalist sprelli í skólaverkum sínum og noti tækifærið í akademisku umhverfi og láti gamminn geysa og jafnvel brjóta af sér hornin um leið og þau draga lærdóm af verkum sínum. Það er allt í lagi að nemar í námi sínu miðju hanni byggingu ”sem er úr tengslum við rætur forma” í grónu hverfi
Úr því að þetta ber á góma langar mig til að bæta smávegis við í þessa umræðu. Allir BA nemarnir s.l vetur skiluðu uppdrætti sem sýndi götumynd Lækjargötu frá Tjörn og niður að Reykjavíkurhöfn. Ég tók eftir því að í útskriftarverkefnunum öllum var þar sem nú hafa risið (ný?) nítjándualdar hús á horni Lækjargötu og Austurstrætis voru teiknaðir byggingakranar í stað þeirra húsa sem nú hafa risið og voru fullteiknuð þegar nemarnir unnu verk sín.
Þetta hlýtur maður að túlka sem afstöðu nemanna og jafnvel arkitektúrdeildarinnar til lausnarinnar. Ég geri ráð fyrir að þessi afstaða hafi verið rökstudd í greinargerðum nemanna. Þær hef ég ekki séð en hefði gaman af að fá að lesa þær. En eins og afstaðan blasir við ber hún merki afneitunar. Nemarnir og leiðbeinendur þeirra vissu að þessi hús voru að rísa. Þau voru nánast jafn mikil staðreynd og núverandi hús í götunni.
Það er afar mikilvægt að fólk hafi skoðanir á málum sem þessum og taki þátt í umræðu um þau en innlegg þriðjaársnemanna og skólans var ekki gagnleg eða uppbyggjandi, heldur eins og áður sagði afneitun, veruleikaflótti eða -fyrring.
Mér finnst varðveisla gamalla húsa góðra gjalda verð, en endurgerð þeirra verður oftast lítið annað en hégómleg sögufölsun. Mig langar ekki að Reykjavík verði að Þjóðminjasafni. Venjulegast upplifir maður anti klímax þegar maður kemur inn í þessi hús. Hönnuðum tekst sjaldnast að aðlaga húsin að nútíma tækni og kröfum. Sjáið fyrir ykkur skiltið með græna hlaupakallinum og allt það.
Endurgerð húsanna á horni Austurstrætis og Lækjargötu bera vott um ákveðið kjarkleysi og klárlega er sögufölsun þar á ferðinni. Ég meina; þetta eru klárlega ekkert annað en ný hús sem líta út eins og gömul. Hvað er það ? Búum við í Disney World ?
Menn gráta og væla yfir ræfils Hörpunni en hún ber þó augljós merki tíðarandans 2007, svo mikið er víst 🙂
Vilberg! Hvaða dæmi ert þú að tala um?
Ætlar Minjavernd að bjóða upp á bed and breakfast í Vaktarabænum? Hvar verða munir Sigvalda Kaldalóns geymdir á meðan?
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=127573&pageId=1833730&lang=is&q=Vaktarab%E6rinn
“Vakning er að eiga sér stað hvað varðar þennan mikilvæga menningararf og vonandi halda menn vöku sinni um langa framtíð.” Þetta er rétt en það eru ekki allir vaknaðir. Það er hætta á ferðum. Enn er verið að rífa gömul góð timburhús (t.d efst á Skólavörðustíg) og mörg bíða niðurrifs í kjölfar tillitslausra deiliskipulagsáætlana ( margir reitir við Laugaveg og grennd) Vegna uppbyggingar Listaskólans við Laugarveg/Hverfisgötu átti að fjarlægja götumyndir og leiðbeinendur arkitektúrdeildarinnar létu nemendur sína hanna hús úr tengslum við þær rætur forma sem finna má í Kvosinni af fullkomnu tillitsleysi. Betur má ef duga skal.
Það er skemmtileg ábending hér að ofan um að við skulum eiga í Austurstræti 22 minnstu konungshöll í heimi (Guðríður Adda)
Eins og ég er hrifin af uppgerð á eldir húsum þá verð ég að viðurkenna að stífni bæði hönnuða og húsfriðunarmanna, varðandi endurgerð er oft komin fram úr öllu raunhæfu. Gott dæmi um góða aðlögun er einmitt húsið á horni Lækjargötu og Austurstræti. Það var einfaldlega rifið til grunna og byggt nýtt alveg frá grunni. Það sama er ég að vona að gerist með Austurstræti 22. Oft á tíðum er verið að endurbyggja mjög illa farin hús í stað þess að farga þeim og byggja samskonar hús sem er nánast eins útlítandi, auðveldara að aðlaga að nýrri eða samskonar notkun og haghvæmara en uppgerð. Ég er að sjálfsögðu að ræða um að halda ytra útliti og hafnvel innraútliti einnig, en aðlaga þau með tilliti til rafmagns, vatnslagna og salerna, að ekki sé rætt um betri nýtingu.
Verður Kaldalónssafn í Vaktarabænum?
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=732230
Alveg hreint til fyrirmyndar. Ekki er öll nótt úti enn.
Þetta er frábær þróun 🙂
Eigum við ekki minnstu konungshöll í heimi?
Vona sannarlega að starfsemin tengist þeirri sögu,
en verði ekki eitt veitingahúsið enn.
P.S.
Sakna reyndar alltaf seinni tíma greiðslukerfis í Haraldarbúð sem heillaði einhver ósköp.